
Eitt hús. Þrír áratugir. Þrjár konur. Sama vandamál. Why Women Kill er æsispennandi svört kómedía frá sama höfundi og gerði Desperate Housewives með Ginnifer Goodwin, Lucy Liu og Kirby Howell-Babtiste í aðalhlutverkum. Flakkað er á milli þriggja kvenna sem búa í sama húsinu í Beverly Hills á þremur mismunandi áratugum. Ein er húsmóðir á sjötta áratugnum, önnur auðugt samkvæmisljón á níunda áratugnum og sú þriðja farsæll lögmaður í nútímanum. Allar glíma þær við vandamál í hjónabandinu sem þær leysa hver með sínu nefi.
Öll þáttaröðin af Why Women Kill er komin í Sjónvarp Símans Premium. Sjáðu brot úr þáttunum hér.