Netvarinn

Netvarinn lokar á óæskilegt efni á netinu. Hann nær ekki til allra vefsíðna og vinnur hann því best með öðrum vörnum líkt og foreldrastýringu, hugbúnaðarstýringu, eldveggjum og vírusvörnum.

Aukið öryggi heima

Netvarinn - sía 1


Sía 1 lokar fyrir síður sem innihalda barnaklám, njósnaforrit og vefi sem villa á sér heimildir eða sem gætu stolið persónuupplýsingum.

Netvarinn - sía 2

Lokar fyrir efni sem skilgreint er í síu 1. Útilokar klámfengið efni, upplýsingar um eiturlyf, fjárhættuspil, efni sem inniheldur hatur, kynþáttafordóma, smekkleysu, ofbeldi eða ólöglegt efni.

Virkjaðu skjálæsingu á símanum

Mælt er með að setja upp PIN læsingar á snjallsíma til að koma í veg fyrir að utanaðkomandi aðilar komist í símann.

Kynntu þér reglur um notkun símtækja í skólanum

Flestir skólar eru með reglur um notkun símtækja á skólatíma. Kynntu þér þessar reglur og vertu viss um að barnið þekki þær einnig

Farðu yfir notkunarreglur með barninu

Það er mikilvægt að fara yfir helstu notkunarreglur í tengslum við símtækið og best er að gera það á meðan síminn er ennþá ónotaður í kassanum.

Virðum aldurstakmörk á samfélagsmiðlum

Best er að virða aldurstakmörkin sem gilda um notkun samfélagsmiðlanna því ung börn eiga erfitt með að verja sig fyrir athugasemdum annarra og hafa ekki þroska til að takast á við þær.

Settu inn nöfn og símanúmer

Gott er að setja nöfn og símanúmer þeirra sem barnið gæti þurft að ná í símaskrána. Þar ætti einnig að hafa númer Neyðarlínunnar, 112.

Settu upp öryggisforrit

Auk þess að setja upp Netvarann á heimilinu mælum við með því að þú nýtir þér úrval af öppum til frekari stýringar, til dæmis Funamo og Screen Time.