Fréttir

20.04.2017

Metáhorf í Sjónvarpi Símans Premium

Metáhorf í Sjónvarpi Símans Premium

Met var slegið í efnisveitu Símans á öðrum degi páska. Aldrei hafa pantanir á þáttum og kvikmyndum verið eins margar á einum degi, eða rétt ríflega 47 þúsund. Það er um þriðjungi meira en var að jafnaði aðra daga í apríl.

Lesa frétt
12.04.2017

Sjónvarp Símans til allra landsmanna

Sjónvarp Símans næst nú um land allt. Sjónvarpsstöðinni, sem áður var aðeins dreift um gagnvirkt sjónvarpskerfi, er nú dreift rétt eins og RÚV og næst því hvar sem móttaka sjónvarps er möguleg – hvort sem er í afdölum, sumarbústaðahverfum, yfir netið eða loft.

Lesa frétt
04.04.2017

Premium páskar með Disney og Símanum

Premium páskar með Disney og Símanum

Vinsælasta teiknimynd síðari ára, Frozen, ásamt Big Hero 6, Monsters University og Oz the Great and the Powerful verða aðgengilegar allan apríl mánuð ásamt 80 öðrum nýjum og klassískum kvikmyndum í Premium.

Lesa frétt
31.03.2017

Víðtækar aðgerðir gegn þrautseigum netþrjótum

Síminn hefur síðustu vikur gripið til víðtækra varna til að vernda neytendur fyrir þrautseigum netþrjótum sem hafa falast eftir greiðslukortaupplýsingum í tölvupósti með ósannindum um endurgreiðslu

Lesa frétt
31.03.2017

Sex nýir 4G sendar á Suðausturlandi

Sex nýir 4G sendar á Suðausturlandi

Síminn hefur stækkað 4G kerfi sitt á Suðausturlandi með gangsetningu sex nýrra 4G háhraðasenda. Staðir sem nú bætast við eru Skaftafell, Háöxl, Jökulsárlón, Nesjar, Dyrhólaey og Lón í Öræfum.

Lesa frétt
23.03.2017

Síminn eflir 4G í Skagafirði

Síminn eflir 4G í Skagafirði

Síminn hefur stækkað 4G kerfi sitt í Skagafirði með gangsetningu fimm nýrra 4G háhraðasenda. Staðir sem nú bætast við eru Haganesvík, Hofsós, Hegranes, Varmahlíð og Steinstaðir. Áður náði 4G Þjónusta Símans til Sauðárkróks og Hóla.

Lesa frétt
16.03.2017

Ársskýrsla Símans komin út

„Síminn stefnir á að efla stöðu sína og vera framúrskarandi þjónustufyrirtæki í fjarskiptum, upplýsingatækin og afþreyingu. Skrefin sem tekin voru á árinu 2016 miða öll í þá átt," sagði Sigríður Hrólfsdóttir, nýendurkjörinn stjórnarformaður samstæðunnar á aðalfundi nú í morgun. Ársskýrsla Símans er komin út.

Lesa frétt
06.03.2017

Síminn með ólíkar auglýsingar eftir póstnúmerum

Auglýsendur geta í fyrsta sinn valið ákveðin landsvæði umfram önnur þegar þeir auglýsa í sjónvarpi. Síminn býður nú auglýsingapláss eftir póstnúmerum í efnisveitu sinni Sjónvarpi Símans Premium og bregst þannig við breyttum sjónvarpsvenjum.

Lesa frétt
01.03.2017

Breytt verð hjá Símanum frá aprílmánuði

Síminn breytir verði 1. apríl 2017 og hvetur viðskiptavini sína til að kynna sér málið. Senda má línu á netfangið 8007000@siminn.is, opna netspjall, kíkja á þjónustuvefinn eða hringja í 8007000 til að fá upplýsingar um þjónustuleiðir sem kunna að vera hagstæðari en núverandi.

Lesa frétt
28.02.2017

Síminn varar við þrjótum á netinu

Síminn varar við þrjótum sem hafa sent tölvupóst þar sem óskað eftir eftir persónuupplýsingum í nafni fyrirtækisins til endurgreiðslu á tvígreiddum reikningi. Þessi tölvupóstur kemur ekki frá Símanum heldur er verið að reyna að ná upplýsingum frá grunlausu fólki.

Lesa frétt
08.02.2017

Síminn og Telefonica hefja samstarf

Síminn og Telefonica hefja samstarf

Spænska fjarskiptafélagið Telefonica og Síminn hafa undirritað samning um víðtækt samstarf sem nær meðal annars til innkaupa, reikiþjónustu, stafrænna lausna og fjölþjóðlegrar þjónustu. Telefonica er eitt stærsta fjarskiptafélag í heimi með starfsemi í 21 landi.

Lesa frétt
27.01.2017

Ookla mælir farsímanet Símans hraðast

Ookla mælir farsímanet Símans hraðast

Speedtest frá Ookla, sem er leiðandi í mælingum á internetinu, krýnir Símann sigurvegara ársins 2016 þegar kemur að hraða á farsímanetum hér á landi. Meðalhraðinn mældist 44,13 Mb/s.

Lesa frétt
25.01.2017

Ísland er með öflugustu fjarskiptainnviðina í Evrópu

Ísland er með öflugustu fjarskiptainnviðina í Evrópu og er næstbest á heimsvísu. Þetta kemur fram í skýrslu sérhæfðrar stofnunar Sameinuðu þjóðanna í upplýsinga- og fjarskiptatækni, ICT um framþróun fjarskiptavísitölunnar.

Lesa frétt