The Last of Us eru stórbrotnir þættir með Pedro Pacal í aðalhlutverki. Þáttaröðin sem hefur fengið frábærar viðtökur er byggð á einum vinsælasta tölvuleik allra tíma og gerist rúmum tuttugu árum eftir að skæð farsótt herjaði á mannkynið og gjörbreytti heiminum. Aðalsöguhetjan, Joel er fenginn til að fylgja 14 ára stúlku í lífshættulegu ferðalagi þvert yfir Bandaríkin í þeim tilgangi að bjarga mannkyninu.