Vinnustaðurinn

Erum við að leita að þér?

Síminn er traust og framsækið fyrirtæki á íslenskum vinnumarkaði, sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Boðið er upp á hvetjandi starfsumhverfi og starfsfólki gefin kostur á að þróast áfram í starfi innan fyrirtækisins, hvort sem er til aukinna sérfræðistarfa eða meiri stjórnunarábyrgðar.

Fjölbreytni hjá Símanum

  • Hjá Símanum starfa tæplega 600 manns. Meðalaldur starfsmanna er 36 ár og meðalstarfsaldur níu ár. Nokkrir starfsmenn hafa þó starfað hjá fyrirtækinu á fjórða áratug og þess finnast dæmi að þriðji ættliður sé við störf hjá Símanum.
  • Menntun starfsmanna er fjölbreytt en meðal þeirra sem vinna hjá Símanum eru tæknifræðingar, verkfræðingar, tölvunarfræðingar, viðskiptafræðingar, rafeindavirkjar, mannfræðingar og símasmiðir.
  • Fyrirtækjamenning innan Símans er jákvæð. Þar má nefna skemmtilegan vinnustað og gott vinnuumhverfi. Hér ríkir mikil kaffimenning og við byrjum daginn oftar en ekki á því að fara í Kaffigarðinn og fá okkur uppáhalds kaffidrykkinn eða teið.
  • Fjölmargir innri viðburðir eru haldnir, meðal annars spurningakeppnir um kvikmyndir, tónlist eða dægurmál og reglulega koma tónlistarmenn í heimsókn og spila.