Sjónvarps appið

Hér finnurðu leiðbeiningar og upplýsingar um Sjónvarps appið.

Algengar spurningar

Hvar sæki ég Sjónvarp Símans appið?

  • Náðu í appið í gegnum App Store eða Google Play eftir því sem það á við.
  • Sæktu því næst skráningarnúmer til að tengja saman áskriftina og snjalltækið. Hægt er að sækja skráningarnúmerið á Þjónustuvefnum eða í Sjónvarpi Símans.
  • Þegar þú ert búin/nn að sækja skráningarnúmerið þarftu að opna snjalltækið og slá þar inn skráningarnúmerið. 

 

Hvað kostar að vera með Sjónvarp Símans appið?

Ef þú ert í Heimilispakkanum greiðir þú ekkert mánaðargjald fyrir appið. Þeir sem eru með Sjónvarps þjónustu Símans geta fengið appið fyrir 500 kr. á mánuði. Hægt er að setja appið upp á 5 snjalltækjum.

Gagnanotkun umfram það sem er innifalið í áskriftarleiðinni þinni er gjaldfærð samkvæmt verðskrá.

Verðskrá

Hvað geta mörg snjalltæki verið tengd við Sjónvarp Símans?

Þú getur verið með allt að 5 tæki tengd en þú sækir skráningarnúmerið á þjónustuvefnum eða í Sjónvarpi Símans. Þar er einnig hægt að sjá hvaða tæki eru nú þegar tengd.

Fara á þjónustuvefinn

Hvernig segi ég upp Sjónvarp Símans appinu?

Þú getur sagt upp appinu á þjónustuvefnum og/eða í Sjónvarpi Símans. Uppsögn tekur gildi frá næstu mánaðarmótum. 

Segja upp appinu í Sjónvarpi Símans

  • Veldu Menu á fjarstýringunni til að fá upp aðalvalmyndina.
  • Veldu Mín tæki í aðalvalmynd. Ef Snjalltækjastjórnun birtist ekki þá þarftu að endurræsa myndlykilinn.
  • Sláðu inn PIN og veldu Aflæsa.
  • Veldu að Afskrá tæki.

Segja upp appinu á þjónustuvefnum

  • Veldu Sjónvarp og svo Áskriftir og þjónustur.
  • Veldu Sjónvarpsappið undir liðnum Þjónustur í boði. 
  • Veldu ruslafötuna til að eyða út snjalltæki.

Sækja skráningarnúmer á þjónustuvefnum

1 Veldu Sjónvarp

Á forsíðu þjónustuvefsins er valið Sjónvarp og svo Áskrift og þjónustur.

2 Áskrift og þjónustur

Veldu Sjónvarps appið í listanum Þjónustur í boði. Þar er valið Sækja skráningarnúmer

3 Sæktu appið

Sæktu appið í snjalltækið gegnum App Store eða á Google Play eftir því sem við á.

4 Sláðu inn skráningarnúmerið

Opnaðu nú appið í snjalltækinu og sláðu skráningarnúmerið þar inn. Þegar það er komið ættirðu að geta horft á Sjónvarp Símans í snjalltækinu þínu.

Sækja skráningarnúmer í Sjónvarpi Símans

1 Sæktu appið

Sæktu appið í snjalltækið gegnum App Store eða á Google Play eftir því sem við á.

2 Veldu Menu

Veldu Menu á fjarstýringu myndlykils til að fá upp aðalvalmynd

3 Veldu Mín tæki

Veldu Mín tæki í aðalvalmynd. Ef Snjalltækjastjórnun birtist ekki á skjánum þarf að endurræsa myndlykilinn.

4 Sláðu inn PIN númer

Fáðu skráningarkóðann með því að slá inn PIN og velja Aflæsa. Við það birtist skráningarnúmer snjalltækis.

5 Sláðu inn skráningarnúmerið

Opnaðu nú appið í snjalltækinu og sláðu skráningarnúmerið þar inn. Þegar það er komið ættirðu að geta horft á Sjónvarp Símans í snjalltækinu þínu.