Atvinnuviðtal

Góð ráð fyrir atvinnuviðtalið

Við leggjum mikla áherslu á að taka vel á móti öllum sem koma í atvinnuviðtal til okkar. Meginmarkmið viðtalsins er að kynnast þér betur og heyra hvað þú hefur fram að færa sem starfskraftur. Í öllum tilfellum er lögð áhersla á trúnað og fagmennsku í viðtölum.

Nokkuð góð ráð í atvinnuviðtali

Lykillinn að því að standa sig vel í atvinnuviðtali er góður undirbúningur. Hafðu í huga að það er mjög eðlilegt að verða stressuð/stressaður og það sýnir að þú tekur viðtalið alvarlega og vilt standa þig vel. Undirbúningur getur dregið úr stressi og hjálpar þér að koma vel fyrir og svara spurningum skilmerkilega.

  • Veltu fyrir þér líklegum spurningum og undirbúðu svör. Það er gott að lesa auglýsinguna vel yfir til að átta sig á í hverju starfið felst. Undirbúðu hvernig þú ætlar að greina frá þeirri reynslu og þekkingu sem mun nýtast í þessu starfi.
  • Vertu tilbúinn að taka dæmi sem lýsa þér vel. Ef þú telur þig til dæmis búa yfir frumkvæði, veltu þá fyrir þér dæmi úr fyrri störfum þar sem þú hefur tekið frumkvæði. Að vísa í aðstæður eða hegðun virkar oft mun betur en að lýsa sjálfum sér á almennan hátt.
  • Kynntu þér fyrirtækið vel til dæmis með því að skoða heimasíðuna eða með því að heyra í vinum og kunningjum sem þekkja til.
  • Vertu óhrædd/ur við að spyrja um allt sem þér dettur í hug. Það er okkar hlutverk að kynna fyrirtækið fyrir þér.
  • Vertu snyrtileg/ur til fara.
  • Vertu þú sjálf/ur, við höfum áhuga á að kynnast þér eins og þú ert.

Gangi þér vel og við hlökkum til að sjá þig!