Sjónvarp Símans Appið persónuverndarstefna

1.0

Vinnsla Símans

Við stofnun aðgangs og notkun á smáforritinu „Síminn“( hér eftir „smáforritið“ eða „lausnin“)er unnið með persónugreinanlegar upplýsingar um notanda eins og nánar er kveðið á um í stefnu þessari.

Öll vinnsla á persónuupplýsingum, þ.m.t. öflun, skráning, vistun og meðferð þeirra á vegum Símans, lýtur lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og öðrum reglum sem settar hafa verið á grundvelli persónuverndarlaga („persónuverndarlög“).

Síminn gætir þess að þeir þættir vinnslunnar sem Síminn hefur með höndum, sem ábyrgðaraðili vinnslu, í tengslum við notkun lausnarinnar séu í samræmi við slíka löggjöf.

2.0

Persónuupplýsingar sem safnað er

2.1 Innskráning

Við fyrstu innskráningu getur notandi valið hvort hann vilji nota Appið frítt til að nálgast sjónvarpsþjónustu Símans, eða hvort hann vilji skrá sig inn sem áskrifandi að sjónvarpsþjónustu Símans (s.k. Premium aðgangur). Við stofnun aðgangs að sjónvarpsþjónustu þarf notandi að skrá upplýsingar um farsímanúmer sitt og skrá inn auðkenningarkóða sem Síminn sendir viðkomandi með SMS, eða velja innskráningarauðkenningu í gegnum Facebook eða Google. Við innskráningu í gegnum Facebook eða Google safnar Síminn einungis upplýsingum um netfang notanda. Framangreindar upplýsingar eru einungis notaðar til að auðkenna notanda. Við stofnun Premium aðgangs þarf notandi einungis að skrá númer myndlykilsins sem tengdur er við sjónvarpsþjónustu Símans til að geta veitt notanda aðgang að myndefni í samræmi við sjónvarpsáskrift sína hjá Símanum.

2.2. Notkun

Við notkun á Sjónvarp Símans appinu safnast og vistast sjálfkrafa hjá Símanum upplýsingar um aðgerðir notanda í Appinu, n.t.t. upplýsingar um tíma- og dagsetningu áhorfs og myndefnið sem pantað var eða horft á í þeim tilgangi að veitt notanda þjónustuna (t.d. sýnt notanda hvaða efni hann hefur þegar horf á og hvenær) og halda utan um notkunarsögu notanda. Í þeim tilvikum sem notandi pantar efni gegn greiðslu safnar Síminn upplýsingunum jafnframt í þeim tilgangi að sannreyna pantanir notanda og til að geta gjaldfært fyrir slíka notkun.

2.3 Símtæki

Við notkun á Appinu safnast og vistast sjálfkrafa hjá Símanum eftirfarandi upplýsingar um símtæki notanda í þeim tilgangi að afla vitneskju um notkun á Appinu svo Síminn geti aðlagað Appið betur að þörfum notanda, ásamt því að hafa til staðar rekjanleika aðgerða sem notandi framkvæmir í Appinu:
- tegund og útgáfa stýrikerfis,
- IP-tölu notanda,
- einkvæmt auðkenni notanda (á bara við um Android-símtæki)

3.0

Tilgangur vinnslu

Síminn aflar, skráir og vistar upplýsingarnar í þeim tilgangi að geta veitt notanda aðgang að Appinu og þjónustunni sem felst í notkun þess, til að gera notanda kleift að nota Appið, til að geta haldið utan um notkunarsögu í Appinu, til að tryggja öryggi og veita notanda aðgang að myndefni í samræmi við sjónvarpsáskriftina sem skráð er á viðkomandi myndlykil sem gæti verið skráður í Appið. Þá eru upplýsingarnar notaðar til að tryggja gæði og virkni Appsins og ef þörf krefur vegna stoðþjónustu og bilanagreiningu. Þá mun Síminn nota upplýsingarnar til að geta sett sig í samband við notanda í viðskiptalegum tilgangi, þ.á m. í þeim tilgangi að tilkynna notanda um breytingar á Appinu, svo sem á virkni þess eða stillingum. Síminn mun ekki nota upplýsingarnar í öðrum tilgangi án þess að afla sérstaklega samþykkis notanda fyrir slíkri vinnslu, svo sem til að hafa samband við notanda í markaðslegum tilgangi.

4.0

Viðtakendur upplýsinga

Þær upplýsingar sem safnast við notkun lausnarinnar eru vistaðar hjá eða á vegum Símans á Íslandi. Síminn mun ekki nota upplýsingarnar í öðrum tilgangi eða afhenda þær þriðja aðila, að lögreglu frátalinni, nema á grundvelli lagaheimildar, stjórnvaldsfyrirmæla, dómsúrskurðar, skriflegs vinnslusamnings eða samþykkis notanda. Síminn áskilur sér þó rétt til að afhenda þriðja aðila ópersónugreinanlegar upplýsingar um notkun smáforritsins, sbr. gr. 9 neðar.

5.0

Varðveislutími

Síminn gætir þess að varðveita einungis persónugreinanleg gögn um notendur smáforritsins í samræmi við lög og málefnaleg ástæða er fyrir hendi.

Í þeim tilvikum sem notandi eyðir Sjónvarp Símans appinu í snjalltæki sínu eyðast sjálfkrafa þær upplýsingar sem voru notaðar til að klára innskráningarferli viðkomandi í Appinu. Þótt notandi hafi eytt Appinu úr snjalltæki sínu hefur það hins vegar ekki áhrif á gögn í kerfum Símans (t.d. áhorfssögu í sjónvarpi), sjónvarpsáskrift viðskiptavinar eða þjónustu Símans gagnvart viðskiptavini að öðru leyti.

Óski notandi þess að eyða tilteknum persónuupplýsingum sem tengjast Sjónvarp Símans appinu getur hann sent skriflega beiðni þar að lútandi til Símans.

Við uppsögn sjónvarpsþjónustu hjá Símanum eyðast sjálfkrafa upplýsingar um sjónvarpsnotkun þess myndlykils, þ.m.t. notkun í Sjónvarp Símans appinu sem kann að hafa verið tengt við viðkomandi myndlykil.

6.0

Nákvæmni og áreiðanleiki upplýsinga

Við innskráningu í Appið ber notandi ábyrgð á réttleika og áreiðanleika þeirra upplýsinga sem hann sjálfur skráir, einkum símanúmer og/eða netfang ef valin er innskráning með Facebook eða Google.  

Síminn gerir viðeigandi ráðstafanir til að tryggja áreiðanleika við notkun smáforritsins, t.d. varðandi réttleika og uppfærslu upplýsinga um áhorf myndefnis.  
Séu persónuupplýsingar óáreiðanlegar mun Síminn, með hliðsjón af tilgangi vinnslunnar, gera viðeigandi ráðstafanir til þess að þær verði leiðréttar eða þeim eytt.

7.0

Öryggi upplýsinga

Síminn gætir öryggis Sjónvarp Símans appið með viðeigandi tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum til að tryggja öryggi persónuupplýsinga, m.a. með það að markmiði að koma í veg fyrir mannleg mistök, þjófnað, svik eða aðra misnotkun á upplýsingum. Síminn takmarkar aðgang að upplýsingum við þá starfsmenn sem nauðsynlega þurfa slíkan aðgang til að ná fram tilgangi vinnslunnar.

Starfsmenn Símans eru upplýstir um skyldu þeirra til að viðhalda trúnaði og öryggi persónuupplýsinga.

8.0

Réttindi notanda

Notandi hefur rétt til andmæla söfnun Símans á persónuupplýsingum telji hann að slík söfnun sé ekki í samræmi við tilgang hennar, að meðalhófs sé ekki gætt eða ef hann telur að sama árangri sé hægt að ná með mildari aðferðum. Þá getur notandi óskað eftir því að fá upplýsingar um þá vinnslu sem á sér stað hjá Símanum um hann, enda standi hagsmunir annarra því ekki í vegi. Sé beiðni samþykkt skal hún afgreidd eins fljótt og auðið er og eigi síðar en innan eins mánaðar frá móttöku slíkrar beiðni.

Notandi kann jafnframt að eiga rétt til að krefjast þess að röngum, villandi eða ófullkomnum persónuupplýsingum um sig verði leiðréttar og/eða þeim eytt.

9.0

Ópersónugreinanlegar upplýsingar

Síminn áskilur sér rétt til að vinna með og greina ópersónugreinanlegar upplýsingar um notkun notanda á Sjónvarp Símans appinu, til áframhaldandi vöruþróunar og/eða til að bæta virkni smáforritsins.

10.0

Kvartanir og beiðnir

Kvörtunum eða beiðnum frá notendum vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við snjallforritið, t.d. í tengslum við gr. 8. í stefnu þessari, skal koma á framfæri við Símann með skriflegum hætti á siminn.is („Hafa samband“ eða „Netspjall“) eða með því að hringja í síma 800-7000.

Síminn skal bregðast við erindi notanda eins fljótt og auðið er með skriflegum hætti, nema notandi óski annars.

Ábendingum vegna öryggismála, t.d. vegna veikleika eða öryggisbrests í Appinu skal
tilkynna til Símans á netfangið security@siminn.is.

11.0

Útgáfa

Persónuverndarstefna þessi er gefin út af Símanum hf. og gildir frá 27. febrúar 2018 og til þess tíma er ný Persónuverndarstefna tekur gildi.

12.0

13.0

14.0

15.0

Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.

Nafn

Kennitala

Netfang

Símanúmer

Heimilisfang

Skilaboð

Texti undir formi
Texti2 undir formi
Texti falinn
Ertu hjá Símanum?
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
0
kr./ mán.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.