Hetjurnar mæta til leiks á Síminn Sport þegar boltinn byrjar að rúlla eftir sumarfrí. Allir leikirnir verða í beinni útsendingu og það verður því nóg að gera hjá Tómasi Þór og sérfræðingum eins og alltaf. Veglegar upphitanir, magnaðir leikir og Völlurinn verður á sínum stað. Tryggðu þér áskrift.
Crystal Palace – Arsenal er kl. 18.00 þar sem Tómas Þór, Gylfi og Bjarni Þór verða á grasinu og spá í spilin fyrir komandi tímabil og auðvitað opnunarleikinn. Völlurinn tekur við þegar umferðinni lýkur á sunnudag en hægt er að sjá leikina hér.
Vert er að minna svo á Íslandsmótið í Fantasy, Símadeildin, sem fer af stað sömuleiðis í kvöld í samvinnu við Frídeildina. Veglegir vinningar verða í boði frá bakhjörlum Enska boltans en það eru Icelandair, Húsasmiðjan, Coke og Dominos. Við skorum á alla sófasérfræðinga landsins að vera með.