Vörur og verslun / Skilmálar, stefnur og fræðsla

Kynntu þér skilmála, stefnur og fræðslu fyrir allar þjónustur hjá okkur.
Veldu undirflokk
+
Velja
+

Viðgerð símtækis

Skilmálar

Viðgerð tækis

 1. Um ábyrgð Símans. Skilmálar á símtækjum vísast til „Ábyrgðarskilmála vegna vörukaupa“. Hvort sem símtæki er í ábyrgð eða ekki getur viðskiptavinur óskað eftir því að Síminn hafi milligöngu um viðgerð á símtæki.
 2. Áður en viðskiptavinur setur símtæki í viðgerð er hann upplýstur, að því marki sem hægt er, um hvaða úrræði standa viðskiptavini til boða varðandi viðgerð og hvaða kostnaður gæti fallið í hlut viðskiptavinar vegna vinnu viðgerðaraðila. Slík upplýsingagjöf kann t.a.m. að fara fram með því að hafa verðskrá viðgerðaraðila aðgengilega fyrir viðskiptavin. Þá mun Síminn eða viðgerðaraðili jafnframt halda viðskiptavin upplýstum breytist forsendur, s.s. komi í ljós við skoðun að símtæki er ekki í ábyrgð og skal viðskiptavinur þá geta valið hvort viðgerð skuli engu að síður fara fram.
 3. Þurfi að koma símtæki til utanaðkomandi viðgerðaraðila leiðbeinir Síminn viðskiptavini þar að lútandi. Óski viðskiptavinur þess að Síminn komi símtæki í viðgerð óskar Síminn eftir samþykki viðskiptavinar fyrir öflun nauðsynlegra upplýsinga um símtækið, þ.m.t. nauðsynlegum persónuupplýsingum, í þeim tilgangi að afhenda viðgerðaraðila svo unnt sé að aflæsa símtækið og inna af hendi umbeðna viðgerðarþjónustu fyrir viðskiptavin. Heimili viðskiptavinur ekki slíka öflun og miðlun upplýsinga áskilur Síminn sér rétt til að synja um milligöngu viðgerðarþjónustu.
 4. Ekki er tekin ábyrgð á gögnum sem kunna glatast vegna viðgerðarvinnu viðgerðaraðila. Óski viðskiptavinur eftir afritun gagna skal greiða fyrir það sérstakt afritunargjald, í samræmi við verðskrá Símans hverju sinni.
 5. Komi í ljós að skoðun lokinni að símtækið er ekki gallað eða af öðrum ástæðum ekki í ábyrgð hjá Símanum (s.s. ef högg- eða rakaskemmdir eru til staðar skv. mati viðgerðaraðila), ber viðskiptavini að greiða skoðunargjald í samræmi við verðskrá viðgerðaraðila hverju sinni. Á það við hvort sem tækið telst viðgerðarhæft eða ekki og hvort sem viðskiptavinur kýs að láta gera við það eða ekki.
 6. Síminn ber ekki ábyrgð á uppfærslu á hugbúnaði símtækis. Sé þess óskað þarf að greiða fyrir slíka vinnu skv. verðskrá viðgerðaraðila.
 7. Leiti viðskiptavinur sjálfur til viðgerðaraðila hefur Síminn enga aðkomu að viðgerðarferlinu gagnvart viðskiptavininum, hvorki varðandi afhendingu né gjaldfærslu þjónustunnar, nema um annað sé samið.
 8. Þegar sími er tilbúinn úr viðgerð er viðskiptavinur látinn vita með skilaboðum.
 9. Nálgist viðskiptavinur ekki símtæki sitt innan þriggja (3) mánaða frá lokum viðgerðar getur Síminn ekki tryggt afhendingu þess til viðskiptavinar. Að þeim tíma liðnum áskilur Síminn sér einnig rétt til að selja símtækið fyrir áföllnum kostnaði.
1.0

Útgáfa

+
2.0

+
3.0

+
4.0

+
5.0

+
6.0

+
7.0

+
8.0

+
9.0

+
10.0

+
11.0

+
12.0

+
13.0

+
14.0

+
15.0

+
+

Lánssímar

Skilmálar

Lánssími

 1. Á meðan símtæki er í skoðun eða viðgerð hjá viðgerðaraðila geta viðskiptavinir Símans fengið afhentan lánssíma, ásamt meðfylgjandi aukahlutum. Slíkt stendur ekki til boða í þeim tilvikum sem viðskiptavinur hefur sjálfur leitað til viðgerðaraðila, án aðkomu Símans.
 2. Viðskiptavinur skal staðfesta með skriflegum eða rafrænum hætti (að undangenginni viðeigandi auðkenningu) að hann hafi kynnt sér neðangreinda skilmála áður en hann veitir lánssíma viðtöku.
 3. Lánssíminn er í eigu seljanda, Símans hf. Viðskiptavinur ber að skila tækinu í sama ástandi og það var við afhendingu. Skal lánssíma skila til seljanda, ásamt meðfylgjandi aukahlutum, þegar símtæki viðskiptavinar er afhent úr viðgerð.
 4. Lánssímar eru útbúnir sérstökum hugbúnaði sem gerir Símanum kleift að stýra hugbúnaði lánssímans með afmörkuðum hætti, n.t.t. gera símann óvirkan og takmarkað möguleika á niðurhali á öðrum hugbúnaði. Tilgangur hugbúnaðarins er að koma í veg fyrir að notendur geti hlaðið niður öðrum hugbúnaði í símtækið í þágu eignavörslu og gera Símanum kleift að gera símtæki óvirkt þegar þess er þörf í þágu eignarvörslu þegar símtæki er ekki skilað á tilsettum tíma. Slík vinnsla fer fram á grundvelli lögmætra hagsmuna Símans.
 5. Notkun viðskiptavinar á lánssíma á meðan viðgerð stendur skal vera endurgjaldslaus. Hafi lánssíma hins vegar ekki verið skilað 5 virkum dögum eftir að búið er að láta vita um að viðgerð sé lokið áskilur Síminn sér rétt til að gjaldfæra viðskiptavin fyrir töf á skilum í samræmi við verðskrá.
 6. Sé lánssíma ekki skilað tilbaka áskilur Síminn sér rétt til að afhenda ekki símtæki viðskiptavinar úr viðgerð, nema viðskiptavinur greiði andvirði þess sem munar á milli samkvæmt verðmati Símans.
 7. Viðskiptavinur ber fulla ábyrgð á lánssímanum og meðfylgjandi aukahlutum þar til honum er skilað til Símans. Reynist lánssíminn eða aukahlutir skemmdir vegna meðhöndlunar á lánstímanum ber viðskiptavini að greiða Símanum tilfallandi kostnað vegna viðgerðar á lánssímanum og/eða aukahlutum.
 8. Viðskiptavini er óheimilt að selja, leigja eða lána lánssímann til þriðja aðila án samþykkis Símans.
1.0

Útgáfa

+
2.0

+
3.0

+
4.0

+
5.0

+
6.0

+
7.0

+
8.0

+
9.0

+
10.0

+
11.0

+
12.0

+
13.0

+
14.0

+
15.0

+
+

Vörukaup

Skilmálar

Ábyrgðarskilmálar vegna vörukaupa

 1. Skilmálar þessir taka til allra vörukaupa hjá Símanum hf., kt. 460207-0880 (hér eftir „seljandi“), hvort sem er í verslun eða netverslun og skulu þeir gilda svo framarlega sem ekki er mælt fyrir um betri rétt kaupanda í ófrávíkjanlegum lögum.
 2. Sölunóta kaupanda gildir sem ábyrgðarskírteini vöru. Kaupanda ber því að halda vel utan um sölunótu enda er hún forsenda þess að hann geti nýtt sér mögulega úrræði vegna galla.
 3. Tveggja ára ábyrgð frá kaupdegi skal almennt gilda um vöruna sem skráð er á ábyrgðarskírteini, hvort sem kaupandi er neytandi eða fyrirtæki. Vörur sem eðli málsins samkvæmt hafa skemmri endingartíma skulu þó ekki hafa svo langan ábyrgðartíma. Það á t.a.m. við um rafhlöður en eins árs ábyrgð frá dagsetningu sölunótu gildir fyrir rafhlöður í símtæki og sex mánaða ábyrgð fyrir rafhlöður í þráðlaus símtæki (sameiginlega vísað til „ábyrgðartíma“).
 4. Telji kaupandi vöru gallaða ber honum að framvísa ábyrgðarskírteini (sölunótu) vilji hann nýta rétt sinn til úrbóta/nýrrar afhendingar, eftir því sem við á.
 5. Reynist vara gölluð, s.s. ef um verksmiðjugalla er að ræða, metur seljandi hvort rétt sé að reyna að gera við vöruna eða hvort afhenda skuli nýja vöru. Ef kaupandi fær nýja vöru afhenta, þá gildir ábyrgðartíminn frá þeim degi er ný vara var afhent.
 6. Seljandi ber ekki ábyrgð á galla sem má rekja til sakar kaupanda eða aðstæðna sem hann varða, s.s. rangrar notkunar eða slæmrar meðferðar á vöru, raka- eða höggskemmda, rangra uppsetninga eða skorts á uppfærslum, slælegs viðhalds, slysa eða óhappa. Það sama á við fylgi kaupandi ekki leiðbeiningum seljanda og/eða framleiðanda um meðferð vörunnar eða hafi kaupandi eða þriðji aðili átt við vöruna. Reynist vara högg- eða rakaskemmd ber kaupandi sönnunarbyrði fyrir því að varan hafi verið haldin galla að öðru leyti.
 7. Seljandi ber ekki ábyrgð á galla sem rekja má til óviðráðanlegra atvika, s.s. náttúruhamfara, truflana á rafkerfi í húsnæði eða hverfisins o.s.frv.
 8. Seljandi ber ekki ábyrgð á galla sem rekja má til hugbúnaðarvillna.
 9. Komi í ljós að vara telst ekki gölluð skal kaupandi bera skoðunargjald samkvæmt verðskrá viðgerðaraðila. Um viðgerð á tækinu fer eftir skilmálum Símans þar um.
 10. Sé ábyrgð seljanda til staðar ber seljandi eingöngu ábyrgð á beinu tjóni kaupanda sem gera má ráð fyrir að sé bein afleiðing af galla á vörunni. Ábyrgð seljanda nær ekki til óbeins tjóns, þ.m.t. rekstrartaps eða tjóns sökum þess að ekki hefur tekist að uppfylla samninga við þriðja aðila. Það sama á við um missi á gögnum vegna galla á vöru.
 11. Kaupandi skal tilkynna seljanda um galla strax og hans verður vart. Berist tilkynning um galla ekki innan tveggja ára frá því að kaupandi veitir vöru viðtöku getur hann ekki borið fyrir sig gallann síðar.
1.0

Skila- og skiptiréttur

+
2.0

Útgáfa

+
3.0

+
4.0

+
5.0

+
6.0

+
7.0

+
8.0

+
9.0

+
10.0

+
11.0

+
12.0

+
13.0

+
14.0

+
15.0

+