Áherslur Símans í samfélagsábyrgð

Við innleiðingu á þessum áherslum tileinkum við okkur tíu viðmið Global Compact verkefnis Sameinuðu þjóðanna og höfum til hliðsjónar alþjóðlega staðalinn ISO 26000 um samfélagsábyrgð.

Örugg og faglega þjónusta


Samfélagslegt hlutverk Símans er að skapa fjölbreytt tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki í gegnum fjarskipti og upplýsingatækni. Með því móti tekur Síminn virkan þátt í að efla atvinnulíf og byggð í landinu.

Við tileinkum okkur ábyrga stjórnar- og starfshætti og vinnum gegn hvers kyns spillingu. Við höfum skýrar siðareglur sem okkur ber að fylgja og uppfærum samkeppnisréttaráætlun reglulega sem og aðrar verklagsreglur sem okkur ber að fara eftir.
Samskipti okkar eru fagleg og heiðarleg. Við komum fram af virðingu við alla okkar hagsmunaaðila.

Við látum okkur öryggi fólks varða þegar það notar þjónustu okkar.
Við viljum skapa aðgengi sem flestra að þeirri tækni sem við bjóðum m.t.t. aldurshópa og fólks með mismikla færni.
Við leitumst við að tryggja að birgjar okkar starfi með samfélagslega ábyrgum hætti.

Mannauður

Við viljum geta tekist á við krefjandi og skemmtileg verkefni hjá Símanum.

Við viljum að gott viðmót, gleði og samstarfsvilji einkenni okkur.

Við viljum jafnrétti í orði og á borði innan Símans.

Við viljum geta vaxið og styrkst í starfi okkar hjá Símanum.

Umhverfisvernd

Við hugum að umhverfinu í innkaupum, orku- og efnisnotkun sem og sorpvinnslu.

Við ýtum undir umhverfisvæn vinnubrögð starfsfólks.

Við hvetjum viðskiptavini til endurvinnslu á fjarskiptabúnaði.

Við bjóðum fólki þjónustu sem getur sparað því ferðir og pappírsnotkun og þannig dregið úr mengun og sorpi.

Samfélagsþátttaka

Við tökum þátt í samfélagsverkefnum með það að markmiði að skapa tækifæri.

Við höfum það að leiðarljósi að þátttaka í samfélagsverkefnum byggi á þeirri þekkingu og þjónustu sem er til staðar innan Símans.

Við gerum starfsfólki okkar kleift að láta gott af sér leiða.