Störf í boði

Umsókn um starf

Hafir þú áhuga á að starfa fyrir Símann þá fylltu út almenna starfsumsókn eða sæktu um laust starf. Vinsamlega athugið að fylla þarf út umsóknarform hér á vefnum þegar sótt er um starf. Hægt er að senda ferilskrá sem viðhengi með umsókn.

Sjálfsafgreiðsla

11.04.2017

Starfsmenn í þjónustuver Símans

Starfsheiti: Þjónustufulltrúi

Sækja um

Síminn leitar að hressu fólki með mikla þjónustulund til starfa í þjónustuver fyrirtækisins. Í boði er framtíðarstarf í skemmtilegum og samheldnum hóp sem hefur ánægju af því að leysa mál viðskiptavina hratt og örugglega.


Við leitum að fólki sem..

· hefur framúrskarandi þjónustulund

· hefur góða samskiptahæfileika

· er stundvíst

· hefur áhuga á að læra nýja hluti

· getur tileinkað sér öguð vinnubrögð


Í boði er 100% starf í vaktavinnu og þarf viðkomandi að geta hafið störf fljótlega.

Opnunartímar þjónustuvers eru frá klukkan 9:00 til 22:00 virka daga og frá klukkan 11:00 til 21:00 um helgar.


Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl nk.

11.04.2017

Sumarstarf í mötuneyti

Starfsheiti: Matráður sumar

Sækja um

Sumarstarf í mötuneyti Símans

Síminn leggur mikla áherslu á að bjóða starfsfólki sínu uppá framúrskarandi mötuneyti. Við viljum bjóða gestum okkar uppá fjölbreytta valkosti, eldum sem mest frá grunni og það skiptir okkur máli að maturinn sé hollur. Við bjóðum uppá gott vinnuumhverfi með skemmtilegu fólki og vinnutími er frá 07:00 til 15:00 alla virka daga.

Nú er tækifæri fyrir jákvæðan og skemmtilegan einstakling til að ganga til liðs við okkur í sumar. Starfið felur í sér umsjón með salatbar, aðstoð við matseld ásamt undirbúningi og frágangi í kringum morgun- og hádegisverð.

Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl nk.