Heimilispakkinn, til 30. apríl 2021

Skilmálar um samsetta þjónustu sem inniheldur fleiri en eina tegund þjónustu og seld er undir heitinu Heimilispakki.

1.0

Almennir skilmálar

1.1
Almennir skilmálar fyrir fjarskipti og skilmálar hverrar þjónustu fyrir sig gilda nema ef þeir stangast á við skilmála Heimilispakka, gilda þá skilmálar Heimilispakka.

1.2
Óski viðskiptavinur eftir því að segja upp Heimilispakka en halda áskrift af stökum þjónustuþáttum áfram, þá er gjaldfært á grundvelli verðskrár vegna viðkomandi þjónustu og gilda skilmálar viðkomandi þjónustu eftir því sem við á hverju sinni.

1.3
Línugjald er ekki innifalið í áskrift.

1.4
Verð fyrir þjónustuna kemur fram í verðskrá eins og hún er á hverjum tíma.

2.0

Heimasími

2.1
Til þess að geta nýtt Endalausan heimasíma þarf viðskiptavinur að tengja símtæki sitt við netbeini.

2.2
Ef viðskiptavinur er ekki með rétta gerð af beini getur hann sótt slíkan í næstu verslun Símans eða til endursöluaðila.

2.3
Hafi viðskiptavinur ekki tengt símtækið sitt við netbeini innan 10 daga frá kaupum á Heimilispakka þá áskilur Síminn sér rétt til að flytja númerið í netbeininn, og þegar við á, að segja upp fyrri fastlínu talsímaþjónustunni.

2.4
Innifalið í áskriftinni eru öll símtöl og mínútur í íslenska heimasíma og íslenska farsíma. Notkun sem er ekki innifalin er meðal annars, en ekki einskorðað við, símtöl til útlanda og símtöl í yfirgjaldsþjónustur.

2.5
Við flutning af almenna talsímakerfinu og yfir í Endalausan heimasíma geta sérþjónustur heimasíma dottið út og mögulega ekki verið í boði að fá aftur. Það er á ábyrgð viðskiptavinar að kynna sér virkni þjónustu og að þjónustan virki með fullnægjandi hætti eftir flutning. Síminn bætir ekki upp mögulegan skaða sem þetta kann að valda.

3.0

Internet

3.1
Innifalið gagnamagn er 500 GB.

3.2
Fari viðskiptavinur umfram innifalið gagnamagn gilda sömu skilmálar og fyrir aðrar internetáskriftir.

4.0

Sjónvarpsþjónusta Símans

4.1
Innifalið í Hemilispakka er áskrift að Sjónvarpi Símans, Sjónvarp Símans Premium, erlendar rásir og notkun á Sjónvarps Símans appi.

5.0

Farsímaþjónusta

5.1
Farsímaþjónusta er innifalin í Heimilispakka með þeim hætti að áskrifandi að Heimilispakka getur fengið tífalda stækkun á gagnamagni tiltekinnar áskriftarleiðar. Gildir stækkunin eingöngu um eftirtaldar áskriftarleiðir:

  • Endalausar mínútur
  • Þrenna
  • Fyrirtækjaáskrift
  • 4G Netáskrift

Síminn getur fjölgað áskriftarleiðum sem falla undir þessa grein 5.1. eins og félagið telur nauðsynlegt hverju sinni og er það þá tekið fram í verðskrá viðkomandi áskriftarleiðar.

5.2
Áskrifandi, þ.e. einstaklingur en ekki lögaðili, að Heimilispakka getur tengt farsímaþjónustu fjölskyldumeðlima við Heimilispakka og njóta viðkomandi áskrifendur einnig tífaldrar stækkunar gagnamagns, að því gefnu að fjölskyldumeðlimur sé í framangreindum áskriftarleiðum sem tilgreindar eru í grein 5.1.

Áskrifandi getur tengt að hámarki sex farsímanúmer við Heimilispakka. Með fjölskyldumeðlim er átt við einstakling sem býr á sama heimili og áskrifandi Heimilispakka sem og börn áskrifenda Heimilispakka, þótt þau deili ekki sama heimili. Hver fjölskyldumeðlimur getur aftengt sitt númer sem og áskrifandi Heimilispakka getur aftengt númer fjölskyldumeðlima og gildir stækkunin út þann mánuð þegar aftenging er tilkynnt Símanum.

Með tengingunni fá áskrifendur farsímanúmera upplýsingar um nafn þess áskrifanda að Heimilispakka sem tengdi farsímanúmer hans við Heimilispakkann.

5.3
Ónýtt innifalið gagnamagn færist ekki á milli mánaða, nema annað sé skýrlega tekið fram í skilmálum eða verðskrá viðkomandi farsímaáskriftarleiðar.

5.4
Síminn áskilur sér rétt til þess að takmarka, draga úr eða loka farsímaþjónustu áskrifenda og/eða fjölskyldumeðlima, ef notkun á farsímaþjónustunni hefur neikvæð áhrif á upplifun og notkun annarra notenda á farsímakerfi Símans, eða rekstur og virkni kerfisins, hvort sem það er í hluta eða heild. Skal Síminn leitast við að tilkynna áskrifanda um slíkar takmarkanir fyrirfram nema takmörkun sé nauðsynleg af brýnum ástæðum og skal þá tilkynna notenda um lokun eins fljótt og kostur er.

5.5
Að öðru leyti gilda skilmálar og verðskrá viðkomandi áskriftarleiðar, þar með talið en ekki einskorðað við takmarkanir vegna sanngjarnar notkunar í útlöndum, gjaldskrá vegna umframgagnamagns og sviksamleg notkun þjónustunnar.

6.0

Spotify

6.1
Ef áskrift Spotify er virkjuð þá gilda áskriftarskilmálar Spotify.

6.2
Niðurhal og streymi efnis telur af inniföldu gagnamagni internettengingar.

7.0

8.0

9.0

10.0

11.0

12.0

13.0

14.0

15.0

Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.

Nafn

Kennitala

Netfang

Símanúmer

Heimilisfang

Skilaboð

Texti undir formi
Texti2 undir formi
Texti falinn
Ertu hjá Símanum?
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
0
kr./ mán.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.