Síminn ber hvorki ábyrgð á tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á vef Símans né tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota vefinn um skemmri eða lengri tíma, þar með talið, en einskorðað við, tjón vegna tapaðra viðskipta notenda.
Síminn á höfundarréttinn af öllum þeim upplýsingum sem fram koma á vef Símans, nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiða megi af eðli máls. Skriflegt samþykki Símans þarf til að endurbirta upplýsingar sem fram koma á vef Símans, dreifa þeim eða afrita þær. Ekki skiptir máli hvers eðlis umræddar upplýsingar eru né í hvaða tilgangi ætlunin er að endurbirta þær, afrita eða dreifa.
Óheimilt er að senda efni sem brýtur gegn lögum og almennu velsæmi, er ærumeiðandi, ósæmandi á einhvern hátt eða hefur að geyma óstaðfestar ásakanir eða dylgjur í garð einstaklinga eða lögaðila.
Síminn ábyrgist ekki að upplýsingar sem birtast á vef þessum séu réttar. Síminn ábyrgist ekki efni sem upprunnið er hjá þriðja aðila og birt er á vefnum. Síminn áskilur sér rétt til þess að breyta innihaldi þessa vefs á hvaða hátt sem er og hvenær sem er, í hvaða tilgangi sem er, án fyrirfram tilkynningar og tekur ekki ábyrgð á neinum hugsanlegum afleiðingum slíkra breytinga.
Þegar farið er inn á vefsíðu Símans, Vefverslun Símans og Þjónustuvef Símans (sameiginlega vísað til „vefsvæðanna“) vistast vefkökur (e. cookies) í tölvu eða önnur snjalltæki notandans. Vefkökur eru litlar textaskrár sem eru notaðar til þess að tryggja sem bestu upplifun af vefsvæðunum fyrir notendur og greina heimsóknir á vefsvæðin.
Síminn vinnur með nokkrar tegundir af kökum á vefsvæðum sínum, eins og nánar er lýst í töflu hér að neðan.
Sumar þeirra eru svokallaðar setukökur (e. session) á meðan aðrar eru viðvarandi kökur. Setukökur gera vefsvæðunum kleift að tengjast aðgerðum notanda á meðan hann er á vefsvæðinu og eyðast setukökur almennt þegar notandi fer af vefsvæðunum. Viðvarandi kökur vistast hins vegar á tölvu notanda og muna þannig val eða aðgerðir notanda á vefsvæðunum.
Vefkökur eru ýmist fyrstu aðila kökur eða þriðju aðila kökur. Það ræðst af léni vefsvæðanna sem gerir vefkökuna hvort hún telst fyrstu- aðila eða þriðju-aðila vefkaka.
Þær vefkökur sem Síminn notar eru að hluta til nauðsynlegar svo unnt sé að nota vefsvæðin eins og til er ætlað og til að tryggja öryggi samskipta sem gæti farið fram í gegnum vefsvæðin. Slíkar vefkökur eru forsenda fyrir notkun á vefsvæðum Símans og byggir notkun þeirra því á lögmætum hagsmunum Símans.
Aðrar vefkökur sem Síminn gæti unnið með byggja á samþykki notanda, enda eru þær ekki unnar á grundvelli lögmætra hagsmuna Símans eða eru forsenda fyrir notkun vefsvæðanna. Slíkar vefkökur gætu engu að síður auðveldað notendum vefsvæðanna að nota þau, t.d. varðandi stillingu tungumáls, og kann það að hamla virkni vefsvæðanna að einhverju leyti séu þær ekki samþykktar. Notkun á þriðju aðila kökum byggir jafnframt á samþykki notanda.
Þegar notandi heimsækir vefsvæðin í fyrsta skipti birtist borði þar sem notandi er beðinn um að samþykkja þær valfrjálsu vafrakökur sem vefsvæðin notast við. Það er hvenær sem er hægt að afturkalla það samþykki með því að loka á kökur á vefsvæðunum eða eyða þeim úr vafra notanda.
Hægt er að breyta stillingum á flestum vöfrum þannig að þeir taki ekki á móti vefkökum. Einnig er hægt að eyða vefkökum með einföldum hætti. Nánari upplýsingar um hvernig það er gert má finna á heimasíðum flestra vafra, svo sem hér fyrir Internet Explorer eða hér fyrir Google Chrome.
Síminn notar vefkökur sem tilheyra þriðju aðilum á vefsvæðum sínum (t.d. Google og YouTube). Þessir þriðju aðilar geta komið fyrir vefkökum í vöfrum notenda og með þeim hætti nálgast upplýsingar um heimsóknir á vefsvæðin.
Slíkar þjónustur eru einkum notaðar til að afla vitneskju um notkun á vefsvæðunum og greina hvaða efni fólk hefur áhuga á að skoða. Með þeim hætti getur Síminn betur aðlagað vefsvæðin að þörfum notenda.
Þær upplýsingar sem Síminn notar frá slíkum þriðju aðilum eru:
Nánari upplýsingar um hvernig þriðju aðilarnir nota vefkökur má nálgast á vefsíðum þeirra.
Kökur sem eru nauðsynlegar til að tryggja að öll virkni sé að virka sem skildi á vefnum.
Kökur sem eru notaðar til að greina hvernig notandinn er að hegða sér á tilheyrandi vef og meðhöndla þau gögn nafnlaust.
Markaðskökur eru notaðar til þess að skrá hegðun notandans í þeim tilgangi að geta sýnt þeim viðeigandi auglýsingarefni á vefsíðum þriðja aðila.
Tölvupóstur og viðhengi sem starfsfólk Símans sendir utan fyrirtækisins gætu innihaldið trúnaðarupplýsingar eingöngu ætlaðar þeim sem tölvupósturinn er stílaður á.
Tölvupóstur og viðhengi sem starfsfólk Símans sendir utan fyrirtækisins gætu innihaldið trúnaðarupplýsingar eingöngu ætlaðar þeim sem tölvupósturinn er stílaður á. Sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekur við tölvupósti og viðhengjum hans, skal fara eftir 9. mgr. 47. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti og gæta fyllsta trúnaðar og hvorki skrá hjá sér né notfæra sér efni þeirra á nokkurn hátt. Tilkynna skal sendanda samstundis hafi upplýsingarnar borist ranglega til viðtakanda. Efni tölvupóstsins og viðhengja er á ábyrgð sendanda ef það tengist ekki starfsemi Símans.
8. og 9. mgr. 47. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003
Enginn sem starfar við fjarskiptavirki, net eða þjónustu má skjóta undan skeytum, gögnum, myndum eða öðrum merkjum sem afhent eru til fjarskiptaflutnings eða liðsinna öðrum við þess konar athæfi.
Sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekur við símskeytum, myndum eða öðrum fjarskiptamerkjum, táknum eða hlustar á símtöl má ekki skrá neitt slíkt hjá sér eða notfæra sér það á nokkurn hátt. Jafnframt ber honum að tilkynna sendanda að upplýsingar hafi ranglega borist sér. Skylt er að gæta fyllsta trúnaðar í slíkum tilfellum.
E-mail and e-mail attachments sent by Síminn employees may contain confidential and privileged information and are only intended for the person or entity to which it is addressed. If you have by coincidence or by mistake or without specific authorisation received an e-mail and its attachments, we request that you uphold strict confidentiality, neither read, copy, nor otherwise make use of its content in any way, and notify us immediately that you have received it by error.
Upplýsingaöryggisstefna Símans styður við samfelldan rekstur og þjónustu og lágmarkar þannig rekstraráhættu og hámarkar öryggi upplýsinga og verðmæta í eigu og umsjón fyrirtækisins.
Öryggi innviða og gagna er forgangsmál hjá Símanum og hefur Síminn hlotið vottun samkvæmt ISO/IEC 27001:2013 um að stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis Símans standist kröfur staðalsins
Vottunin nær til starfsmanna, innri starfsemi og þjónustu sem Síminn veitir frá höfuðstöðvum og hýsingarsölum og er staðfesting um að Síminn hafi innleitt, viðhaldi og bæti stöðugt stjórnunarkerfið.
Þetta felur m.a. í sér áhættumat, innri úttektir og umbætur vegna upplýsingaöryggis.
Hægt er að senda ábendingar og fyrirspurnir vegna öryggismála og vottunar í gegnum netfangið security@siminn.is.
Version: GnuPG v2
Stefna Símans er að ráða, efla og halda hæfu og traustu starfsfólki. Lögð er áhersla á að skapa gott vinnuumhverfi með sterkri liðsheild, jöfnum tækifærum til þróunar, hvatningu til að sýna frumkvæði, opnum skoðanaskiptum og góðri miðlun upplýsinga.
Jafnréttisáætluninni er jafnframt ætlað að tryggja að unnið sé í takt við þær kröfur sem fram koma í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, sem samþykkt voru á Alþingi 26. febrúar 2008.
Markmiðið með jafnréttisáætlun Símans er að tryggja að unnið sé í samræmi við mannauðs- og jafnréttisstefnu Símans. Jafnréttisáætluninni er jafnframt ætlað að tryggja að unnið sé í takt við þær kröfur sem fram koma í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, sem samþykkt voru á Alþingi 26. febrúar 2008.
1. Unnið skal að því að kynjahlutföll verði á bilinu 40/60 í öllum skipulagseiningum Símans sem og í öllum stjórnendateymum Símans.
Ábyrgð: Framkvæmdastjóri hvers sviðs Símans, forstöðumenn og mannauðsstjóri.
Mæling: Fylgst verði með kynjahlutfalli eftir sviðum, deildum og í stjórnendateymum Símans.
Tímarammi: Tölfræði tekin saman á 6 mánaða fresti.
2. Laus störf skulu standa báðum kynjum til boða.
Ábyrgð: Stjórnandi sem stendur fyrir ráðningu ásamt ábyrgðaraðila ráðningar.
Mæling: Fylgst verði með kynjahlutfalli umsækjenda, þeirra sem koma í ráðningaviðtöl og þeirra sem eru ráðnir.
Tímarammi: Tölfræði tekin saman á 3ja mánaða fresti.
3. Kynin skulu njóta sömu möguleika á þróast áfram í starfi, hvort heldur sem er í átt til frekari sérfræðistarfa eða í stjórnunar- og/eða ábyrgðarstöður.
Ábyrgð: Stjórnandi sem stendur fyrir ráðningu ásamt ábyrgðaraðila ráðninga og starfsþróunar.
Mæling: Fylgst verði með kynjahlutfalli umsækjenda, þeirra sem koma í ráðningaviðtöl og þeirra sem ráðnir eru.
Tímarammi: Tölfræði tekin saman á 6 mánaða fresti.
Markmið Símans er að vinnuumhverfið stuðli að faglegum vexti starfsfólks innan fyrirtækisins með markvissri þjálfun, lifandi endurgjöf ásamt fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Tryggja skal að kynin njóti sömu möguleika til sí- og endurmenntunar.
1. Kynin skulu njóta sömu möguleika til starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings öðrum störfum.
Ábyrgð: Mannauðsstjóri, stjórnendur og ábyrgðaraðili fræðslumála.
Mæling: Fylgst verði með kynjahlutfalli þeirra sem fá úthlutaða námsstyrki.
Tímarammi: Tölfræði tekin saman eftir úthlutun námsstyrkja 2x ári.
Hjá Símanum eiga starfskjör að taka mið af hlutverki, ábyrgð og frammistöðu í starfi. Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun séu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla.
1. Stefnt er að því að tryggja jöfn laun kynjanna. Sömu laun skulu greidd fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf.
Ábyrgð: Forstjóri, framkvæmdastjórn, mannauðsstjóri.
Mæling: Úttektir ytri fagaðila og vottun á jafnlaunakerfi Símans. Niðurstöður launagreininga
Tímarammi: Árlegar úttektir á jafnlaunakerfi Símans og ársfjórðungslegar launagreiningar.
Síminn vill auðvelda starfsfólki að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu og leggur áherslu á sveigjanleika þannig að starfsfólk geti, óháð kyni, axlað ábyrgð á fjölskyldu og heimili. Síminn leggur jafnframt áherslu á að allt starfsfólk skuli njóta virðingar, hafa jafna stöðu innan fyrirtækisins og að einstaklingum sé ekki mismunað á grundvelli kyns, aldurs, þjóðernis, fötlunar, trúarbragða eða kynhneigðar. Tekin er skýr afstaða gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi og áhersla lögð á að enginn sæti kynbundinni eða kynferðislegri áreitni, einelti né ofbeldi af neinu tagi.
1. Tryggja skal að allt starfsfólk, óháð kyni, geti samræmt fjölskyldu- og atvinnulíf.Tekið skal tillit til heilsufars og erfiðra fjölskylduaðstæðna starfsfólks.
Ábyrgð: Allir stjórnendur.
Mæling: Jafnvægi milli vinnu og einkalífs mælt í árlegri vinnustaðagreiningu.
Tímarammi: Vinnustaðagreining 1x ári.
2. Að koma í veg fyrir og/eða útrýma einelti, áreitni og/eða ofbeldi, sama í hvaða mynd það birtist.
Ábyrgð: Stjórnendur ásamt mannauðsstjóra.
Mæling: Mælt í árlegri vinnustaðagreiningu.
Tímarammi: Árlegar vitundarkynningar á stefnu og viðbragðsáætlun og vinnustaðagreining 1x á ári.
3. Efla vitund og þekkingu starfsfólks á jafnréttismálum og góðum samskiptaháttum.
Ábyrgð: Stjórnendur ásamt mannauðsstjóra.
Mæling: Mælt í árlegri vinnustaðagreiningu.
Tímarammi: Vinnustaðagreining 1x á ári.
Forstjóri og framkvæmdastjórn ásamt mannauðsstjóra skulu hafa forgöngu um endurskoðun jafnréttisáætlunar á þriggja ára fresti eða oftar ef þörf krefur, til að tryggja að hún samrýmist lögum um jafnrétti og stefnu Símans á hverjum tíma. Hún er lögð fyrir og staðfest af framkvæmdastjórn og undirrituð af mannauðsstjóra Símans.
Reykjavík, 20. nóvember 2019
Fræðsla þessi er hluti af persónuverndarstefnu Símans (einnig vísað til „félagsins“) og lýsir vinnslu Símans á persónuupplýsingum einstaklinga sem sækja um störf hjá félaginu. Hér er jafnframt vísað til umsækjenda sem „þín“ og félagsins sem „okkar“, en við komum fram sem ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem unnið er með í tengslum við starfsumsókn þína.
Í persónuverndarstefnu Símans er fjallað nánar um réttindi þín á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“).
Við söfnum og varðveitum ýmsar persónuupplýsingar um umsækjendur og fer vinnsla og söfnun að hluta til eftir eðli þess starfs sem sótt er um.
Eftirfarandi eru dæmi um upplýsingar sem félagið safnar um umsækjendur:
Auk framangreindra upplýsinga kann félagið einnig að safna og vinna aðrar upplýsingar sem þú lætur félaginu í té í umsóknarferlinu, s.s. upplýsingar um fjölskylduhagi, áhugamál og annað sem þú vilt koma á framfæri.
Að meginstefnu til aflar félagið persónuupplýsinga beint frá þér. Aftur á móti kann upplýsinga að vera aflað frá umsagnaraðilum. Í þeim tilvikum þar sem persónuupplýsinga er aflað frá öðrum þriðju aðilum mun félagið leitast við að upplýsa þig um slíkt.
Ef til þess kemur að þér verði boðið starf hjá félaginu kann félagið að óska eftir afriti eða upplýsingum úr sakavottorði sem og prófskírteini þínu, í tengslum við nánar tiltekin störf, áður en gengið er frá ráðningarsamningi. Þá kann félagið eftir atvikum að óska eftir samþykki þínu til upplýsingaöflunar úr saka- og vanskilaskrá.
Við söfnum persónuupplýsingum um umsækjendur fyrst og fremst til að leggja mat á hæfni viðkomandi til að gegna því starfi sem um ræðir.
Þær persónuupplýsingar sem við vinnum með um þig eru unnar í tengslum við umsókn þína um starf hjá félaginu, þ.e. á grundvelli beiðni þinnar um að gera samning við félagið. Þá eru upplýsingar um umsagnaraðila unnar á grundvelli lögmætra hagsmuna félagsins af því að velja hæfasta umsækjandann í viðkomandi starf.
Komi til þess að félagið óski eftir upplýsingum úr sakaskrá byggir sú vinnsla á lögmætum hagsmunum Símans af því að ráða ekki starfsfólk sem gerst hefur brotlegt við lög í nánar tilgreind störf, s.s. í stjórnunarstöður. Komi til þess að óskað verði eftir upplýsingum úr vanskilaskrá byggir sú vinnsla jafnframt á lögmætum hagsmunum félagsins. Vinnsla á upplýsingum úr saka- og vanskilaskrá kann jafnframt að byggja á samþykki þínu.
Það skal tekið fram að veitir þú félaginu ekki umbeðnar upplýsingar í ráðningarferli getur það leitt til þess að félagið getur ekki ráðið þig til starfa.
Aðgangur að upplýsingum um umsækjendur takmarkast við mannauðsdeild félagsins og stjórnendur og yfirmenn þess starfs sem sótt er um.
Tekið skal fram að félagið nýtir sér vinnsluaðila í tengslum við upplýsingatækniþjónustu þar sem persónuupplýsingar þínar kunna að vera hýstar eða gerðar aðgengilegar vegna slíkrar þjónustu.
Félagið mun ekki miðla persónuupplýsingum utan Evrópska efnahagssvæðisins nema slíkt sé heimilt á grundvelli viðeigandi persónuverndarlöggjafar.
Við lok ráðningarferils mun félagið eyða persónuupplýsingum þínum verði ekki af ráðningu. Ef um almenna umsókn er að ræða eyðir félagið persónuupplýsingum þínum er sex (6) mánuðir eru liðnir frá móttöku umsóknar.
Félagið kann hins vegar að óska eftir samþykki þínu fyrir lengri varðveislutíma. Í slíkum tilvikum er þér ávallt heimilt að afturkalla samþykki þitt.
Verði af ráðningu mun félagið flytja persónuupplýsingar þínar í starfsmannamöppu hjá félaginu og um þá vinnslu er kveðið í sérstakri stefnu félagsins.
Útgáfa 1.0, gildir frá 1. september 2018.
Síminn hefur sett sérstakar siðareglur birgja og byggja þær á sama grunni og stefna Símans um sjálfbærni. Líkt og sjálfbærnistefna Símans þá byggja siðareglurnar á UFS viðmiðum NASDAQ og eiga að stuðla að því inn-kaupum sé hagað í takt við við sjálfbærnistefnu félagsins.
Birgjar leika stórt hlutverk í aðfangakeðju félagsins og Síminn gerir kröfu til sinna birgja um að þeir kynni sér og fylgi þeirri sýn sem fram kemur í þessum reglum.