Vettvangsþjónusta

Við mætum á staðinn til þín

Vettvangsþjónusta Símans hefur umsjón með nýtengingum á talsíma og neti þar sem þörf er á að fá mann á staðinn, auk þess að sjá um lagfæringar á bilunum sem kunna að verða hjá viðskiptavinum Símans. Hafið samband við í síma 800 7000 ef óskað er eftir að fá vettvangsþjónustu á staðinn.

Verðskrá

Dagvinnutaxtar gilda á virkum dögum milli kl. 8:00 og 17:00, á öðrum tímum gilda yfirvinnutaxtar.

Útseld vinna Dagvinna án vsk. Dagvinna m. vsk. Yfirvinna án vsk. Yfirvinna m. vsk.
Einstaklingar 8.000 kr. 9.920 kr. 10.800 kr. 13.392 kr.
Fyrirtæki 11.000 kr. 13.640 kr. 14.300 kr. 17.732 kr.
Akstur 2.235 kr. 2.771 kr. - -
Aksturstími fyrirtækja 8.500 kr. 10.540 kr. - -
Akstur, Km gjald 89 kr. 110 kr. - -
Forgangur
einstaklingur
12.097 kr. 15.000 kr. - -
Forgangur
fyrirtæki
20.000 kr. 24.800 kr. - -

Útskýring á töxtum

Einstaklingar

Uppsetning og viðgerðir á heimasíma, beinum (router), TV myndlyklum ásamt lagnavinnu í heimahúsum.

Fyrirtæki

Þjónusta á fyrirtækjamarkaði. Uppsetning og viðgerðum á talsíma á fyrirtækjamarkaði (POTS), ISDN, xDSL og lagnakerfum. Tengingar og frágangur á ljósleiðarakerfum.

Akstur

Gjald fyrir hverja ferð (Akstur fast gjald)

Forgangur

Forgangur er gjald sem greitt er aukalega til að flýta þjónustu. Viðmið er að farið sé í vinnu sama dag og beiðni berst, ef hún berst fyrir 14:00 en annars fyrir hádegi daginn eftir. Miðað er við almennan vinnutíma, 8:00 – 17:00 virka daga á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.

Útkall

Útkall er aldrei minna en 4 klukkustundir og miðast við ofangreinda verðskrá

Greitt er fyrir að fá mann á staðinn samkvæmt verðskrá. Ef bilunin reynist vera á búnaði í eigu Símans tekur fyrirtækið á sig kostnað vegna greiningar og bilunar en þó ekki kostnað sem viðskiptavinur telur sig verða fyrir vegna skertrar þjónustu eða annarra afleiddra óþæginda.

Til viðmiðunar eru notaðar reglur Póst- og fjarskiptastofnunar um innanhússlagnir (PDF) en þar segir meðal annars í 4. grein:

Húseigendur eru ábyrgir fyrir innanhússlögnum fyrir fjarskipti frá nettengipunkti. Byggingarfulltrúi samþykkir teikningar af fjarskiptalögnum og hefur eftirlit með því að lagnir séu í samræmi við samþykktar teikningar. Húseigendur bera ábyrgð á öllu viðhaldi, breytingum og endurnýjun innanhússlagna. Húseigendur bera ábyrgð á því að heildstæði almennra fjarskiptaneta raskist ekki af tengingu þeirra við innanhússlagnir.