Fréttir

23.03.2017

Síminn eflir 4G í Skagafirði

Síminn eflir 4G í Skagafirði

Síminn hefur stækkað 4G kerfi sitt í Skagafirði með gangsetningu fimm nýrra 4G háhraðasenda. Staðir sem nú bætast við eru Haganesvík, Hofsós, Hegranes, Varmahlíð og Steinstaðir. Áður náði 4G Þjónusta Símans til Sauðárkróks og Hóla.

Lesa frétt
16.03.2017

Ársskýrsla Símans komin út

„Síminn stefnir á að efla stöðu sína og vera framúrskarandi þjónustufyrirtæki í fjarskiptum, upplýsingatækin og afþreyingu. Skrefin sem tekin voru á árinu 2016 miða öll í þá átt," sagði Sigríður Hrólfsdóttir, nýendurkjörinn stjórnarformaður samstæðunnar á aðalfundi nú í morgun. Ársskýrsla Símans er komin út.

Lesa frétt
06.03.2017

Síminn með ólíkar auglýsingar eftir póstnúmerum

Auglýsendur geta í fyrsta sinn valið ákveðin landsvæði umfram önnur þegar þeir auglýsa í sjónvarpi. Síminn býður nú auglýsingapláss eftir póstnúmerum í efnisveitu sinni Sjónvarpi Símans Premium og bregst þannig við breyttum sjónvarpsvenjum.

Lesa frétt
01.03.2017

Breytt verð hjá Símanum frá aprílmánuði

Síminn breytir verði 1. apríl 2017 og hvetur viðskiptavini sína til að kynna sér málið. Senda má línu á netfangið 8007000@siminn.is, opna netspjall, kíkja á þjónustuvefinn eða hringja í 8007000 til að fá upplýsingar um þjónustuleiðir sem kunna að vera hagstæðari en núverandi.

Lesa frétt
28.02.2017

Síminn varar við þrjótum á netinu

Síminn varar við þrjótum sem hafa sent tölvupóst þar sem óskað eftir eftir persónuupplýsingum í nafni fyrirtækisins til endurgreiðslu á tvígreiddum reikningi. Þessi tölvupóstur kemur ekki frá Símanum heldur er verið að reyna að ná upplýsingum frá grunlausu fólki.

Lesa frétt
08.02.2017

Síminn og Telefonica hefja samstarf

Síminn og Telefonica hefja samstarf

Spænska fjarskiptafélagið Telefonica og Síminn hafa undirritað samning um víðtækt samstarf sem nær meðal annars til innkaupa, reikiþjónustu, stafrænna lausna og fjölþjóðlegrar þjónustu. Telefonica er eitt stærsta fjarskiptafélag í heimi með starfsemi í 21 landi.

Lesa frétt
27.01.2017

Ookla mælir farsímanet Símans hraðast

Ookla mælir farsímanet Símans hraðast

Speedtest frá Ookla, sem er leiðandi í mælingum á internetinu, krýnir Símann sigurvegara ársins 2016 þegar kemur að hraða á farsímanetum hér á landi. Meðalhraðinn mældist 44,13 Mb/s.

Lesa frétt
25.01.2017

Ísland er með öflugustu fjarskiptainnviðina í Evrópu

Ísland er með öflugustu fjarskiptainnviðina í Evrópu og er næstbest á heimsvísu. Þetta kemur fram í skýrslu sérhæfðrar stofnunar Sameinuðu þjóðanna í upplýsinga- og fjarskiptatækni, ICT um framþróun fjarskiptavísitölunnar.

Lesa frétt
09.01.2017

Síminn+Spotify: Emmsjé og Aron Can vinsælastir

Síminn+Spotify: Emmsjé og Aron Can vinsælastir

Emmsjé Gauti er vinsælastur allra íslenskra flytjenda á Spotify árið 2016. Hann náði fjórum lögum á topp 50 lista mest streymdra laga hér á landi. Aron Can tveimur. Spotify tók listann saman fyrir Símann – sem er eina fyrirtækið í samstarfi við Spotify hér á landi.

Lesa frétt
30.12.2016

Árið 2016: 4G, ISO og Sjónvarp Símans Premium á árinu

Vel á annan tug þúsunda fjölskyldna bættust í hóp áskrifenda að efnisveitu Símans, Sjónvarpi Símans Premium, á árinu.  Þá fjölgaði krökkum um þúsundir þegar foreldrar þeirra bættu þeim við áskriftir sínar. 4G kerfið óx og efldist og Síminn ber nú ISO-staðal um upplýsingaöryggi. Þetta er meðal helstu frétta af Símanum á árinu 2016.

Lesa frétt