Flugmaðurinn og piparsveinninn Peter Weber leitar nú að ástinni í nýrri þáttaröð af The Bachelor. Peter eða Pilot Pete sló í gegn sem vonbiðill Hönnu Brown í síðustu þáttaröð af The Bachelorette þar sem hann endaði í fjórða sæti. Nú mun hópur af 30 konum keppa um hjarta piparsveinsins Peter.
The Bachelor eru með vinsælustu þáttaröðunum í Sjónvarpi Símans Premium. Áhorfendur verða ekki sviknir af Bachelor veislunni framundan þar sem nýja þáttaröðin hefst með tvöföldum þætti sem er nú þegar lentur í Sjónvarpi Símans Premium. Nýr þáttur bætist við í hverri viku eftir að hann er frumsýndur vestanhafs.
Hörðustu aðdáendur geta kynnt sér keppendur nánar hér.