Netfrelsi

1.0

Gildissvið

1.1
Skilmálar þessir gilda um netþjónustu yfir farsímanet (4G/3G/GPRS), hér eftir nefnd „netþjónustan“ sem veitt er af Símanum hf., hér eftir nefnt „Netfrelsi“.

1.2
Skilmálar þessir geta tekið breytingum. Tilkynnt verður um breytingar á skilmálum hér, eða eftir atvikum með sendingu tölvupósts eða SMS skilaboða.

2.0

Afköst þjónustu, gjaldfærsla og ábyrgðartakmarkanir

2.1
Viðskiptavinur Netfrelsis Símans er sá aðili sem greiðir fyrir inneignir í Netfrelsi.

2.2
Viðskiptavinur ber ábyrgð á notkun símanúmersins og greiðslum vegna notkunar þess.

3.0

Afköst þjónustu, gjaldfærsla og ábyrgðartakmarkanir

3.1
Síminn kappkostar að uppfylla væntingar notenda til Netfrelsis, tryggja stöðugleika þjónustunnar og gæði.

3.2
Síminn tryggir ekki að hraði nettengingar notanda sé ávallt sá sami og áskrift hans segir til um. Hraði tengingar hans er t.a.m. háður fjölda, staðsetningu og afkastagetu senda.

3.3
Síminn ber ekki ábyrgð á því þótt samband rofni um stund en mun þó leitast við að koma sambandi á að nýju án ástæðulauss dráttar.

3.4
Síminn ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til sambandsleysis, rofs á þjónustunni eða annarra truflana sem kunna að verða á rekstri Netfrelsis, af hvaða völdum sem er.

3.5
Síminn ber ekki ábyrgð á tjóni sem þriðji aðili veldur.

3.6
Um gjald fyrir aðgang að Netfrelsi fer eftir gjaldskrám Símans sem birtar eru hér.

3.7
Í þjónustuleiðum í Netfrelsi er allt gagnamagn mælt, bæði hvað varðar niðurhal og/eða upphal á innlendum og/eða erlendum gögnum.

4.0

Ábyrgð notanda

4.1
Viðskiptavinur ber fulla ábyrgð á allri notkun sem tengist Netfrelsi og annarri þjónustu sem veitt er í tengslum við það.

4.2
Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir greiðslum og allri notkun Netfrelsis sem fer fram með notkun símanúmers hans og/eða með þeim tækjabúnaði sem tengdur er farsímaneti Símans í nafni viðskiptavinar.

4.3
Viðskiptavinur skal gæta þess að lykilorð/aðgangsorð sem eru fengin honum og tengjast þjónustunni, t.a.m. PIN/PUK númer símkortsins og aðgangur að þjónustusíðum á netinu, komist ekki í hendur þriðja aðila.

4.4
Viðskiptavinur ber ábyrgð á greiðslum til Símans vegna notkunar sem á sér stað á Netfrelsi og/eða búnaði, hvort sem viðskiptavinur hefur heimilað slíka notkun eða ekki.

4.5
Ef viðskiptavinur glatar símkorti eða netlykli ber honum að tilkynna það án tafar til Símans. Hægt er að tilkynna um týnt eða glatað símkort hjá þjónustuveri Símans í síma 800-7000 allan sólarhringinn.

5.0

Verð og greiðsluskilmálar

5.1
Gjald fyrir Netfrelsi, sem og aðra þjónustu Símans, fer samkvæmt verðskrá sem Síminn gefur út og er hér. Upplýsingar um verðskrá má einnig nálgast hjá þjónustuveri Símans í síma 800-7000.

5.2
Síminn áskilur sér rétt til að breyta þeim fjárhæðum sem tilgreindar eru í verðskrá. Breytingar á verðskrá eru auglýstar á vefsíðu Símans með 30 daga fyrirvara og/eða tilkynnt um slíkar breytingar með tölvupósti til viðskiptavinar.

5.3
Viðskiptavini ber að tryggja greiðslur vegna notkunar á Netfrelsi með debet- eða kreditkorti áður en hann hefur notkun þjónustunnar. Notkun viðskiptavinar er gjaldfærð sjálfkrafa af því debet- eða kreditkorti sem hann framvísar. Komi í ljós að viðskiptavinur er ekki rétthafi þeirra greiðslukorta sem hann hefur framvísað áskilur Síminn sér rétt til að synja viðskiptavini án fyrirvara um veitingu þjónustunnar. Hámarksupphæð áfyllinga á hvert debet- eða kreditkort í Netfrelsi Símans er 30 þúsund á sólarhring og/eða 60 þúsund á viku.

5.4
Einungis er hægt að kaupa netlykil með afborgunum ef greitt er fyrir með kreditkorti. Allir samningar um greiðsludreifingu eru framseldir í innheimtu til Borgunar hf.

5.5
Síminn áskilur sér rétt til að aftengja Netfrelsisnúmer að liðnum 15 mánuðum frá því að síðasta áfylling sem fór fram fyrir þjónustu og/eða símanúmer viðskiptavinar rennur út.

5.6
Gildistími inneigna í Netfrelsi er svohljóðandi:
Gildistími er til miðnættis 31 degi eftir að inneign er keypt. Að þeim tíma liðnum fyrnist hún og rennur út.
Við kaup á áfyllingu, þegar virk inneign er til staðar, er gildistími framlengdur um 31 dag frá síðasta áfyllingardegi.

5.7
Síminn leitast við að birta upplýsingar um sundurliðaða notkun á siminn.is. Síminn ábyrgist þó ekki að notkun verði birt jafnóðum og hún á sér stað. Markmið Símans er að birta notkunarupplýsingar innan tveggja klukkustunda frá því að notkun á sér stað. Þó er áskilinn réttur til þess að birta slíkar upplýsingar síðar ef þörf krefur

6.0

Vanefndir og lok viðskiptasambands

6.1
Ef viðskiptavinur stendur ekki við skuldbindingar sínar samkvæmt samningi við Símann er Símanum heimilt að rjúfa nettengingu viðskiptavinar eða takmarka möguleika viðskiptavinar á annan hátt til að notfæra sér þjónustu Símans.

7.0

Annað

7.1
Síminn áskilur sér rétt til að senda viðskiptavini markpóst og fréttabréf með tölvupósti. Slíkar tilkynningar frá Símanum til viðskiptavinar, auk annarra, verða sendar með tölvupósti á það netfang sem viðskiptavinur hefur tilgreint. Viðskiptavinur getur þó afþakkað þá þjónustu, enda hafi hann samband við Símann vegna þess.

7.2
Að öðru leyti en kveðið er á um í skilmálum þessum gilda almennir fjarskiptaskilmálar Símans hf. um réttindi og skyldur viðskiptavinar og Símans.

8.0

9.0

10.0

11.0

12.0

13.0

14.0

15.0

Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.

Nafn

Kennitala

Netfang

Símanúmer

Heimilisfang

Skilaboð

Texti undir formi
Texti2 undir formi
Texti falinn
Ertu hjá Símanum?
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
0
kr./ mán.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.