Símnotkun erlendis

Við hvetjum þig til að kynna þér góð ráð um símanotkun í útlöndum.

Hvort er ódýrara að hringja eða taka á móti símtölum í útlöndum?

Þegar þú ert í útlöndum er í flestum tilfellum ódýrara að móttaka símtöl að heiman heldur en að hringja heim. Enda þótt þú greiðir fyrir móttekið símtal erlendis þá er gjaldið lægra en þegar þú hringir heim. Mikilvægt er að kynna sér hvort viðbótargjald bætist við móttekin símtöl hjá viðkomandi fjarskiptafyrirtæki.

Hvað kostar að hringja í annan íslenskan farsíma sem líka er í útlöndum?

Ef hringt er úr einum íslenskum farsíma í annan í útlöndum greiðir sá sem hringir fyrir símtal til Íslands og sá sem hringt er í fyrir símtal frá Íslandi til viðkomandi lands. Símtalið fer sem sagt fyrst til Íslands og svo til útlanda eins og um millilandasímtal væri að ræða.

Hvað kostar að senda SMS í útlöndum?

Hægt er að slá hér inn heiti á landi og fá upplýsingar um hvað kostar að senda skilaboð eða hringja úr íslenskum farsíma til útlanda. 

Hvað kostar að senda myndir eða video í útlöndum?

Þegar MMS skilaboð eða myndir eru sendar á samfélagsmiðla erlendis þá er um gagnanotkun að ræða og slíkt getur verið kostnaðarsamt ef skeytin eru stór. Hægt er að senda MMS skilaboð til útlanda ef móttakandinn er með íslenskt númer. Ekki er hinsvegar hægt að senda MMS úr íslensku númeri í erlend farsímanúmer.

Greiði ég fyrir notkun á talhólfinu mínu á meðan ég í útlöndum?

Já og gott sparnaðarráð er að aftengja talhólfið áður en þú ferð til útlanda. Ástæðan er sú að þú greiðir fyrir símtöl sem enda í talhólfinu þínu eins og um móttekin símtöl sé að ræða þegar þú ert erlendis.

Hvaða verðskrá gildir um borð í ferjum á borð við Smyril?

Það er góð regla að kynna sér vel verðskrá skipafélags fyrir símaþjónustu ef ferðast er með ferju/skemmtiferðaskipi. Mörg skipafélög sjá farþegum sínum fyrir öflugu símasambandi, en verðskrá getur verið ólík því sem gerist á landi. Það er því mikilvægt að kynna sér hana vel.