Sjónvarp Símans

Frábærar lausnir fyrir sumarbústaði og ferðalögin

Bjóddu Sjónvarpi Símans með þér í bústaðinn eða bara hvert sem er með þráðlausum 4K myndlykli og Sjónvarp Símans appi. Síminn er með frábærar 4G lausnir til að koma upp þráðlausu neti fyrir alla fjölskylduna í bústaðnum.
Fá ráðgjöf
Netið á ferðinni eins og heima hjá þér

Vertu í góðu sambandi á stærsta farsímaneti landsins. Við bjóðum uppá frábæran 4G búnað fyrir ferðalagið og sumarbústaðinn svo þú getur notað netið rétt eins og heima hjá þér.

Sjónvarp Símans með þér í fríið

Taktu 4K myndlykilinn með þér í fríið eða fáðu aukamyndlykil fyrir sumarbústaðinn. Myndlykillinn getur tengst þráðlaust á farsímaneti og því hægt að taka með sér og tengja við sjónvarp með HDMI tengi. Sjónvarp Símans appið er svo aldrei langt undan í snjalltækjunum.

Samnýttu gagnamagnið fyrir snjalltækin

Gagnakort henta frábærlega fyrir snjalltæki eins og spjaldtölvur og 4G búnað. Gagnakort eru í boði í áskrift og Frelsi. Með Endalaus farsímaáskrift er hægt að fá aukakort sem samnýtir gagnamagnið með áskriftinni.

Ertu með öryggiskerfi í bústaðnum?

Tækjaáskrift er tilvalin ef þú ert t.d. með öryggishlið og/eða öryggiskerfi. Innifalin eru 50 MB á mánuði og kostar 390. kr./mán.