Tilbaka
Tilbaka
Til baka
SEnda fyrirspurn

Veldu erindi

Fylltu út eitt af neðantöldu!

Takk fyrir!

Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.
Texti undir formi1
Viðhengi texti
Hleð inn skrá...
fileuploaded.jpg
Upload failed. Max size for files is 10 MB.
Texti undir formi2
Texti falinn
0
Ertu hjá Símanum?
Verð samtals:
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
22.000
kr./ mán.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Til baka
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Pöntunarform
Fréttir
2021-08-19

Hvað var Samsung að kynna á Samsung Unpacked?

Hvað var Samsung að kynna á Samsung Unpacked?

Vinir okkar hjá Samsung sviptu hulunni af því sem þau hafa verið að vinna að. Nýir og uppfærðir Fold og Flip símar, ný snjallúr með glænýju stýrikerfi sem er samstarf Samsung og Google ásamt því að ný þráðlaus heyrnartól voru kynnt til leiks.

Hvað var Samsung að kynna á Samsung Unpacked?
Grein1 myind

Samsung Galaxy Unpacked er lokið í ár, árlegum viðburði þar sem Samsung sýnir okkur það nýjasta frá þeim. Margt spennandi var kynnt, uppfærðar og endurbættar útgáfur af bæði Flip og Fold símunum, ný heyrnartól sem og eitthvað nýtt sem mörg okkar hafa beðið eftir.

Og byrjum á þessu nýja.

Ef þú hefur ekki áhuga á löngum lestri má benda á umfjöllun The Verge þar sem rennt er yfir allt það helsta á 10 mínútum.

Samsung Galaxy Watch 4 og Samsung Galaxy Watch 4 Classic.

Samsung kynntu ný snjallúr, og nú eru þau meira spennandi en nokkru sinni fyrr fyrir Android notendur. Samsung og Google hafa sameinað krafta sína og búið til nýjan verkvang og umhverfi fyrir snjallúr í Android heimi, Android er eins og þið kannski munið þróað af Google.

Samsung hefur um langt árabil verið leiðandi í snjallúrum og núna kemur Google að borðinu og tæknirisarnir tveir hafa búið til nýtt stýrikerfi fyrir snjallúr, Wear OS sem er keyrt áfram af nýjum örgjörva frá Samsung. Þannig hafa Samsung tekið allt það besta úr Tizen, stýrikerfinu sem hefur keyrt snjallúr Samsung áfram síðustu ár og sameinað við það besta úr Wear OS, stýrikerfi sem Google hefur þróað fyrir snjallúr. Þannig eru nýju úrin með frábærum stuðningi við Android síma og kjarnaþjónustur Google og Samsung.

Úrin tvö, Galaxy Watch 4 og Galaxy Watch 4 Classic koma í tveimur stærðum. Watch 4 í 40mm og 44mm en Classic í 42mm og 46mm útgáfum. Watch 4 gæti einhverjum fundist íþróttalegra og nettara á meðan Watch 4 Classic er aðeins líkara hefðbundnu úri.

Úrin tvö hafa sama örgjörvann, Exynos W920 sem er nýr frá Samsung og sá öflugasti sem þaðan hefur komið, og fyrsti örgjörvinn fyrir snjallúr í heiminum sem gerður er í fimm nanómetra framleiðslu, sem þýðir að hann er bæði minni, hraðari og eyðir minna af rafhlöðunni.

Google Play Store er komið í Samsung úrin, og ef það er til útgáfa af forritum sem þú ert með í símanum þínum koma þau sjálfkrafa í úrið þitt. Fjöldi forrita sem munu styðja úrin mun aukast jafnt og þétt og verða meiri en nokkru sinni fyrr. Þannig hafa Spotify kynnt að þau muni styðja Wear OS og styðja við afspilun án nettengingar, sem er frábært fyrir alla sem vilja hlusta á góðan lagalista eða hlaðvarp á meðan hreyfingu stendur án þess að hafa símann með. Hið vinsæla forrit Strava styður líka nýju úrin og þennan nýja verkvang, eitthvað sem að margir munu elska sem og fjöldi annarra forrita.

Og talandi um hreyfingu að þá geta úrin allt þetta helsta er snýr að allri hreyfingu og meira til ásamt því að geta mælt gæði og lengd svefns með meiri nákvæmni en nokkru sinni fyrr ásamt því að geta numið hrotur, sem er kannski ekki jákvætt.

Samsung Galaxy Z Fold 3

Samanbrjótanlegir símar eru af mörgum talin framtíð snjallsíma. Samsung kynnti nýjasta og fullkomnasta tækið af þeirri gerð, Galaxy Z Fold 3. Alvöru flaggskip sem getur svo miklu meira en fyrri útgáfur, verkfræðingar Samsung eru augljóslega komin á skrið með þessa nýju gerð snjallsíma.

Z Fold 3 er með 120Hz skjái að utan og innan, sem gerir allar hreyfingar og grafík hnökralausa og nú styður tækið S Pen, sem Note notendur þekkja og elska.

Öll hönnun Z Fold 3, að utan sem og innan hefur verið bætt og endurhönnuð að einhverju leiti. Gorilla Glass Victus, höggþolnasta framhlið á skjá sem til er birtist hér í fyrsta sinn á síma ásamt fyrsta flokks rispuvörn. Z Fold 3 er keyrður áfram af Snapdragon 888 örgjörva, er með 12 GB í vinnsluminni og kemur í 256GB og 512GB útgáfum af geymsluplássi.

Þrjár myndavélalinsur eru á Z Fold 3. Ein venjuleg f/1.8 víðlinsa, f/2.0 ofurvíðlinsa og f/2.4 aðdráttarlinsa sem allar nota 12 MP flögu. Aðdráttarlinsan notast við OIS hristivörn (optical image stabilization) sem tryggir að smáar hreyfingar þess sem tekur myndina skemmi ekki fyrir. Að framan er svo 10 MP myndavél og sjálfumyndavélin er sniðug, hún er varla sýnileg á tækinu. Engin svartur hringur eða kassi er þar sem myndavélin er heldur er hún undir skjánum.

Z Fold 3 er flaggskip, tæki sem getur allt og meira til. Er tilvalið fyrir þá sem þurfa að eiga það nýjasta og vilja nota snjallsímann sinn í eitthvað meira en bara þetta venjulega. Z Fold 3 hentar frábærlega sem vinnutæki eða í skólann. Stuðningur við S Pen pennann og möguleikinn á að geta haft fleiri en eitt forrit opið í einu gerir það að verkum að snjallsími getur hér leyst fleiri hluti en áður. Frábær snjallsími sem getur líka verið eitthvað miklu meira, það er Samsung Galaxy Z Fold 3.

Samsung Galaxy Z Flip 3

Samlokusíminn sem er snjallari an allir samlokusímar sem á undan hafa komið er mættur, betri en nokkru sinni fyrr. Z Flip 3 er fallegt tæki, rosalega fallegt. Z Flip 3 kemur með 8 GB af vinnsluminni, 128 GB af geymsluplássi og IPX8 vörn sem þýðir að hann ætti að þola sundsprett.

12 MP myndavélin er með bæði víðlinsu og ofurvíðlinsu og möguleikann á að taka upp myndbönd í HDR10+. HDR er tækni sem gerir myndbönd enn raunverulegri og flottari, hvítur litur verður hvítari og svartur enn dekkri, og allt verður raunverulegra.

Þegar maður opnar samlokusímann tekur á móti manni 6,7“ skjár sem styður allt upp í 120hz hressitíðni, það er hversu oft síminn teiknar upp á nýtt það sem er á skjánum. Með 120hz er öll upplifun hnökralaus. Ofan á skjánum er svo endurbætt skjávörn sem passar betur upp á að skjárinn haldist heill.

Þegar síminn er brotinn saman tekur á móti manni lítill og sætur snertiskjár, sem sýnir tilkynningar, stjórnun afspilunar og þetta helsta en einnig má nota hann til að taka sjálfur, ekki þarf að opna símann til að henda í eina sjálfu. Í Z Flip 3 eru svo komnir víðóma hátalarar sem styðja Dolby Atmos, allt eins og það á að vera hreinlega í einhverju skemmtilegasta tæki sem sést hefur um langa hríð.

Samsung Galaxy Buds 2

Að lokum kynntu Samsung ný þráðlaus heyrnartól, Galaxy Buds 2. Nú eru heyrnartólin þráðlausu minni en áður og léttari. Búið er að bæta við „noise cancellation“ sem útilokar umhverfishljóð og hægt er að stilla hana þannig að notandinn velur hversu mikið af umhverfishljóðum komast í gegn.

Á einni hleðslu eiga Galaxy Buds 2 að geta verið í notkun í sjö og hálfa klukkustund en fimm tíma með „noise cancellation“ í gangi allan tímann. Hulstrið sem heyrnartólin eru svo geymd í þegar þau eru ekki í notkun geta komið 29 klukkustunda hleðslu í heyrnartólin, hulstrið styður svo þráðlausa hleðslu.

Þessi smáu en öflugu heyrnartól eru frábær viðbót við Galaxy fjölskylduna.

"
Grein2 mynd
No items found.
Grein3 Mynd
Grein4 Mynd
No items found.
Komdu til Símans