Sjónvarp Símans Premium

Yfir 40 sígildar Disney kvikmyndir

Enn fleiri ævintýri úr draumasmiðju Walt Disney eru komin í Sjónvarp Símans Premium og ný mynd bætist við í hverri viku!
Panta áskrift
Wreck-It Ralph

Tölvuleikja persónan Wreck-It Ralph er orðinn leiður á að leika alltaf "vonda kallinn" og þráir að vera hluti af vinningsliðinu. Hann ákveður að taka málin í sínar hendur og heldur af stað í aðra tölvuleiki til að sanna að hann getur verið sönn hetja. Ferðalagið tekur óvænta stefnu þegar Ralph óvart hrindir af stað atburðarrás sem setur aðra tölvuleiki í mikla hættu.

Guardians of the Galaxy vol. 2

Í myndinni halda útverðir alheimsins áfram að ferðast um alheiminn. Þau þurfa að passa upp á hópinn, og leysa ráðgátuna um foreldra Peter Quill. Gamlir óvinir verða bandamenn, og þekktar persónur úr teiknimyndaheimi Marvel koma hetjunum til bjargar.

Beauty and the Beast

Ævintýrið um Fríðu og dýrið segir frá prinsi í álögum sem verður ekki aflétt nema einhver stúlka verði ástfangin af honum áður en rós sem geymd er í höll hans deyr. En hver getur elskað jafn önuga og forljóta skepnu eins og hann?

Cars 3

Hinn goðsagnakenndi kappakstursbíll Lightning McQueen þarf að víkja fyrir nýrri kynslóð hraðskreiðra kappakstursbíla. Til að fá að aftur að taka þátt í leiknum þá þarf hann að fá aðstoð hjá áhugasömum tæknimanni sem er með sínar eigin hugmyndir um hvernig hægt er að vinna kappaksturinn.