Leiga á endabúnaði persónuverndarstefna

Fræðsla þessi er hluti af persónuverndarstefnu Símans og lýsir vinnslu Símans á persónuupplýsingum sem safnast við notkun á endabúnaði sem viðskiptavinur leigir af Símanum og notar í tengslum við gagnaflutning og internetþjónustu.

1.0

Fræðsla varðandi leigu á endabúnaði

Fræðsla þessi er hluti af persónuverndarstefnu Símans (einnig vísað til „félagsins“) og lýsir vinnslu Símans á persónuupplýsingum sem safnast við notkun á endabúnaði (einnig vísað til „búnaðar“) sem viðskiptavinur leigir af Símanum og notar í tengslum við gagnaflutning og internetþjónustu.

Í fræðslu þessari er jafnframt vísað til viðskiptavina sem „þín“ og félagsins sem „okkar“, en við komum fram sem ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem unnið er með í tengslum við þessa þjónustu.
Í persónuverndarstefnu Símans er fjallað nánar um réttindi þín á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“).

2.0

Vinnsla Símans á persónuupplýsingum viðskiptavina

Síminn safnar og vinnur með eftirfarandi upplýsingar í tengslum við notkun viðskiptavinar á endabúnaði:

  • Upplýsingar um tæki sem tengjast búnaðnum (t.d. tölvur, símar og spjaldtölvur), þ.e. hvort tæki sé með virka tengingu við búnaðinn, einkenni tækja (t.d. MAC fang og hostnafn), magn gagna sem sent er til og frá tækinu um búnaðinn, villutalningar í netsamskiptum milli tækja og búnaðarins og sendistyrkur þráðlauss sambands milli tækja og búnaðarins
  • Heiti þráðlausra neta búnaðarins og heiti og styrkur þráðlausra neta í nágrenni búnaðarins
  • Magn gagna sem sent er til og frá búnaðnum
  • Villutalning í netsamskiptum
  • Innri og ytri IP tölur
  • Port Mapping(s) í búnaðnum
  • Hve lengi tenging hefur verið virk
  • Símanúmer og línunúmer sem tengd hafa verið búnaðnum
  • Upplýsingar um fjölda símtala sem fara um búnaðinn

Tekið skal fram að ekki er verið að greina hvaða umferð fer um endabúnað viðskiptavinar, heldur bara magn umferðar og villufjölda.

3.0

Hvers vegna söfnum við persónuupplýsingum og á hvaða grundvelli?

Tilgangur félagsins með söfnun og vinnslu á persónuupplýsingunum er tvíþættur.

Annars vegar er tilgangurinn að greina og leysa vandamál sem upp koma, að beiðni viðskiptavinar. Sú vinnsla byggir á samningi, eða beiðni um að gera samning, samkvæmt persónuverndarlögum.

Hins vegar er tilgangurinn að fylgjast með að endabúnaðurinn virki sem best fyrir viðskiptavin og gera Símanum kleift að greina vandamál og bilanir til að lagfæra eða ráðleggja viðskiptavin um nauðsynlegar ráðstafanir. Síminn kann þannig að hafa samband við viðskiptavin af fyrra bragði með ábendingar og aðstoð, eftir því sem við á. Sú vinnsla byggir á lögmætum hagsmunum Símans að geta boðið viðskiptavini sem bestu þjónustuna.

Þær upplýsingar sem safnast í tengslum við notkun viðskiptavinar á endabúnaði eru eingöngu notaðar í ofangreindum tilgangi og ekki í tengslum við óskylda þjónustu sem Síminn kann eftir atvikum að bjóða viðskiptavin.

4.0

Aðgangur að persónuupplýsingum og miðlun til þriðja aðila

Aðgangur að þeim gögnum sem kerfið safnar, svokölluðum hrágögnum, verður takmarkaður við fámennan hóp tæknimanna sem fæst við endabúnað. Almennari niðurstöður sem hafa verið unnar úr hrágögnunum og hafa það markmið að geta þjónustað viðskiptavin betur, verða í boði til framlínu og í einhverjum tilfellum beint til viðskiptavina.

Telji Síminn ástæðu til þess að ráðleggja viðskiptavin að fyrra bragði um einhverjar breytingar eða ráðstafanir til að tryggja að endabúnaður virki sem best, fær framlína jafnframt aðgang að þeim upplýsingum í þeim tilgangi að koma slíkum ábendingum áfram til viðskiptavinar.

Tekið skal fram að félagið nýtir sér vinnsluaðila í tengslum við upplýsingatækniþjónustu þar sem persónuupplýsingar þínar kunna að vera hýstar eða gerðar aðgengilegar vegna slíkrar þjónustu. Síminn hefur gripið til fullnægjandi ráðstafana og gengið frá skriflegum vinnslusamningum við slíka aðila þar sem m.a. er tryggður trúnaður og öryggi persónuupplýsinga tryggt.

Félagið mun ekki miðla persónuupplýsingum utan Evrópska efnahagssvæðisins nema slíkt sé heimilt á grundvelli viðeigandi persónuverndarlöggjafar.

5.0

Varðveisla á persónuupplýsingum

Hrágögn eru aldrei geymd lengur en í 7 daga.

Unnin gögn eru geymd í allt að eitt ár.

Ráðleggingar eða niðurstöður úr vinnslum geta verið vistaðar á meðan á viðskiptasambandi stendur.

6.0

7.0

8.0

9.0

10.0

11.0

12.0

13.0

14.0

15.0

Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.

Nafn

Kennitala

Netfang

Símanúmer

Heimilisfang

Skilaboð

Texti undir formi
Texti2 undir formi
Texti falinn
Ertu hjá Símanum?
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
0
kr./ mán.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.