Kortategundir í Pay

Í Pay er hægt að bjóða upp á mismunandi kort fyrir utan þau hefðbundnu kredit- og debetkort. Ef þú hefur áhuga á að bjóða upp á Pay í þínu fyrirtæki, skráðu þig hér og sölufulltrúi okkar mun hafa samband við þig fljótlega.

Kort

Starfsmannakort

Eru starfsmenn með starfsmannakort í þínu fyrirtæki? Hægt er að setja starfsmannakortin í Pay, þegar starfsmenn greiða fyrir vörur eða þjónustu kemur afslátturinn sjálfvirkt inn. Því er engin þörf á gefa út plastkort sem eiga það til að gleymast eða týnast.

 

Félags og nemendakort

Í Pay er hægt að bæta við nemendakortum skóla og öll helstu félagskort fyrir þitt félag. Þannig getur félagið þitt boðið uppá snjallkort sem týnist aldrei og nýtist í hvert skipti sem greitt er á sölustöðum Pay.

 

Klippikort

Vilt þú bjóða viðskiptavinum þínum uppá klippikort? Í Pay er hægt að setja inn klippikort sem veitir viðskiptavinum til dæmis 10. máltíðina fría eða afslátt í 5.skiptið. Útfærslurnar eru margar og hægt er að aðlaga þær að hverjum og einum söluaðila.

 

Inneigna klippikort

Við bjóðum einnig uppá fyrirfram greidd klippikort þar sem hægt er að kaupa ákveðinn fjölda af til dæmis kaffibollum, máltíðum eða hverju sem þú vilt. Það klippist sjálfkrafa af klippikortinu þegar viðskiptavinurinn greiðir og hann sér í rauntíma hver staðan á kortinu hans er.