IP/MPLS- og ATM-tengingar

Skilmálar þessir gilda þegar IP/MPLS- og ATM-tengingar eru keyptar í smásölu hjá Símanum.

1.0

Gildissvið

1.1
Skilmálar þessir gilda þegar IP/MPLS- og ATM-tengingar eru keyptar í smásölu hjá Símanum. Þar sem ákvæðum skilmálanna sleppir gilda ákvæði almennra skilmála Símans um fjarskiptaþjónustu eins og þeir eru hverju sinni.

Gildir frá 15. júní 2010

2.0

Skilgreiningar

2.1
Í skilmálum þessum hafa eftirtalin orð þá merkingu sem greinir hér að neðan.

  • Rétthafi: sá aðili sem skráður er kaupandi þjónustunnar í kerfi Símans.
  • Greiðandi: sá aðili sem Síminn sendir reikninga vegna notkunar þjónustunnar.
  • Þjónusta: IP/MPLS- og ATM-tengingar sem seldar eru í smásölu hjá Símanum.
3.0

Ábyrgð og skyldur Símans og réttindi viðskiptavinar

3.1
Síminn reynir eftir fremsta megni að tryggja hámarksgæði þjónustunnar og öryggi við notkun hennar.

3.2
Síminn ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af reynist ekki unnt að nota þjónustuna af einhverjum ástæðum eða vegna notkunar á þjónustunni að einhverju leyti.

4.0

Ábyrgð og skyldur viðskiptavinar og þjónustuaðila og réttindi Símans

4.1
Nýtingarhlutfall burðargetu stakrar línu skal ekki nema meiru en 7% að meðaltali á mánuði. Skal nýtingarhlutfall burðargetu miðast við þá burðargetu sem þjónustuaðili kaupir.

4.2
Rétthafi ber ábyrgð á allri notkun þjónustunnar. Rétthafi ber ábyrgð á greiðslum allra reikninga, hvort sem annar aðili er skráður greiðandi þjónustunnar eður ei.

4.3
Viðskiptavinur ber ábyrgð á greiðslum til Símans vegna notkunar á þjónustunni, hvort sem sú notkun fer fram með heimild viðskiptavinar eða ekki.

4.4
Síminn áskilur sér rétt til að forgangsraða umferð um IP/MPLS net sitt.

4.5
Rétthafi er ábyrgur fyrir því að ákvæðum þessara skilmála sé fylgt.

5.0

Heimil notkun þjónustunnar

5.1
Óheimilt er að nota aðgang annarra að þjónustunni, þ.m.t. að samnýta aðgang annars aðila með heimild hans eða án, eða að heimila þriðja aðila að samnýta aðgang að þjónustunni nema með skriflegu leyfi Símans.

5.2
Óheimilt er að nota aðgang að þjónustunni til að trufla samskipti eða valda óeðlilegu álagi á tengingum annarra.

5.3
Óheimilt er að nota aðganginn á hvern þann hátt sem er til þess ætlaður að hafa áhrif á gjaldtöku eða komast hjá gjaldtöku, t.d. fyrir sótt gagnamagn.

5.4
Óheimil er uppsetning hugbúnaðar eða starfræksla þjónustu á tölvum eða einkanetum sem truflað getur kerfisrekstur Símans og/eða þjónustu við viðskiptavini.

6.0

Annað

6.1
Brot á ákvæðum skilmálanna getur valdið fyrirvaralausri lokun á þjónustunni. Áskilinn er réttur til þess að synja þjónustuaðila um þjónustuna um stundarsakir eða til frambúðar ef brotið er gegn ákvæðum skilmálanna.

6.2
Síminn áskilur sér rétt til að endurskoða þessa skilmála. Verða breytingar á þeim tilkynntar á vefsíðu Símans, www.siminn.is, með að minnsta kosti 30 daga fyrirvara.

7.0

8.0

9.0

10.0

11.0

12.0

13.0

14.0

15.0

Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.

Nafn

Kennitala

Netfang

Símanúmer

Heimilisfang

Skilaboð

Texti undir formi
Texti2 undir formi
Texti falinn
Ertu hjá Símanum?
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
0
kr./ mán.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.