Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.
Nafn
Kennitala
Netfang
Símanúmer
Heimilisfang
Skilaboð
Texti undir formi
Texti2 undir formi
Texti falinn
Ertu hjá Símanum?
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
0
kr.
mán.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Fréttir
2021-01-26

Veggurinn

Síminn býður upp á fjölda netvarna sem og ráðgjafar í þeim efnum og nú kynnum við nýja og öflugari eldveggja þjónustu til leiks fyrir viðskiptavini okkar.

VeggurinnVeggurinn

Síminn býður upp á fjölda netvarna sem og ráðgjafar í þeim efnum og nú kynnum við nýja og öflugari eldveggja þjónustu til leiks fyrir viðskiptavini okkar.

Netöryggi hefur sjaldan eða aldrei verið jafn nauðsynlegt í daglegum rekstri eins og í dag. Í kjölfar heimsfaraldurs fjölgaði netárásum og vefveiðum (e.phishing) og það verður seint sagt að þær beinist bara að stórfyrirtækjum. Öll nettengd tæki eru skotmark óþjóðalýðs sem reynir að skemma, stela eða kúga út fé. 

Síminn býður upp á fjölda netvarna sem og ráðgjafar í þeim efnum og nú kynnum við nýja og öfluga eldveggja þjónustu til leiks fyrir viðskiptavini okkar. 

Eldveggir í sinni einföldustu mynd tryggja að aðeins rétt netumferð flæði inn og út úr fyrirtæki þínu, önnur umferð er einfaldlega stöðvuð. Hann tryggir öryggi innra nets fyrirtækja og leyfir aðeins þeirri umferð sem á að komast til og frá tölvum og kerfum að komast í gegn.

"

Nýja eldveggjaþjónustan sem við köllum Vegginn fer dýpra ofan í netsamskiptin en áður og getur stöðvað ýmisskonar netárásir. Fyrir utan að vera sjálfvirk þjónusta getur kerfisstjóri stillt í samstarfi við sérfræðinga Símans og skerpt á þeim þáttum sem falla betur að verk- og vinnulagi hvers fyrirtækis.

Þannig er efnissíun (content filtering) í boði, aðgangsstýring á hugbúnað og samskiptastaðla eins og t.d. torrent, skráardeilissíður ofl. Öflug spilliforritavörn (malware) er í Veggnum þar sem notast er við sjálfvirkan lista frá Fortinet sem uppfærist í rauntíma og þannig er hratt og örugglega lokað á heimasíður sem innihalda spilliforrit eða teljast ógn við netumhverfi þitt. Hver og einn viðskiptavinur ræður sjálfur td. hvað hann er að filter-a.

Hindrunarkerfi er í Veggnum sem tilkynnir óskilgreinda umferð sem birtist og lokar á hana sjálfvirkt. DDoS sía er einnig í Veggnum sem hrekkur í gagn ef mikið magn óskilgreindrar umferðar byrjar að flæða inn í netkerfi fyrirtækja og tryggir þannig að DDoS árás eigi ekki að stöðva rekstur fyrirtækja og valda þeim skaða á meðan árásin stendur yfir.

Veggurinn hentar kannski ekki öllum en sérfræðingar fyrirtækjalausna aðstoða þig með ráðum og dáðum að finna lausnir sem henta hverju sinni.

No items found.

Viltu fá ráðgjöf um öryggislausnir fyrir þitt fyrirtæki?