Stjórn

Stjórn Símans og starfsreglur. Hjá Símanum starfa tvær undirnefndir stjórnar, endurskoðunarnefnd og starfskjaranefnd. Tilnefningarnefnd er ekki starfandi í félaginu.

Stjórn Símans

Stjórn Símans hf. fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli hluthafafunda.

Stjórnin er skipuð þeim Bertrand B. Kan, formanni stjórnar, Helgu Valfells, varaformanni stjórnar, Birgi S. Bjarnasyni, Ksenia Nekrasova og Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur. Bertrand og Birgir voru fyrst kjörnir í stjórn félagsins á aðalfundi 2016 en aðrir stjórnarmenn voru fyrst kjörnir í stjórn á aðalfundi félagsins 15. mars 2018.

Starfsreglur stjórnar

Starfsreglur stjórnar eru settar á grundvelli 5. mgr. 70. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Starfsreglur stjórnar sem PDF

Endurskoðunarnefnd

Hlutverk endurskoðunarnefndar er að tryggja áreiðanleika fjármálaupplýsinga til hluthafa, hafa umsjón með innri endurskoðun félagsins og bókhaldskerfi, svo og að leggja mat á vinnu fjármálastjórnenda fyrirtækisins og kjörins endurskoðanda. Hlutverk nefndarinnar nær til þeirra verkefna sem kveðið er á um í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, sem gefnar eru út af Viðskiptaráði, Kauphöllinni (OMX) og Samtökum atvinnulífsins. Endurskoðunarnefnd er skipuð þremur nefndarmönnum að lágmarki. Nefndarmenn skulu búa yfir þeirri reynslu og þekkingu sem nauðsynleg er til þess að gegna störfum sínum.

Endurskoðunarnefnd skipa Sigurður Þórðarson, formaður, Birgir S. Bjarnason og Helga Valfells

Starfsreglur endurskoðunarnefndar má nálgast hér.

Starfskjaranefnd

Hlutverk starfskjaranefndar er að tryggja að starfskjör yfirstjórnenda taki mið af afkomu fyrirtækisins til langs tíma, frammistöðu þeirra sjálfra og hagsmunum hluthafa. Framkvæmdastjóri er ábyrgur fyrir starfskjörum annarra og ber honum að tryggja að starfskjör séu ávallt í samræmi við stefnu starfskjaranefndar. Stefna starfskjaranefndar er að tryggja að félaginu sé jafnan kleift að laða til sín og halda í starfi hæfum stjórnendum. Í þessu skyni ber nefndinni að ráðfæra sig við ytri ráðgjafa um starfskjör í sambærilegum fyrirtækjum þegar þörf krefur. Hlutverki nefndarinnar er ætlað að ná til þeirra verkefna sem kveðið er á um í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, 4. útgáfa 2012.

Starfskjaranefnd skipa Bertrand B. Kan, formaður, Ksenia Nekrasova og Sylvía Kristín Ólafsdóttir.

Starfskjarastefna var samþykkt á aðalfundi félagsins 2018. Hér má nálgast Starfskjarastefnu Símans.

Hér má nálgast starfsreglur starfskjaranefndar.