Fræðsla fyrir umsækjendur

Fræðsla þessi er hluti af persónuverndarstefnu Símans (einnig vísað til „félagsins“) og lýsir vinnslu Símans á persónuupplýsingum einstaklinga sem sækja um störf hjá félaginu. Hér er jafnframt vísað til umsækjenda sem „þín“ og félagsins sem „okkar“, en við komum fram sem ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem unnið er með í tengslum við starfsumsókn þína.

Í persónuverndarstefnu Símans er fjallað nánar um réttindi þín á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“).

1.0

Persónuupplýsingar sem félagið safnar og vinnur

Við söfnum og varðveitum ýmsar persónuupplýsingar um umsækjendur og fer vinnsla og söfnun að hluta til eftir eðli þess starfs sem sótt er um.

Eftirfarandi eru dæmi um upplýsingar sem félagið safnar um umsækjendur:

  • samskiptaupplýsingar, svo sem nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer og tölvupóstfang;
  • mynd;
  • starfsumsóknir;
  • ferilskrár og upplýsingar um menntun, þjálfun og hæfni;
  • upplýsingar um starfsferil- og reynslu;
  • upplýsingar frá meðmælendum; og
  • upplýsingar úr starfsviðtölum.

Auk framangreindra upplýsinga kann félagið einnig að safna og vinna aðrar upplýsingar sem þú lætur félaginu í té í umsóknarferlinu, s.s. upplýsingar um fjölskylduhagi, áhugamál og annað sem þú vilt koma á framfæri.  

Að meginstefnu til aflar félagið persónuupplýsinga beint frá þér. Aftur á móti kann upplýsinga að vera aflað frá umsagnaraðilum. Í þeim tilvikum þar sem persónuupplýsinga er aflað frá öðrum þriðju aðilum mun félagið leitast við að upplýsa þig um slíkt.

Ef til þess kemur að þér verði boðið starf hjá félaginu kann félagið að óska eftir afriti eða upplýsingum úr sakavottorði sem og prófskírteini þínu, í tengslum við nánar tiltekin störf, áður en gengið er frá ráðningarsamningi. Þá kann félagið eftir atvikum að óska eftir samþykki þínu til upplýsingaöflunar úr saka- og vanskilaskrá.

2.0

Hvers vegna söfnum við persónuupplýsingum og á hvaða grundvelli?

Við söfnum persónuupplýsingum um umsækjendur fyrst og fremst til að leggja mat á hæfni viðkomandi til að gegna því starfi sem um ræðir.

Þær persónuupplýsingar sem við vinnum með um þig eru unnar í tengslum við umsókn þína um starf hjá félaginu, þ.e. á grundvelli beiðni þinnar um að gera samning við félagið. Þá eru upplýsingar um umsagnaraðila unnar á grundvelli lögmætra hagsmuna félagsins af því að velja hæfasta umsækjandann í viðkomandi starf.

Komi til þess að félagið óski eftir upplýsingum úr sakaskrá byggir sú vinnsla á lögmætum hagsmunum Símans af því að ráða ekki starfsfólk sem gerst hefur brotlegt við lög í nánar tilgreind störf, s.s. í stjórnunarstöður. Komi til þess að óskað verði eftir upplýsingum úr vanskilaskrá byggir sú vinnsla jafnframt á lögmætum hagsmunum félagsins. Vinnsla á upplýsingum úr saka- og vanskilaskrá kann jafnframt að byggja á samþykki þínu.

Það skal tekið fram að veitir þú félaginu ekki umbeðnar upplýsingar í ráðningarferli getur það leitt til þess að félagið getur ekki ráðið þig til starfa.

3.0

Aðgangur að persónuupplýsingum og miðlun til þriðja aðila

Aðgangur að upplýsingum um umsækjendur takmarkast við mannauðsdeild félagsins og stjórnendur og yfirmenn þess starfs sem sótt er um.

Tekið skal fram að félagið nýtir sér vinnsluaðila í tengslum við upplýsingatækniþjónustu þar sem persónuupplýsingar þínar kunna að vera hýstar eða gerðar aðgengilegar vegna slíkrar þjónustu.

Félagið mun ekki miðla persónuupplýsingum utan Evrópska efnahagssvæðisins nema slíkt sé heimilt á grundvelli viðeigandi persónuverndarlöggjafar.

4.0

Varðveisla á persónuupplýsingum

Við lok ráðningarferils mun félagið eyða persónuupplýsingum þínum verði ekki af ráðningu. Ef um almenna umsókn er að ræða eyðir félagið persónuupplýsingum þínum er sex (6) mánuðir eru liðnir frá móttöku umsóknar.

Félagið kann hins vegar að óska eftir samþykki þínu fyrir lengri varðveislutíma. Í slíkum tilvikum er þér ávallt heimilt að afturkalla samþykki þitt.

Verði af ráðningu mun félagið flytja persónuupplýsingar þínar í starfsmannamöppu hjá félaginu og um þá vinnslu er kveðið í sérstakri stefnu félagsins.

5.0

Útgáfa

Útgáfa 1.0, gildir frá 1. september 2018.

6.0

7.0

8.0

9.0

10.0

11.0

12.0

13.0

14.0

15.0

Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.

Nafn

Kennitala

Netfang

Símanúmer

Heimilisfang

Skilaboð

Texti undir formi
Texti2 undir formi
Texti falinn
Ertu hjá Símanum?
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
0
kr./ mán.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.