Notkun í útlönd

1.0

Almennt um notkun í útlöndum

 • Innifalin notkun áskriftarleiðar gildir einungis á Íslandi og innan EES svæðisins. Í gildi er svokallaðar reglur um sanngjarna noun (e.Fair Usage Policy). Síminn áskilur sér rétt til að gjaldfæra viðskiptavin samkvæmt fyrrnefndum reglum fari notkun viðskiptavinar umfram það sem eðlilegt getur talist innan EES svæðisins.
 • Innifalin notkun þjónustunnar gildir ekki utan EES svæðisins og því er öll notkun utan svæðisins gjaldfærð í samræmi við gildandi verðskrá hverju sinni.
 • Noti viðskiptavinur þjónustuna erlendis er viðskiptavinur tengdur fjarskiptakerfum annara aðila. Í því felst að gæði og virkni þjónustunnar eru utan stjórnar Símans.
 • Til þess að verja viðskiptavini fyrir miklum kostnaði áskilur Síminn sér rétt á að setja þak á gagnanotkun sem á sér stað erlendis. Upplýsingar um gagnanotkun berast ekki ávallt í rauntíma og því getur viðskiptavinur fengið hærri reikning en þakinu nemur.
 • Sé viðskiptavinur nálægt landamærum lands, sem telst ekki hluti af EES svæðinu gæti hann mögulega tengst fjarskiptakerfi þess lands sem veldur því að innifalin notkun þjónustunnar er ekki í gildi. Sé viðskiptavinur nálægt slíkum landamærum mælir Síminn með því að viðskiptavinur slökkvi á gagnareiki eða fylgist vel með því, hvaða farsímaneti tæki viðskiptavinar er á.
2.0

Ferðapakki

 • Ferðapakkinn er þjónusta sem viðskiptavinir geta nýtt í þeim tilgangi að nota farsíma í ákveðnum löndum utan EES svæðisins án þess að greiða hefðbundið reikigjald fyrir þá notkun.
 • Ferðapakkinn er í boði, fyrir bæði frelsisnúmer í útlandaþjónustu og áskrift.
 • Viðskiptavinur þarf að skrá farsímanúmer sitt fyrir þjónustunni á þjónustuvef, Appinu eða með því að senda sms-ið „ferðapakki“ í númerið 1900.
 • Eftir að farsímanúmer hefur verið skráð í Ferðapakkann, virkjast hann um leið og númerið tengist þjónustuaðila í öðru landi sem Síminn er með samning við.
 • Á Síminn.is getur þú séð í hvaða löndum Ferðapakkinn gildir.
 • Viðskiptavinur greiðir daggjald fyrir þjónustuna, samkvæmt gildandi verðskrá hverju sinni sé farsími notaður í útlöndum. Daggjaldið gildir fyrir alla símnotkun frá síðasta miðnætti til næsta miðnættis að staðartíma. Ef innifalið gagnamagn er klárað innan dags er auka gagnamagni bætt við og annað daggjald er skuldfært á reikning. Nánari upplýsingar um verð og innifalda þjónustu ferðapakkans má nálgast á Síminn.is
 • Panti viðskiptavinur Ferðapakka á farsímanúmer helst sú skráning þar til Ferðapakki er afskráður. Í þessu felst að ekki þarf að skrá farsíma í Ferðapakkann í hvert skipti sem viðskiptavinur fer til útlanda. Síminn upplýsir viðskiptavin ávallt með smáskilaboðum hvort farsími hans sé skráður fyrir ferðapakka þegar viðskiptavinur tengist erlendum þjónustuaðila.
 • Panti viðskiptavinur Ferðapakka á farsímanúmer með Aukanúmer eru öll tengd símanúmer skráð í Ferðapakka. Einungis er hægt að vera með öll númer eða engin samtengd númer skráð í Ferðapakka. Allir þeir aðilar sem hafa aukanúmer, þ.e. Gagnakort og Fjölskyldukort tengt við aðalnúmer geta pantað eða skráð úr Ferðapakka. Sé viðskiptavinur með aukanúmer með áskrift þá nota öll númerin gagnamagnið í Ferðapakkanum ef þau eru erlendis á sama tíma.
 • Það er á ábyrgð viðskiptavinar að skrá sig úr Ferðapakkanum.
3.0

Útgáfa

1. janúar 2020.

4.0

5.0

6.0

7.0

8.0

9.0

10.0

11.0

12.0

13.0

14.0

15.0

Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.

Nafn

Kennitala

Netfang

Símanúmer

Heimilisfang

Skilaboð

Texti undir formi
Texti2 undir formi
Texti falinn
Ertu hjá Símanum?
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
0
kr./ mán.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.