Markmiðið með jafnréttisáætlun Símans er að tryggja að unnið sé í samræmi við mannauðs- og jafnréttisstefnu Símans. Jafnréttisáætluninni er jafnframt ætlað að tryggja að unnið sé í takt við þær kröfur sem fram koma í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, sem samþykkt voru á Alþingi 26. febrúar 2008.
1. Unnið skal að því að kynjahlutföll verði á bilinu 40/60 í öllum skipulagseiningum Símans sem og í öllum stjórnendateymum Símans.
Ábyrgð: Framkvæmdastjóri hvers sviðs Símans, forstöðumenn og mannauðsstjóri.
Mæling: Fylgst verði með kynjahlutfalli eftir sviðum, deildum og í stjórnendateymum Símans.
Tímarammi: Tölfræði tekin saman á 6 mánaða fresti.
2. Laus störf skulu standa báðum kynjum til boða.
Ábyrgð: Stjórnandi sem stendur fyrir ráðningu ásamt ábyrgðaraðila ráðningar.
Mæling: Fylgst verði með kynjahlutfalli umsækjenda, þeirra sem koma í ráðningaviðtöl og þeirra sem eru ráðnir.
Tímarammi: Tölfræði tekin saman á 3ja mánaða fresti.
3. Kynin skulu njóta sömu möguleika á þróast áfram í starfi, hvort heldur sem er í átt til frekari sérfræðistarfa eða í stjórnunar- og/eða ábyrgðarstöður.
Ábyrgð: Stjórnandi sem stendur fyrir ráðningu ásamt ábyrgðaraðila ráðninga og starfsþróunar.
Mæling: Fylgst verði með kynjahlutfalli umsækjenda, þeirra sem koma í ráðningaviðtöl og þeirra sem ráðnir eru.
Tímarammi: Tölfræði tekin saman á 6 mánaða fresti.
Markmið Símans er að vinnuumhverfið stuðli að faglegum vexti starfsfólks innan fyrirtækisins með markvissri þjálfun, lifandi endurgjöf ásamt fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Tryggja skal að kynin njóti sömu möguleika til sí- og endurmenntunar.
1. Kynin skulu njóta sömu möguleika til starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings öðrum störfum.
Ábyrgð: Mannauðsstjóri, stjórnendur og ábyrgðaraðili fræðslumála.
Mæling: Fylgst verði með kynjahlutfalli þeirra sem fá úthlutaða námsstyrki.
Tímarammi: Tölfræði tekin saman eftir úthlutun námsstyrkja 2x ári.
Hjá Símanum eiga starfskjör að taka mið af hlutverki, ábyrgð og frammistöðu í starfi. Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun séu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla.
1. Stefnt er að því að tryggja jöfn laun kynjanna. Sömu laun skulu greidd fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf.
Ábyrgð: Forstjóri, framkvæmdastjórn, mannauðsstjóri.
Mæling: Úttektir ytri fagaðila og vottun á jafnlaunakerfi Símans. Niðurstöður launagreininga
Tímarammi: Árlegar úttektir á jafnlaunakerfi Símans og ársfjórðungslegar launagreiningar.
Síminn vill auðvelda starfsfólki að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu og leggur áherslu á sveigjanleika þannig að starfsfólk geti, óháð kyni, axlað ábyrgð á fjölskyldu og heimili. Síminn leggur jafnframt áherslu á að allt starfsfólk skuli njóta virðingar, hafa jafna stöðu innan fyrirtækisins og að einstaklingum sé ekki mismunað á grundvelli kyns, aldurs, þjóðernis, fötlunar, trúarbragða eða kynhneigðar. Tekin er skýr afstaða gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi og áhersla lögð á að enginn sæti kynbundinni eða kynferðislegri áreitni, einelti né ofbeldi af neinu tagi.
1. Tryggja skal að allt starfsfólk, óháð kyni, geti samræmt fjölskyldu- og atvinnulíf.Tekið skal tillit til heilsufars og erfiðra fjölskylduaðstæðna starfsfólks.
Ábyrgð: Allir stjórnendur.
Mæling: Jafnvægi milli vinnu og einkalífs mælt í árlegri vinnustaðagreiningu.
Tímarammi: Vinnustaðagreining 1x ári.
2. Að koma í veg fyrir og/eða útrýma einelti, áreitni og/eða ofbeldi, sama í hvaða mynd það birtist.
Ábyrgð: Stjórnendur ásamt mannauðsstjóra.
Mæling: Mælt í árlegri vinnustaðagreiningu.
Tímarammi: Árlegar vitundarkynningar á stefnu og viðbragðsáætlun og vinnustaðagreining 1x á ári.
3. Efla vitund og þekkingu starfsfólks á jafnréttismálum og góðum samskiptaháttum.
Ábyrgð: Stjórnendur ásamt mannauðsstjóra.
Mæling: Mælt í árlegri vinnustaðagreiningu.
Tímarammi: Vinnustaðagreining 1x á ári.
Forstjóri og framkvæmdastjórn ásamt mannauðsstjóra skulu hafa forgöngu um endurskoðun jafnréttisáætlunar á þriggja ára fresti eða oftar ef þörf krefur, til að tryggja að hún samrýmist lögum um jafnrétti og stefnu Símans á hverjum tíma. Hún er lögð fyrir og staðfest af framkvæmdastjórn og undirrituð af mannauðsstjóra Símans.
Reykjavík, 20. nóvember 2019