Berglindi Guðmundsdóttur ástríðukokk og matarbloggara þekkja margir. Konuna sem fór til Ítalíu og giftist sjálfri sér. Berglind er eigandi vefsíðunnar Gulur Rauður Grænn og salt, hún er hjúkrunarfræðingur og einstæð móðir fjögurra barna. Það er alltaf nóg að gera hjá henni og eiginlega aldrei dauður tími. Stundum upplifir hún hinsvegar að hún týnist aðeins í þessari daglegu rútínu. Og það kemur fyrir að hún finni fyrir einmanaleika. Þegar það gerist finnst Berglindi best að skipta aðeins um umhverfi og ferðast – og í þetta sinn suður til Sikileyjar, þar sem kona er aldrei ein.
Á ferðalagi sínu um eyjuna mun Berglind fá að njóta gestrisni eyjaskeggja, smakka ótrúlega bragðgóðan mat, dreypa á vínum á heimsmælikvarða, kynnast menningu Sikileyinga og njóta í botn náttúrufegurðar sem er engri lík.
Þáttaröðin Aldrei ein kemur í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium 21.apríl og verður sýnd næstu fimmtudagskvöld í opinni dagskrá kl. 20.10