Sjónvarp Símans Appið

1.0

Gildissvið

1.1
Skilmálar þessir kveða á um réttindi og skyldur viðskiptavina Símans sem nýta sér Smáforrit (e. app) til að nálgast myndefni úr sjónvarpsþjónustu Símans. Almennir skilmálar Símans um fjarskiptaþjónustu gilda þar sem ákvæðum þessara skilmála sleppir. Stangist ákvæði þeirra og ákvæði þessara skilmála á, skulu ákvæði þessara skilmála ganga framar.

Ekki er unnt að nota þjónustuna utan Íslands. Skilmálar þessir gilda frá og með 31. maí 2018.

2.0

Smáforrit(app) fyrir Sjónvarp Símans

2.1
Við virkjun þjónustunnar Sjónvarp Símans appið, samþykkir viðskiptavinur neðangreinda skilmála og verð fyrir þjónustuna, eftir því sem við á.

Viðskiptavinir Símans geta sett upp smáforritið Sjónvarp Símans appið sér að kostnaðarlausu.

Í Sjónvarp Símans appinu hefur viðskiptavinur val um hvort hann horfi á afmarkað myndefni sem er í boði á hverjum tíma sér að kostnaðarlausu eða kaupi Premium aðgang í appinu sem veitir honum aðgang að sama myndefni og hann er áskrifandi að í sjónvarpsþjónustu Símans (IPTV þjónustu). Viðskiptavinir með farsímaþjónustu hjá Símanum geta notað þjónustuna „Þættir í símann“ án sérstaks endurgjalds að því gefnu að viðkomandi sé með gilda farsímaáskrift eða með skráð númer í fyrirframgreiddri farsímaþjónustu með reglulegum áfyllingum.

Til að virkja Premium aðgang í Sjónvarp Símans appinu þarf viðskiptavinur að vera áskrifandi að sjónvarpsþjónustu Símans.

Til þess að virkja „Þættir í símann“ þarf viðskiptavinur að hafa gilda farsímaáskrift eða hafa skráð númer í fyrirframgreiddri farsímaþjónustu með reglulegum áfyllingum. Segi viðskiptavinur upp farsímaáskrift hjá Símanum eða engin virkni verður á fyrirframgreiddri farsímaþjónustu í mánuð eða lengur, þá lokast fyrir aðgang að Þættir í símann.

Viðskiptavinur getur samskráð allt að 5 snjalltæki fyrir Premium aðgang að Sjónvarp Símans appinu og hægt er að horfa á eitt tæki í einu af skráðum snjalltækjum. Notkun á sjónvarpsþjónustu Símans (þ.e. myndlykli) er alveg óháð þeirri notkun. Notkun á þjónustunni „Þættir í símann“ er bundinn við eitt snjalltæki (spjaldtölvur eða snjallsíma) sem tengist viðkomandi farsímanúmeri.

Gagnamagn á farsímakerfum sem myndast við notkun á Sjónvarp Símans appinu, umfram innifalið gagnamagn í áskriftarleið viðskiptavinar, gjaldfærist samkvæmt verðskrá farsímafyrirtækis og niðurhal af internet þjónustu notanda er skráð innlent niðurhal.

Síminn ákveður einhliða hvaða myndefni er í boði í hvaða þjónustuþætti sem er aðgengilegur í gegnum app fyrir sjónvarpsþjónustu Símans. Getur Síminn ákveðið að fjarlægja myndefni úr þjónustunni án nokkurs fyrirvara eða tilkynningar.

Sjónvarpsþjónustu Símans er til til heimilis- og einkanota eingöngu. Öll miðlun á myndefni eða aðgangi til annarra aðila er með öllu óheimil sem og opinberrar dreifingar. Opinber dreifing telst t.d. til notkunar á veitingastöðum, gististöðum, líkamsræktarstöðvum o.s.frv.  

3.0

4.0

5.0

6.0

7.0

8.0

9.0

10.0

11.0

12.0

13.0

14.0

15.0

Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.

Nafn

Kennitala

Netfang

Símanúmer

Heimilisfang

Skilaboð

Texti undir formi
Texti2 undir formi
Texti falinn
Ertu hjá Símanum?
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
0
kr./ mán.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.