Sjónvarps appið

Hér finnurðu leiðbeiningar og upplýsingar um Sjónvarps appið.

Algengar spurningar

Hvar sæki ég Sjónvarp Símans appið?

  • Náðu í appið í gegnum App Store eða Google Play eftir því sem það á við.
  • Sæktu því næst skráningarnúmer til að tengja saman áskriftina og snjalltækið. Hægt er að sækja skráningarnúmerið á Þjónustuvefnum eða í Sjónvarpi Símans.
  • Þegar þú ert búin/nn að sækja skráningarnúmerið þarftu að opna snjalltækið og slá þar inn skráningarnúmerið. 

 

Hvað kostar að vera með Sjónvarp Símans appið?

Þú greiðir ekkert mánaðargjald fyrir appið en hægt er að setja appið upp á 5 snjalltækjum.
Gagnanotkun umfram það sem er innifalið í áskriftarleiðinni þinni er gjaldfærð samkvæmt verðskrá.

Verðskrá

Hvað geta mörg snjalltæki verið tengd við Sjónvarp Símans?

Þú getur verið með allt að 5 tæki tengd en þú sækir skráningarnúmerið á þjónustuvefnum eða í Sjónvarpi Símans. Þar er einnig hægt að sjá hvaða tæki eru nú þegar tengd.

Fara á þjónustuvefinn

Hvernig segi ég upp Sjónvarp Símans appinu?

Þú getur sagt upp appinu á þjónustuvefnum og/eða í Sjónvarpi Símans. Uppsögn tekur gildi frá næstu mánaðarmótum. 

Segja upp appinu í Sjónvarpi Símans

  • Veldu Menu á fjarstýringunni til að fá upp aðalvalmyndina.
  • Veldu Mín tæki í aðalvalmynd. Ef Snjalltækjastjórnun birtist ekki þá þarftu að endurræsa myndlykilinn.
  • Sláðu inn PIN og veldu Aflæsa.
  • Veldu að Afskrá tæki.

Segja upp appinu á þjónustuvefnum

  • Veldu Sjónvarp og svo Áskriftir og þjónustur.
  • Veldu Sjónvarpsappið undir liðnum Þjónustur í boði. 
  • Veldu ruslafötuna til að eyða út snjalltæki.

Sækja skráningarnúmer á þjónustuvefnum

1 Veldu Sjónvarp

Á forsíðu þjónustuvefsins er valið Sjónvarp og svo Áskrift og þjónustur.

2 Áskrift og þjónustur

Veldu Sjónvarps appið í listanum Þjónustur í boði. Þar er valið Sækja skráningarnúmer

3 Sæktu appið

Sæktu appið í snjalltækið gegnum App Store eða á Google Play eftir því sem við á.

4 Sláðu inn skráningarnúmerið

Opnaðu nú appið í snjalltækinu og sláðu skráningarnúmerið þar inn. Þegar það er komið ættirðu að geta horft á Sjónvarp Símans í snjalltækinu þínu.

Sækja skráningarnúmer í Sjónvarpi Símans

1 Sæktu appið

Sæktu appið í snjalltækið gegnum App Store eða á Google Play eftir því sem við á.

2 Veldu Menu

Veldu Menu á fjarstýringu myndlykils til að fá upp aðalvalmynd

3 Veldu Mín tæki

Veldu Mín tæki í aðalvalmynd. Ef Snjalltækjastjórnun birtist ekki á skjánum þarf að endurræsa myndlykilinn.

4 Sláðu inn PIN númer

Fáðu skráningarkóðann með því að slá inn PIN og velja Aflæsa. Við það birtist skráningarnúmer snjalltækis.

5 Sláðu inn skráningarnúmerið

Opnaðu nú appið í snjalltækinu og sláðu skráningarnúmerið þar inn. Þegar það er komið ættirðu að geta horft á Sjónvarp Símans í snjalltækinu þínu.