ADSL og Ljósnet

1.0

Gildissvið skilmála og lýsing á þjónustu

1.1
Skilmálar þessir gilda um ADSL- og Ljósnets-þjónustu Símans og taka til hvers og eins rétthafa, eða eftir atvikum notanda þjónustunnar (hér eftir nefndur notandi). Skilmálarnir gilda að því leyti sem ekki er kveðið öðruvísi á í samningum Símans og notenda.

1.2
Með tengingu um ADSL- eða Ljósnets-kerfið er notanda tryggð háhraðatenging við netið, enda liggi fyrir samningur um internetþjónustu við Símann eða annan aðila sem veitir slíka þjónustu.

1.3
Um gjald fyrir ADSL- og Ljósnets-þjónustu fer skv. gjaldskrám sem Síminn gefur út og birtir hér.

1.4
ADSL- og Ljósnets-þjónusta Símans er ætluð einstaklingum og heimilum. Þjónustan er ekki ætluð fyrirtækjum og notkun við rekstur þeirra. Síminn býður upp á sérsniðnar gagnalausnir fyrir rekstur fyrirtækja.

1.5
Virðisaukaskattur er innifalinn í þeim upphæðum sem nefndar eru í skilmálum þessum.

1.6
Skilmálar þessir gilda frá og með 10. júlí 2010

2.0

Afköst þjónustu og ábyrgðartakmarkanir

2.1
Síminn kappkostar að uppfylla væntingar viðskiptavina sinna til ADSL- og Ljósnets-þjónustunnar, tryggja stöðugleika hennar og gæði.

2.2
Síminn tryggir ekki að tengihraði notanda sé sá sami og áskrift hans segir til um. Hraði tengingar er ávallt háður gæðum línu þeirrar er liggur til notanda, fjarlægð notanda frá símstöð, álags á línu auk annarra þátta.

2.3
Sé önnur þjónusta en internetþjónusta flutt um ADSL- eða Ljósnets-tengingu viðskiptavinar kann það að hafa neikvæð áhrif á hraða internetþjónustunnar.

2.4
Innanhússlagnir eru á ábyrgð húseigenda. Síminn ábyrgist því einungis tengingu inn í símainntak hvers húss.

2.5
Síminn ber ekki ábyrgð á því þótt samband rofni um stund en mun þó leitast við að koma sambandi á að nýju án ástæðulauss dráttar. Ef notandi nær ekki sambandi í lengri tíma en í 7 virka daga og ástæðu þess er ekki að rekja til athafna af hans hálfu getur hann þó krafist niðurfellingar mánaðargjalds í réttu hlutfalli við þann tíma er sambandið var rofið.

2.6
Síminn ber ekki bótaábyrgð gagnvart notanda að öðru leyti en segir í grein 2.4. Síminn ber enga ábyrgð á nokkru tjóni sem rekja má til sambandsleysis, rofs á þjónustunni eða annarra truflana sem kunna að verða á rekstri ADSL- eða Ljósnetskerfisins, hvort sem slíkt má rekja til línubilana, bilana í sambandastöðvum eða annarra ástæðna.

2.7
Síminn ber ekki ábyrgð á tjóni sem þriðji aðili veldur.

2.8
Fari notkun viðskiptavinar yfir innifalið gagnamagn mánaðar, tvo mánuði í röð, áskilur Síminn sér rétt til þess að færa viðskiptavin í stærri áskriftarleið sem samræmist hans notkun. Sé farið yfir innifalið gagnamagn tvo mánuði í röð verður viðskiptavinur færður sjálfkrafa í stærri áskriftarleið, breytingin mun taka gildi um næstu mánaðarmót. Viðskiptavinur getur óskað eftir því að vera færður aftur í fyrri áskriftarleið, en áskriftarbreytingar í minni áskriftir taka ekki gildi fyrr en um næstu mánaðarmót á eftir.

3.0

Ábyrgð notanda

3.1
Rétthafi þjónustunnar ber fulla ábyrgð á allri notkun henni tengdri og annarri þjónustu sem veitt er í tengslum við hana.

3.2
Óheimilt er að tengja annan notendabúnað við kerfi Símans en búnað sem uppfyllir kröfur 61. og 65. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003 og ber CE-merkingu því til staðfestingar.

3.3
Notandi ber ábyrgð á búnaði sem er í eigu Símans, meðan hann hefur búnaðinn undir höndum. Notanda er skylt að fara vel og gætilega með slíkan búnað er hann hefur til afnota og er bótaskyldur vegna skemmda og viðgerða á búnaði sem ekki stafa af eðlilegu sliti, svo og ef búnaður glatast úr hans vörslu. Ábyrgð viðskiptavinar á búnaði lýkur er hann skilar honum á ný til Símans. Nú skilar notandi endabúnaði til Símans í ónothæfu ástandi eða í þannig ástandi að mati Símans að ekki er unnt að lána hann á ný til annarra notenda sökum illrar meðferðar og skal þá notandi greiða Símanum upphæð sem nemur verði búnaðarins á þeim tíma er hann var afhentur.

3.4
Óheimilt er að endurlána, selja eða veita þriðja aðila aðgang að búnaði í eigu Símans.

3.5
Notanda er óheimilt að taka búnað í eigu Símans í sundur eða stuðla að nokkrum breytingum á vél- eða hugbúnaði sem honum fylgir. Undanskildar eru hugbúnaðaruppfærslur sem sóttar eru til eða sendar af Símanum.

3.6
Að ósk Símans eða við uppsögn áskriftar er notanda skylt að skila inn endabúnaði sem hann hefur til afnota. Ef endabúnaði er ekki skilað verður áfram gjaldfært mánaðarlegt leigugjald samkvæmt gildandi verðskrá, þar til honum er skilað til Símans. Viðskiptavini er heimilt að segja upp samningi áður en hann rennur út, enda geri hann það skriflega með tveggja mánaða fyrirvara og greiði Símanum 8.000 krónur.

3.7
Þeir, sem af ásettu ráði eða vítaverðu gáleysi valda skemmdum á búnaði og fjarskiptanetum í eigu Símans, hafa fyrirgert rétti sínum til ADSL- og Ljósnetsþjónustunnar og kunna að sæta kæru vegna brota á 176. gr. og/eða 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, nema verknaðinum sé þannig farið, að þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Um málsmeðferð fer skv. lögum nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.

4.0

Misnotkun á þjónustu

4.1
Óheimilt er að nota tengingu við ADSL- eða Ljósnetskerfið til að trufla eða skerða samskipti, tengingar annarra, valda álagi á fjarskiptakerfi Símans, eða að hafa á nokkurn hátt áhrif á notkun annarra viðskiptavina Símans.

4.2
Notanda er óheimilt að veita öðrum en heimilismönnum sínum aðgang að ADSL- og Ljósnetsþjónustunni, t.a.m. með því að samnýta aðgang að þjónustunni.

4.3
Síminn áskilur sér rétt til að tengja Internetaðgang notanda við ADSL- eða Ljósnetsnúmer hans, til auðkenningar og til að koma í veg fyrir misnotkun. Aðganginn að ADSL- og Ljósnetsþjónustunni má eingöngu nota við það símanúmer sem notandi ákveður þegar sótt er um þjónustuna í upphafi.

4.4
Ef í ljós kemur að notandi misnotar búnað eða þjónustu Símans, eða gerir öðrum aðilum það kleift með ásetningi eða gáleysi sínu, hefur Síminn fulla heimild til að synja honum um þjónustu um stundarsakir eða til frambúðar.

5.0

Annað

5.1
Síminn áskilur sér rétt til að senda notendum póst með tilkynningum er varða þjónustuna.

5.2
Síminn áskilur sér rétt til að tengjast endabúnaði notenda í þeim tilgangi að veita aðstoð og/eða til þess að stilla endabúnað notenda.5.3 Skráður rétthafi tengingar telst ábyrgur fyrir því að reglum þessum og landslögum sé fylgt. Ef skilmálar þessir, reglur eða landslög eru brotin getur það valdið tafarlausri og fyrirvaralausri lokun á þjónustunni.

5.3
Síminn áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum. Breytingar verða kynntar notendum skriflega með eins mánaðar fyrirvara.

5.4
Síminn áskilur sér rétt til að ákvarða hvort tiltekin samskipti eða athafnir teljast brjóta í bága við þessar reglur.

5.5
Rísi ágreiningur um túlkun og skýringu á skilmálum þessum er heimilt að höfða mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

6.0

7.0

8.0

9.0

10.0

11.0

12.0

13.0

14.0

15.0

Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.

Nafn

Kennitala

Netfang

Símanúmer

Heimilisfang

Skilaboð

Texti undir formi
Texti2 undir formi
Texti falinn
Ertu hjá Símanum?
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
0
kr./ mán.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.