Símaappið

„Síminn“ er smáforrit (e. app) sem Síminn hf. býður viðskiptavinum sínum að hlaða niður og nota án endurgjalds. Smáforritið er aðgengilegt á Google Play og í Apple App Store.

Smáforritið gerir notendum kleift að nálgast á einum stað yfirlit yfir notkun sína á tilgreindum þjónustum hjá Símanum, gjöld vegna þjónustu og jafnframt gert breytingar á tilgreindum þjónustum Símans sem notandi er skráður rétthafi að og/eða er greiðandi fyrir.

Varðandi meðferð persónuupplýsinga við notkun á smáforritinu vísast til persónuverndarstefnu lausnarinnar.

1.0

Almennt um smáforritið „Síminn“

Með því að hlaða niður smáforritinu „Síminn“ (hér eftir nefnt „smáforritið“  eða „lausnin“) og skrá sig þar sem notandi og staðfesta að viðkomandi hafi kynnt sér, skilið og samþykkt neðangreinda skilmála hefur viðkomandi undirgengist skilmála Símans hf., kt. 460207-0880, Ármúla 25, 108 Reykjavík (hér eftir „Síminn“).

Notandi skal kynna sér vandlega skilmála þessa áður en stofnaður er aðgangur og er samþykkt skilmálanna forsenda þess að notandi megi nota smáforritið. Óski notandi eftir hliðræðu afriti af skilmálum þessum skal notandi koma slíkri beiðni á framfæri við Símann.

Skilmálarnir, eins og þeir eru hverju sinni, eru aðgengilegir í gegnum smáforritið Síminn og einnig birtir á vefsíðu Símans, www.siminn.is.

Almennir skilmálar Símans um fjarskipta-, internet-, farsíma- og sjónvarpsþjónustu, eins og þeir eru á hverjum tíma, gilda þar sem ákvæðum þessara skilmála sleppir. Skulu ákvæði þeirra gilda þar sem ekki er kveðið á um annað í skilmálum þessum. Almennir skilmálar Símans eru aðgengilegir á www.siminn.is. Ef misræmi er á milli skilmála þessa og skilmála Símans gilda ákvæði þessara skilmála.

2.0

Auðkenning og uppsetning

a. Uppsetning og stofnun notandaaðgangs

Viðskiptavinir Símans geta hlaðið niður og sett upp smáforritið Síminn í snjalltæki sínu sér að kostnaðarlausu í gegnum Google Play eða Apple App Store.

Við stofnun notandaaðgangs í fyrsta sinn er notandi beðinn um að auðkenna sig, annað hvort með rafrænum skilríkjum eða með því að slá inn lykilorð sem notandi fær sent í smáskilaboðum. Athygli skal vakin á því að val notanda á auðkenningu hefur áhrif á það hvaða upplýsingar eru aðgengilegar notanda í smáforritinu, sbr. nánar grein 3 í skilmálum þessum.

Að auðkenningu lokinni er notandi beðinn um að staðfesta upplýsingar um sig sem skráðar eru um viðkomandi hjá Símanum, n.t.t. heimilisfang, farsímanúmer og netfang.

Þá er notandi beðinn um að velja sér fjögurra (4) stafa leyninúmer (pin) til auðkenningar við innskráningu framvegis í smáforritinu.

Óski notandi þess frekar að nota aðra auðkenningarleið í smáforritinu, sem snjalltæki notanda kann að styðja við, n.t.t. með notkun lífkennaupplýsinga  (t.d. fingrafara- eða andlitsskanna) er notanda frjálst að velja slíka auðkenningaraðferð í stað leyninúmers. Sé valið að nota slíka auðkenningarleið í gegnum snjalltæki notanda er hún alfarið á ábyrgð notanda. Við notkun á lífkennagreiningu í snjalltæki, svo sem fingrafara- eða andlitsskanna, er sérstök athygli vakin á því að engar upplýsingar um lífkennin berast til Símans.

b. Aðgangsupplýsingar  

Aðgangur notanda að smáforritinu skal aðeins vera notaður af honum sjálfum og er notanda óheimilt að deila aðgangsupplýsingum sínum með þriðja aðila eða á annan hátt veita þriðja aðila aðgang að persónulegum aðgangi sínum að smáforritinu.

Notandi ber ábyrgð á að gæta öryggis aðgangsupplýsinga sinna að smáforritinu, svo sem halda leyninúmeri sínu leyndu. Notandi skal eftir fremsta megni reyna að koma í veg fyrir misnotkun á aðgangi notanda að smáforritinu, t.d. með því að veita aldrei þriðja aðila aðgang að snjalltæki sínu þar sem smáforritið Síminn er aðgengilegt eða með því að læsa snjalltæki með kóða eða takkalæsingu. Notandi á ekki að upplýsa aðra um slíka aðgangskóða.  

Gruni notanda að aðgangsupplýsingum hans, t.d. leyninúmeri hafi verið stolið eða þær notaðar í leyfisleysi af þriðja aðila ber notanda að breyta leyninúmeri sínu án tafar og hafa samband við Símann.

Notandi ber ávallt fulla ábyrgð á öllum aðgerðum sem framkvæmdar eru í gegnum aðgang notanda í smáforritinu.

3.0

Notkunarmöguleikar í smáforritinu „Síminn“

a. Yfirlit yfir þjónustur

Kjósi notandi að skrá sig inn í lausnina með rafrænum skilríkjum getur notandi nálgast í smáforritinu yfirlit yfir allar þær þjónustur sem skráðar eru á kennitölu viðkomandi hjá Símanum.

Ef notandi skráir sig inn í lausnina með lykilorði sem notandi fær sent í gegnum smáskilaboð fær notandi aðgang að upplýsingum um þær þjónustur sem tengjast því símanúmeri sem smáforritið er tengt við.

Auk yfirlits yfir þær þjónustur sem notandi er með hjá Símanum getur notandi nálgast í smáforritinu, sama hvor innskráningarleiðin er notuð, upplýsingar um kostnað fyrir hvern mánuð fyrir sig. Kostnaðurinn birtist í rauntíma þannig að notandi getur fylgst með því í smáforritinu hvernig kostnaðurinn fellur til í tengslum við mismunandi þjónustur.  

Rétthafi sér upplýsingar um sundurliðaða notkun á þjónustum í smáforritinu. Greiðandi sér þó aðeins verð á þeim þjónustum sem hann greiðir fyrir.

Sé notandi hvorki rétthafi né greiðandi að þjónustu hjá Símanum munu engar upplýsingar þó birtast honum í smáforritinu um þær mögulegu þjónustur sem hann kann engu að síður að nota hjá Símanum, skrái hann sig inn með rafrænum skilríkjum. Í þeim tilvikum er notandi skráir sig inn í gegnum smáskilaboð getur notandi þó séð notkun og keypt áfyllingu fyrir það símanúmer sem hann skráir sig inn með.

b. Breytingar á þjónustum

Ef notandi skráir sig inn í lausnina með rafrænum skilríkjum getur notandi gert tilteknar áskriftarbreytingar á þeim þjónustum sem notandi er skráður fyrir og/eða sem hann er greiðandi fyrir hjá Símanum, að því gefnu að notandi sé yfir 18 ára.

Slíkar breytingar eru ekki mögulegar notanda í smáforritinu ef hann skráir sig inn í lausnina með lykilorði í gegnum smáskilaboð.

Í þeim tilvikum sem notandi gerir breytingar í smáforritinu sem leiða til lækkunar á gjaldi vegna þjónustunnar mun breytingin á þjónustunni, og þar með gjaldtaka vegna hennar, taka gildi frá og með næstu mánaðamótum eftir að breytingin er gerð. Sé um að ræða breytingu sem leiðir til hækkunar á gjaldi þjónustunnar verður breytingin strax virk, en viðskiptavinur verður gjaldfærður fyrir þjónustuna frá og með næstu mánaðamótum eftir að breyting var framkvæmd.  

Óski notandi þess að segja upp þjónustu hjá Símanum ber honum að koma slíkri uppsögn til Símans með skriflegum hætti, t.d. á www.siminn.is. Að öðru leyti er vísað til umfjöllunar um uppsögn þjónustu í almennum fjarskiptaskilmálum Símans á www.siminn.is.  

c. Frelsisáskriftir

Notendur með frelsisáskriftir fyrir farsíma geta keypt áfyllingar fyrir slíkar áskriftir í smáforritinu, hvort sem þeir skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða smáskilaboðum.

Vakin er athygli á því að Símanum berast aldrei greiðslukortaupplýsingar vegna þessa en greiðslukortanúmerið breytist strax í sýndarkortanúmer í greiðslugátt hjá færsluhirði og er því aldrei vistað í smáforritinu eða hjá Símanum vegna slíkra viðskipta.

d. Fjarskiptareikningar

Notendur geta nálgast og greitt útgefna fjarskiptareikninga í smáforritinu. Vakin er athygli á því að Símanum berast aldrei greiðslukortaupplýsingar vegna þessa en greiðslukortanúmerið breytist strax í sýndarkortnanúmer í greiðslugátt hjá færsluhirði og er því aldrei vistað í smáforritinu eða hjá Símanum vegna slíkra viðskipta.

e. Tilboð Pay

Notendur geta í gegnum smáforritið nálgast yfirlit yfir þau tilboð sem standa þeim til boða í gegnum smáforritið Pay. Um virkjun og notkun slíkra tilboða fer skv. skilmálum Pay.

4.0

Lokun aðgangs og eyðing á smáforritinu

Hafi notandi sagt upp fjarskiptaþjónustu hjá Símanum er vakin athygli á því að aðgangur viðkomandi að smáforritinu eyðist ekki sjálfkrafa.

Eins er vakin athygli á því að eyðing smáforritsins úr snjalltæki notanda felur hvorki í sér uppsögn á þjónustum notanda hjá Símanum né heldur eyðingu á aðgangi notandans.

Vilji notandi eyða smáforritinu þarf hann að eyða því úr snjalltæki sínu, líkt og gildir um önnur smáforrit. Þá getur notandi eytt aðgangi sínum með því að hafa samband við Símann og óska eftir að aðgangi sé eytt. Um varðveislu á undirliggjandi gögnum um notkun og þjónustur þær sem notandi er með hjá Símanum fer eftir því sem segir í persónuverndarstefnu Símans.

5.0

Ábyrgð Símans

Síminn mun leitast við að tryggja notendum aðgang að smáforritinu án truflana. Síminn getur þó ekki ábyrgst að smáforritið verði ávallt aðgengilegt og að lausnin verði aðgengileg án nokkurra truflana. Þannig kann Síminn að þurfa að takmarka aðgang að lausninni vegna uppfærslna og/eða ef villur koma upp sem gera það að verkum að aðgangur að lausninni, í heild eða hluta, verður takmarkaður.

Verð notandi fyrir tjóni í tengslum við notkun smáforritsins ber Síminn enga ábyrgð á slíku tjóni megi rekja það til gáleysis og/eða vanrækslu notanda eða brota á skilmálum þessum. Þá getur Síminn aðeins borið ábyrgð á beinu tjóni notanda og í öllum tilvikum skal ábyrgð Símans, þ.á m. vegna hvers konar mistaka, villna, vanrækslu, truflana, tafa, tjóns eða galla í lausninni takmarkast við 100.000 kr., að því marki sem slík takmörkun er heimil á grundvelli ófrávíkjanlegra laga.  

Síminn ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til sambandsleysis eða rofa á fjarskiptum.

6.0

Persónuvernd

Við skráningu í lausnina og notkun hennar, verða til upplýsingar sem Síminn safnar og tengjast notanda og varða notkun hans á lausninni. Einnig eru ákveðnar upplýsingar um viðskipti notanda hjá Símanum gerðar aðgengilegar honum í smáforritinu. Þessar upplýsingar teljast til persónugreinanlegra upplýsinga í skilningi laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“). Áréttað er að greiðslukortaupplýsingar sem kunna að vera skráðar í gengum lausnina eru aldrei aðgengilegar Símanum.  

Í persónuverndarstefnunni fyrir smáforritið „Síminn“, sem aðgengileg er í lausninni og á vefsíðu Símans, er að finna nánari upplýsingar um hvernig unnið er með þær persónuupplýsingar sem safnast við skráningu í lausnina og notkun hennar. Persónuverndarstefnan fyrir smáforritið telst vera hluti af skilmálum þessum og skal notandi kynna sér hana vel áður en hann hefur notkun á forritinu.

7.0

Breytingar á lausninni og skilmálum þessum

Síminn áskilur sér rétt til að gera tæknilegar breytingar og uppfærslur á smáforritinu þegar þörf krefur, þ.á m í þeim tilgangi að bæta lausnina. Mun Síminn tilkynna notendum um slíkar breytingar í þeim tilvikum sem þær gætu haft áhrif á notkun á lausninni eftir því sem unnt er. Þá áskilur Síminn sér rétt til að hætta með lausnina hvenær sem er.

Síminn áskilur sér rétt til að uppfæra skilmála þessa. Nýjasta útgáfa skilmálanna er ávallt aðgengileg á vefsíðu Símans og í smáforritinu.  

Breytingar á skilmálum þessum verða kynntar notendum með skriflegum hætti, svo sem með skilaboðum í gegnum smáforritið eða tölvupósti. Samþykki notandi ekki breytta skilmála fyrir smáforritið getur notandi ekki lengur nýtt sér lausnina eftir að breyttir skilmálar taka gildi þar sem samþykki þeirra er forsenda fyrir áframhaldandi notkun.

8.0

Samskipti við notanda

Síminn áskilur sér rétt til að senda notanda skilaboð sem tengjast notkun, virkni eða uppfærslum lausnarinnar sem og senda skilaboð er varða breytingar á skilmálum þessum, svo sem með tölvupósti eða skilaboðum í smáforritinu.

9.0

Gildistími

Skilmálar þessir eru gefnir út af Símanum og gilda frá 1. júlí 2020 og til þess tíma er nýir skilmálar taka gildi eða þar til Síminn ákveður að hætta að bjóða notendum upp á lausnina.

10.0

11.0

12.0

13.0

14.0

15.0

Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.

Nafn

Kennitala

Netfang

Símanúmer

Heimilisfang

Skilaboð

Texti undir formi
Texti2 undir formi
Texti falinn
Ertu hjá Símanum?
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
0
kr./ mán.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.