1. Gildissvið
2. Skilgreiningar
3. Þjónustan
4. Heimil notkun og takmarkanir
5. Ábyrgð Símans
6. Ábyrgð Viðskiptavinar
7. Reikningar, greiðslur og vanskil
8. Uppsögn
9. Framsal
10. Annar áskilnaður
11. Breytingar á skilmálum
Þjónustuvefur fyrirtækja (hér eftir „þjónustuvefurinn“) er í eigu Símans hf., kt. 460207-0880. Þar sem ákvæðum skilmála þessa sleppir gilda Almennir viðskiptaskilmálar Símans. Frekari leiðbeiningar um virkni og notkun þjónustuvefsins eru að finna hérna.
útg. 5.0 - 1. nóv. 2021
Skilmálar fyrir SMS magnsendingarþjónustu
1.1
Eftirfarandi skilgreiningar eru notaðar í skilmálum þessum og fylgiskjölum eftir því sem við á:
- Upplýsingaveitendur eru aðilar, sem vilja senda upplýsingar í gegnum SMS magnsendingarþjónustu Símans.
- Reikningstímabil: Almanaksmánuður
- SMS Magnsendingar: Þjónusta sem gerir áskrifendum kleift að senda upplýsingar í formi SMS skilaboða í gegnum aðgangsstýrða vefsíðu á internetinu.
2.1
ÁBYRGÐ UPPLÝSINGAVEITANDA: Upplýsingaveitandi ber einn og óskorað ábyrgð á:
a) Að öll framkvæmd af hans hálfu sé í samræmi við lög og reglur.
b) Að allt efni sem sent er í gegnum SMS kerfi Símans sé í samræmi við lög og reglur.
c) Að skilaboð séu einungis send úr kerfinu til einstaklinga sem um það hafa beðið sérstaklega (með skráningu) eða eru meðvitaðir um væntanlegar sendingar á annan hátt (sbr. starfsmenn fyrirtækja).
d) Greiðslu til Símans fyrir þjónustu skv. skilmálum þessum.
ÁBYRGÐ SÍMANS: Að tæknileg miðlun upplýsinganna í gegnum SMS kerfi Símans virki, sbr. þó ábyrgðartakmarkanir í 4. gr.
3.1 FJÖLDI STAFA Í HVERRI MAGNSENDINGU:
Skeyti send með magnSMS kerfinu geta lengst verið 540 stafir.
Ef venjulegt sms skeyti verður lengra en 160 stafir þá sendist það sem mörg skeyti og er hægt að senda allt að 306 stafi í tveimur skeytum og 459 stafi í þremur skeytum og svo framvegis fyrir lengri skeyti (153 stafir komast í hvert undirliggjandi samsett SMS).
Ef sms skeyti er sent með íslenskum stöfum (sent með unicode stafasetti) sem er lengra en 70 stafir þá komast 134 stafir í tvö skeyti og 201 stafir í þrjú skeyti og svo framvegis fyrir lengri skeyti (67 stafir komast í hvert undirliggjandi samsett unicode SMS).
AUGLÝSINGAR OG SAMÞYKKI MÓTTAKANDA:
Óheimilt er að nota kerfið til að senda óumbeðið efni í formi SMS. Einnig þarf upplýst samþykki móttakanda að liggja fyrir áður en efni er sent, sbr. C-liður 2. gr. skilmála þessa.
FRAMSAL ÞJÓNUSTUNNAR:
Upplýsingaveitandi má ekki framselja þjónustuna til þriðja aðila.
4.1
Síminn ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til sambandsleysis, rofa á fjarskiptum eða annarra truflana sem kunna að verða á rekstri fjarskiptanetsins, hvort sem slíkt má rekja til línubilana, bilana í sambandastöðvum eða annarra ástæðna. Bótaábyrgð nær ekki til óbeins tjóns gagnaðila, þ.m.t. rekstrartaps, eða tjóns sökum þess að ekki hefur tekist að uppfylla samninga við þriðja aðila að hluta eða öllu leyti.
5.1
Upplýsingaveitandi greiðir Símanum fyrir hvert textaskilaboð auk mánaðargjalds í samræmi við gildandi gjaldskrá hverju sinni. Síminn áskilur sér rétt til krefja upplýsingaveitanda um tryggingu (s.s. bankaábyrgðaryfirlýsingu) til að tryggja greiðslur til Símans.
6.1
Mál sem rísa kunna milli Símans og upplýsingaveitanda vegna þjónustu samkvæmt skilmálum þessum skal reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
7.1
Hvor aðili um sig má segja upp samningi þessum skriflega með eins mánaða fyrirvara. Síminn má rifta samningi þegar í stað ef upplýsingaveitandi brýtur í bága 2. gr. Að öðru leyti gilda almennar riftunarreglur íslensks réttar.
Skilmálar þessir gilda þegar IP/MPLS- og ATM-tengingar eru keyptar í smásölu hjá Símanum.
1.1
Skilmálar þessir gilda þegar IP/MPLS- og ATM-tengingar eru keyptar í smásölu hjá Símanum. Þar sem ákvæðum skilmálanna sleppir gilda ákvæði almennra skilmála Símans um fjarskiptaþjónustu eins og þeir eru hverju sinni.
Gildir frá 15. júní 2010
2.1
Í skilmálum þessum hafa eftirtalin orð þá merkingu sem greinir hér að neðan.
3.1
Síminn reynir eftir fremsta megni að tryggja hámarksgæði þjónustunnar og öryggi við notkun hennar.
3.2
Síminn ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af reynist ekki unnt að nota þjónustuna af einhverjum ástæðum eða vegna notkunar á þjónustunni að einhverju leyti.
4.1
Nýtingarhlutfall burðargetu stakrar línu skal ekki nema meiru en 7% að meðaltali á mánuði. Skal nýtingarhlutfall burðargetu miðast við þá burðargetu sem þjónustuaðili kaupir.
4.2
Rétthafi ber ábyrgð á allri notkun þjónustunnar. Rétthafi ber ábyrgð á greiðslum allra reikninga, hvort sem annar aðili er skráður greiðandi þjónustunnar eður ei.
4.3
Viðskiptavinur ber ábyrgð á greiðslum til Símans vegna notkunar á þjónustunni, hvort sem sú notkun fer fram með heimild viðskiptavinar eða ekki.
4.4
Síminn áskilur sér rétt til að forgangsraða umferð um IP/MPLS net sitt.
4.5
Rétthafi er ábyrgur fyrir því að ákvæðum þessara skilmála sé fylgt.
5.1
Óheimilt er að nota aðgang annarra að þjónustunni, þ.m.t. að samnýta aðgang annars aðila með heimild hans eða án, eða að heimila þriðja aðila að samnýta aðgang að þjónustunni nema með skriflegu leyfi Símans.
5.2
Óheimilt er að nota aðgang að þjónustunni til að trufla samskipti eða valda óeðlilegu álagi á tengingum annarra.
5.3
Óheimilt er að nota aðganginn á hvern þann hátt sem er til þess ætlaður að hafa áhrif á gjaldtöku eða komast hjá gjaldtöku, t.d. fyrir sótt gagnamagn.
5.4
Óheimil er uppsetning hugbúnaðar eða starfræksla þjónustu á tölvum eða einkanetum sem truflað getur kerfisrekstur Símans og/eða þjónustu við viðskiptavini.
6.1
Brot á ákvæðum skilmálanna getur valdið fyrirvaralausri lokun á þjónustunni. Áskilinn er réttur til þess að synja þjónustuaðila um þjónustuna um stundarsakir eða til frambúðar ef brotið er gegn ákvæðum skilmálanna.
6.2
Síminn áskilur sér rétt til að endurskoða þessa skilmála. Verða breytingar á þeim tilkynntar á vefsíðu Símans, www.siminn.is, með að minnsta kosti 30 daga fyrirvara.