Almennir viðskiptaskilmálar

Almennir viðskiptaskilmálar.

1.0

Almennt

1.1

Sá, sem óskar að fá almenna fjarskiptaþjónustu, eða breytingar á þjónustu, sem hann hefur áður fengið (áskrifandi), skal senda um það skriflega eða rafræna umsókn eftir því sem við á. Þar til gerð eyðublöð eru á afgreiðslustöðum og á heimasíðu Símans hf. og skal umsækjandi tilgreina fullt nafn, kennitölu og heimilisfang. Sá sem nýtur þjónustu Símans skuldbindur sig til þess að hlíta þeim almennu skilmálum sem gilda um notkun þjónustu Símans á hverjum tíma.

1.2

Símasambandi er venjulega ekki komið á við nokkra húseign, nema húseigandi leyfi endurgjaldslaust að koma fyrir strengjum og öðrum símabúnaði í húsi og á lóð og ber þeim, er pantar sambandið, að sjá um, að slíkt leyfi húseiganda fáist.

1.3

Síminn ákveður, við hvaða stöð notendabúnaður skuli tengjast, númer hans og nánara fyrirkomulag og getur síðan breytt um númer, ef það telst nauðsynlegt.

1.4

Áskrifendum fjarskiptaþjónustu er skylt að fara vel og gætilega með allan búnað í eigu Símans er þeir hafa til afnota, og eru þeir bótaskyldir á öllu því, sem aflaga fer og ekki stafar af eðlilegu sliti, svo og öllu því, er glatast úr þeirra vörslu í þessum efnum. Óheimilt er að tengja annan notendabúnað við kerfi Símans en sem uppfyllir kröfur 61. og 65. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003 og ber CE merkingu því til staðfestingar.

1.5

Verði rof eða truflun á fjarskiptaþjónustu ber áskrifanda að taka notendabúnaðinn úr sambandi til þess að forðast frekara tjón. Síminn ber ekki ábyrgð á því, þótt fjarskiptasamband rofni um stund, en mun þó leitast við að koma fjarskiptasambandi á að nýju án ástæðulauss dráttar. Verði óþarfur dráttur af hálfu Símans á viðgerð má krefjast endurgreiðslu á afnotagjaldinu í hlutfalli við þann tíma, er sambandið er rofið.

1.6

Síminn tekur ekki á sig neina ábyrgð á tjóni sem rekja má til sambandsleysis, rofa á fjarskiptaþjónustu eða annarra truflana sem kunna að verða á rekstri fjarskiptanetsins eða mistaka við afgreiðslu símskeyta, hvort sem slíkt má rekja til línubilana, bilana í sambandastöðvum eða annarra ástæðna.

1.7

Símanum er heimilt að synja þeim um fjarskiptaþjónustu og/eða notendabúnað eða útiloka frá fjarskiptum um stundarsakir eða að fullu, sem eftir athugun reynist hafa verulega slæm áhrif á afgreiðslu fjarskiptaneta, eða ef búnaður þeirra er misnotaður, svo sem með endurteknum gabbhringingum eða öðrum truflunum.

1.8

Sé samband einhvers áskrifanda oft upptekið þannig að fjarskiptanetið eða einstakir hlutar þess truflast að mati Símans, getur félagið krafist þess, að áskrifandi fallist á lagfæringar t.d. með því að fjölga línum.

1.9

Síminn miðar við að þjónustubeiðnum, þ.m.t. beiðnum um nýjar tengingar við fastlínukerfi, rétthafabreytingar, viðtökur númera og um aðra þjónustuþætti, svo sem beiðnum um viðgerðir, sé sinnt eigi síðar en 14 dögum eftir að beiðni kemur fram, nema að óviðráðanleg atvik banni.

1.10

Áskrifanda er kunnugt um að Síminn mun safna saman og vinna úr persónuupplýsingum í skilningi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.  Síminn telst ábyrgðaraðili í skilningi laganna og er markmiðið með söfnun persónuupplýsinga einkum að tryggja að Síminn geti efnt skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavini og veitt honum þá þjónustu sem Símanum er að öðru leyti heimilt að veita, en einnig getur Síminn m.a. notað slíkar upplýsingar til:

  • Að hafa virkt eftirlit með notkun, þróun og virkni þeirrar þjónustu sem Síminn selur.
  • Að koma með ábendingar til viðskiptavinar um hentugri áskriftarleiðir og nýjar þjónustur á grundvelli greiningarvinnslu um notkunarmynstur.
  • Að tilkynna viðskiptavini um úreldar þjónustur sem hann kann að vera að nýta sér.
  • Að þróa nýjar vörur og þjónustur fyrir viðskiptavini Símans.
  • Ópersónugreinanlegrar tölfræðiúrvinnslu sem hægt er að afhenda 3ja aðila.
  • Markaðsrannsókna á grundvelli ópersónugreinanlegra upplýsinga.
  • Afhenta upplýsingar til yfirvalda á grundvelli viðhlítandi lagaheimilda eða dómsúrskurða.
  • Hafa eftirlit með rekstri og virkni fjarskiptakerfa Símans.

Vakin er athygli viðskiptavinar á upplýsingarétti hans skv. 18. og 19. gr. laganna og rétti hans til að upplýsingar um hann verði leiðréttar eða þeim eytt við nánar tilgreind skilyrði. Á ákvæðið við hvort sem viðskiptavinur er einstaklingur og/eða fyrirtæki.

1.11

Þeir, sem af ásettu ráði eða vítaverðu gáleysi valda skemmdum á notendabúnaði og fjarskiptanetum í eigu félagsins hafa fyrirgert rétti sínum til þjónustunnar og kunna að sæta kæru vegna brota á 176. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, nema verknaðinum sé þannig farið, að þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Um málsmeðferð fer skv. lögum nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.

2.0

Greiðsluskilmálar

2.1

Um gjald fyrir fjarskiptaþjónustu, sem og aðra þjónustu Símans, fer skv. sérstökum gjaldskrám sem Síminn gefur út og eru aðgengilegar hér.

2.2

Áskrifandi ber fulla ábyrgð á greiðslum til Símans vegna notkunar á fjarskiptaþjónustu og búnaði, óháð því hvort notkunin hafi verið heimiluð eða ekki. Síminn leitast við að vara áskrifanda við ef notkun hans á fjarskiptaþjónustu breytist stórfellt á stuttum tíma án viðhlítandi skýringa og ef það kann að vekja grunsemdir. Glati áskrifandi fjarskiptabúnaði, eða honum er stolið, ber áskrifanda að tilkynna Símanum um það án tafar en áskrifandi er ábyrgur fyrir allri notkun búnaðarins, sem og þjónustu honum tengdum, þar til slík tilkynning hefur borist Símanum.

2.3

Athugasemdir skulu gerðar við útgefna reikninga án tafar og eigi síðar en á eindaga, ella telst reikningur samþykktur. Berist athugasemdir of seint eða eftir eindaga, en atvik réttlæta með ótvíræðum hætti tafir á því að athugasemdir bárust, skal Síminn eins og frekast er unnt taka afstöðu til þeirra athugasemda.

2.4

Reikninga ber að greiða á gjalddaga. Reikningar skulu sendir áskrifendum með góðum fyrirvara, eða birtir á vefsvæði þeirra áskrifenda sem þess hafa óskað. Útskriftargjald greiðist fyrir hvern heimsendan reikning. Einstaklingar skráðir í netreikning greiða færslugjald.

2.5

Reikningstímabil miðast við almanaksmánuð og er útgáfudagur reikninga í lok mánaðar. Gjalddagi reikninga er 20. næsta mánaðar eftir útgáfudag og eindagi er 2. næsta mánaðar eftir gjalddaga. Sé reikningur ekki greiddur á eindaga skal áskrifandi greiða dráttarvexti, eins og þeir eru ákveðnir samkvæmt 1. mgr. 6. gr. Laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá og með gjalddaga til greiðsludags, auk þess sem gjald vegna innheimtuviðvörunar leggst á kröfu við útsendingu 2 dögum eftir eindaga.

2.6

Fyrir enduropnun á fjarskiptaþjónustu og samkomulag um uppgreiðslu vanskila greiðast sérstök gjöld.

3.0

Alþjónusta

3.1

Undir alþjónustu fellur:
i) almenn talsímaþjónusta
ii) aðstoð talsímavarðar (handvirk þjónusta)
iii) aðgangur að neyðarþjónustu og svörun neyðarsímtala
iv) aðgangur að upplýsingaþjónustu um símanúmer
v) almenningssímar
vi) almennur gagnaflutningur með allt að 128 kb/s bitahraða

3.2

Heimilt er að loka fyrir alþjónustu áskrifanda ef vanskil hafa staðið lengur en 30 daga frá eindaga útgefins reiknings fyrir alþjónustu, þó að undangenginni skriflegri aðvörun a.m.k. mánuði fyrir lokun. Lokun skal almennt ekki beitt, ef vanskil ná ekki kr. 5.000.

3.3

Fyrsta mánuð eftir lokun símasambands skal vera opið fyrir innhringingu fyrir áskrifanda. Jafnframt skal áskrifandi geta hringt í neyðarnúmerið 112.

3.4

Hafi Síminn fallist á niðurfellingu á réttmætri viðskiptakröfu sinni vegna alþjónustu á hendur áskrifanda, er heimilt að synja viðkomandi um frekari alþjónustu, nema að umrædd viðskiptaskuld sé gerð upp.

3.5

Ef gerð er tilraun til að komast hjá gjaldtöku á ólögmætan hátt eða reynt að koma gjaldskyldu yfir á óskyldan eða ógjaldfæran aðila er heimilt að loka á alþjónustu án viðvörunar.

3.6

Áskrifendum alþjónustu er heimilt að sækja fyrirfram um lokun fyrir aðrar þjónustutegundir, þ.m.t. þjónustu með yfirgjaldi.

4.0

Fjarskiptaþjónusta utan alþjónustu, þ.m.t. þjónusta með yfirgjaldi

4.1

Undir fjarskiptaþjónustu utan alþjónustu, og undir yfirgjaldsþjónustu, fellur:
i) þjónusta í 900 númerum
ii) GSM fjarskiptaþjónusta
iii) gagnaflutningur umfram 128 kb/s bitahraða
iv) þjónusta í númerum 1444, 1818
v) SMS áskrift

4.2

Heimilt er að loka á fjarskiptaþjónustu eftir eindaga reiknings, þar til skuld hefur verið að fullu greidd. Lokun skal almennt ekki beitt, ef vanskil ná ekki kr. 5.000.

4.3

Heimilt er að loka fyrir fjarskiptaþjónustu án fyrirvara ef svo stendur á sem hér er lýst:
i) Ef úttekt innan mánaðar vegna þjónustu sem fellur undir þennan kafla fer yfir 15.000 kr. hjá almennum áskrifendum.
ii) Ef Síminn hefur fallist á niðurfellingu á réttmætri viðskiptakröfu sinni á hendur viðkomandi.
iii) Ef gerð er tilraun til að komast hjá gjaldtöku á ólögmætan hátt er heimilt að loka án sérstakrar viðvörunar. Ef úttekt, strax eftir opnun sambands, telst vera óeðlileg eða getur bent til þess að komast eigi hjá greiðslu úttekta, er heimilt að loka á yfirgjaldsþjónustu án tafar.
iv) Ef reynt er að koma gjaldskyldu yfir á óskyldan eða ógjaldfæran aðila.

4.4

Heimilt er að synja aðila um fjarskiptaþjónustu ef slík synjun er reist á viðskiptalegum forsendum eða viðskiptin teljast óhagkvæm.

4.5

Heimilt er að synja aðila fyrirfram um viðskipti ef viðskiptavinur er á vanskilaskrám Símans, á almennum vanskilaskrám, s.s. ef gert hefur verið árangurslaust fjárnám hjá viðkomandi, hann misst forræði á búi sínu eða af sambærilegum ástæðum. Sama gildir um hvers konar félög og samtök ef svo háttar til um fyrirsvarsmann viðkomandi félags eða samtaka.

4.6

Síminn getur fyrirfram krafist sérstakra trygginga áður en stofnað er til fjarskipta.

4.7

Heimilt skal áskrifendum að sækja fyrirfram um lokun fyrir þjónustu sem fært er að loka á.

5.0

Uppsögn

5.1

Segja má fjarskiptaþjónustu upp um mánaðamót með minnst eins mánaðar fyrirvara, nema þar sem önnur ákvæði gilda, og skal uppsögn vera skrifleg.

5.2

Áskrifendur á einstaklingsmarkaði eiga rétt á því að segja skilmálum fyrirvaralaust upp án greiðslu skaðabóta þegar þeir fá tilkynningu um fyrirhugaða breytingu á skilmálum. Áskrifendur á einstaklingsmarkaði hafa eins mánaðar uppsagnarfrest áður en breytingar taka gildi.

6.0

Framsal

6.1

Óski áskrifandi eftir því að framselja þjónustusamning við Símann til þriðja aðila verður hann að óska eftir því skriflega við Símann. Framsal verður þó ekki heimilað af hálfu Símans nema áskrifandi hafi staðið skil á öllum ógreiddum gjöldum vegna þjónustunnar fram að þeim degi þegar framsalið er samþykkt.

7.0

Reikningsviðskipti vegna vörukaupa og annarrar þjónustu

7.1

Undir þennan kafla falla kaup aðila á vörum og annarri þjónustu en skv. öðrum köflum skilmála þessara.

7.2

Símanum er heimilt að synja aðila um reikningsviðskipti ef hann hefur ekki greitt útgefinn reikning vegna vörukaupa eða þjónustu þeim tengdum innan 15 daga frá gjalddaga reiknings.

7.3

Heimilt er að synja aðila fyrirfram um reikningsviðskipti ef viðskiptavinur er á vanskilaskrám Símans, á almennum vanskilaskrám, s.s. ef gert hefur verið árangurslaust fjárnám hjá viðkomandi, hann misst forræði á búi sínu eða af sambærilegum ástæðum. Sama gildir um hvers konar félög og samtök ef svo háttar til um fyrirsvarsmann viðkomandi félags eða samtaka.

7.4

Hafi Síminn fallist á niðurfellingu á réttmætri viðskiptakröfu sinni á hendur viðkomandi, eða félagi eða stofnun sem hann hefur verið í forsvari fyrir, er heimilt að synja viðkomandi um frekari reikningsviðskipti, nema að umrædd viðskiptaskuld sé gerð upp.

7.5

Heimilt er að synja aðila um reikningsviðskipti ef slík synjun er reist á viðskiptalegum forsendum eða viðskiptin teljast óhagkvæm.

7.6

Ef gerð er tilraun til að komast hjá gjaldtöku á ólögmætan hátt, er heimilt að loka á viðskipti, án sérstakrar viðvörunar. Ef úttekt er óeðlileg eða getur bent til þess að komast eigi hjá greiðslu úttekta, er heimilt að loka á viðskipti án tafar.

8.0

Önnur ákvæði

8.1

Þeim fjárhæðum sem tilgreindar eru í skilmálum þessum er Símanum heimilt að breyta í samræmi við þróun vísitölu.

8.2

Síminn áskilur sér rétt til þess að hafa samband við viðskiptavini sína í viðskiptalegum tilgangi, óháð skráningu þeirra í símaskrá. Viðskiptavinum er ávallt frjálst að afþakka slík samskipti af hálfu Símans.

8.3

Rísi ágreiningur um túlkun og skýringu á skilmálum þessum er heimilt að vísa þeim ágreiningi til úrskurðar Póst- og fjarskiptastofnunar. Skilmálar þessir gilda nema annað sé tekið fram í gildandi verðskrám og reglum fyrir hverja þjónustu sem Síminn hf. býður upp á.

9.0

10.0

11.0

12.0

13.0

14.0

15.0

Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.

Nafn

Kennitala

Netfang

Símanúmer

Heimilisfang

Skilaboð

Texti undir formi
Texti2 undir formi
Texti falinn
Ertu hjá Símanum?
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
0
kr./ mán.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.