The Handmaid's Tale

The Handmaid's Tale

Margverðlauna þáttaröðin er hafin í Sjónvarp Símans Premium. Mögnuð saga sem lætur engan ósnortinn.
Panta áskrift
6.000 kr.
/ mán
Sjónvarp Símans Premium

The Handmaid's Tale

Þessi áhrifamikla sjónvarpsþáttaröð er byggð á samnefndri skáldsögu kanadíska rithöfundarins Margaret Atwood sem kom út árið 1985 og naut strax mikilla vinsælda. Þáttaröðin fjallar um nýríkið Gilead, sem var áður Bandaríkin, þar sem réttindi kvenna eru nánast engin og útvaldir karlmenn ráða ríkjum. Fylgst er með June sem er kippt út úr sínu venjulega lífi og er neydd til að þjónusta hina háu herra og ala þeim börn. Þeim sem reyna að flýja verður refsað.

The Handmaid's Tale

Verðlaunaþáttaröð

Þættirnir hafa verið verðlaunaðir í bak og fyrir, en sem dæmi fékk fyrsta þáttaröðin fern Emmy-verðlaun fyrir bestu dramaþáttaröðina, bestu leikkonu í aðalhlutverki, bestu leikkonu í aukahlutverki og besta handritshöfundinn ásamt tvennum Golden Globe-verðlaunum fyrir bestu þáttaröð ársins og bestu leikkonu í aðalhlutverki.