Sjónvarpsþjónusta Símans

1.0

Almennt

Skilmálar þessir gilda um Sjónvarpsþjónustu Símans (hér eftir „þjónustan“ eða „sjónvarpsþjónustan“). Sjónvarpsþjónustan felur í sér grunnáskrift að þjónustu, búnaði og viðmóti Símans sem áskrifandi greiðir ákveðið áskriftargjald fyrir.

Aðgangur að þjónustunni gerir áskrifanda einnig kleift að nálgast frekari sjónvarpsáskriftir eða myndefni sem Síminn eða þriðji aðili kann að bjóða upp á samkvæmt gildandi verðskrá á hverjum tíma. Einnig gerir þjónustan mögulegt að nota Sjónvarp Símans appið en um þá þjónustu gilda sérstakir skilmálar og persónuverndarstefna. Þjónustan er í boði í gegnum bæði sjónvarpsdreifikerfi Símans (IPTV) sem og óháð neti („OTT“).

2.0

Þjónustan

2.1. Skilyrði þess að geta keypt þjónustuna er að áskrifandi hafi náð 18 ára aldri og sé með lögheimili á Íslandi. Áskrifandi ber ábyrgð á því að stilla aldurstakmörk í viðmóti, áskrifanda ber einnig að setja lykilnúmer (PIN) sem skilyrði fyrir kaupum á áskrift eða leigu myndefnis og til þess að takmarka aðgengi barna að myndefni sem er bannað börnum.

2.2. Skilyrði þess að áskrifandi geti notað þjónustuna er að hann hafi virka internettengingu, hvort sem hún er um farsímakerfi eða fastlínukerfi og hann hafi viðeigandi búnað sem Síminn leggur til í því skyni að horfa á þjónustuna sem er tengd við sjónvarp eða annað sambærilegt viðtæki. Búnaðinn er hægt að nota í gegnum þráð tengdan við beini, þráðlaust tengdan við beini eða tengdan beint við farsímakerfi. Sé þjónustan keypt í gegnum sjónvarpsdreifikerfi Símans verður áskrifandi að hafa virka internettengingu eða virkan gagnaflutning í gegnum fastlínukerfi sem Síminn hefur aðgang að. Internettenging eða gagnaflutningur þarf ekki að vera keyptur af Símanum. Almennt er mögulegt að nota myndlykil óháð neti og einnig um sjónvarpskerfi Símans, en ákveðinn eldri búnaður styður ekki lausnina óháð neti og þarf áskrifandi mögulega að skipta út búnaði.  

2.3. Þjónustan er einungis ætluð til heimilis- og einkanota áskrifanda og þeirra aðila sem tilheyra heimili áskrifanda. Óheimilt er að nota þjónustuna í viðskiptalegum tilgangi.

2.4. Þjónustan er fyrst og fremst aðgengileg til notkunar á Íslandi en áskrifanda er heimilt að nota þjónustuna tímabundið utan Íslands en eingöngu innan Evrópska Efnahagssvæðisins (EES) vegna ferðalaga eða orlofsdvalar innan EES. Þó getur ákveðin þjónusta Símans eða þriðja aðila ekki verið aðgengileg utan Íslands vegna réttindamála. Síminn áskilur sér rétt til þess að loka fyrir þjónustuna ef hún er notuð með varanlegum hætti utan Íslands, með varanlegum hætti er átt við að þjónustan er notuð utan Íslands lengur en tvo mánuði á hverju 12 mánaða tímabili.

2.5. Áskrifanda stendur til boða að kaupa viðbótaráskriftir af Símanum (sem og þriðja aðila) eða leigja eða kaupa stakt myndefni í gegnum viðmót þjónustunnar. Það efni sem Síminn kann að bjóða upp á í gegnum viðbótaráskriftir getur verið uppfært eða breytt á hverjum tíma. Síminn áskilur sér rétt til þess að breyta því myndefni sem er aðgengilegt hverju sinni án tilkynningar, þ.m.t. bæta við nýju myndefni, fjarlægja myndefni eða breyta viðmóti eftir því sem Síminn telur rétt og eðlilegt á hverjum tíma, sem og vegna samninga við rétthafa. Áskrifanda er skylt að greiða fyrir allar áskriftir og leigt eða keypt efni í gegnum viðmót þjónustunnar, nema hann hafi sannanlega tilkynnt Símanum að búnaði hafi verið stolið eða hann glataður og viðkomandi efni var keypt eða leigt eftir þann tíma, og Síminn hefur vanrækt að loka fyrir þjónustuna eftir tilkynningu áskrifenda.

2.6.  Gæði og virkni þjónustunnar getur verið mismunandi eftir því viðtæki sem notandi nýtir til áhorfs, og hafa margir mismunandi þættir áhrif á þjónustuna, s.s. staðsetning, aðgengileg bandvídd og/eða hraði internettengingar sem áskrifandi notar til þess að nálgast þjónustuna. Sjónvarpsþjónustan er háð viðkomandi internettengingu og hvort viðtæki styður viðeigandi gæðastaðal. Síminn leitast við að afhenda þjónustuna í samræmi við gæði internettengingar hverju sinni. Í gegnum sjónvarpsdreifikerfi Símans er sjónvarpsþjónustunni veittur forgangur um internetið þegar þjónustan er í notkun. Ef bandbreidd er mjög takmörkuð getur slíkur forgangur haft áhrif á aðra samtímanotkun á internetinu.

2.7. Hvort sem þjónustan er óháð neti eða um sjónvarpsdreifikerfi, er áskrifandi sjálfur ábyrgur fyrir því að tryggja og greiða fyrir virka internettengingu eða gagnaflutningstengingu. Sérstök athygli er vakin á því að notkun á þjónustunni óháð neti felur í sé notkun á gagnamagni hjá þeim fjarskiptafyrirtækjum sem innheimta gjöld fyrir niðurhal og er áskrifanda beint á að skoða verðskrár viðkomandi fyrirtækja vegna notkunar á gagnamagni um internettengingu.

2.8. Sé lokað fyrir internettengingu eða gagnaflutning áskrifanda, sem leiðir til þess að honum er ómögulegt að nota þjónustu skv. skilmálum þessum, hvort sem hann hefur sagt henni upp sjálfur eða tengingu lokað vegna vanskila, eða internettengingin virkar ekki með fullnægjandi hætti, hefur það engin áhrif á greiðsluskyldu áskrifenda vegna þjónustunnar á grundvelli skilmála þessara. Gæði fjarskiptatengingar, uppitíma og aðra virkni er á ábyrgð viðkomandi fjarskiptafyrirtækis og ber Síminn, í tengslum við veitingu þjónustunnar skv. þessum skilmálum, enga ábyrgð á þeirri fjarskiptaþjónustu eða rekstri fjarskiptaneta.

3.0

Búnaður

3.1. Síminn afhendir viðskiptavini búnað sem samanstendur af myndlykli, fjarstýringu og tengisnúrum. Búnaðurinn er eign Símans og ber að skila aftur til Símans þegar áskrifandi segir upp þjónustunni.

3.2. Áskrifendum stendur til boða að fá aukamyndlykla með þjónustunni. Heimilt er að leigja að hámarki fjóra aukamyndlykla og fyrir hvern lykil greiðist samkvæmt verðskrá hverju sinni. Aukamyndlykla má aðeins nota á heimili áskrifanda eða á þeim stöðum sem áskrifandi eða fjölskyldumeðlimir hans kunna að dvelja á til styttri eða lengri tíma. Verði Síminn þess var að áskrifandi hafi útdeilt aukamyndlyklum til annara aðila er Símanum heimilt að segja þjónustu áskrifanda upp.

3.3. Síminn getur án fyrirvara krafið áskrifanda um að fá búnaðinn til skoðunar, enda fái áskrifandi annan samsvarandi búnað á meðan á skoðun stendur.

3.4. Áskrifandi ber ábyrgð á öllu tjóni á þeim búnaði sem Síminn lætur honum í té. Áskrifandi skal greiða allan kostnað vegna viðgerða á búnaði sem stafar af rangri notkun eða slæmri meðferð á honum, í samræmi við verðskrá Símans. Eyðileggist eða glatist búnaður í vörslu viðskiptavinar ber honum að greiða Símanum kostnaðarverð nýs búnaðar eins og það er á hverjum tíma, skv. verðskrá. Greiðsla vegna ónýts eða glataðs búnaðar hefur ekki áhrif á eignarrétt Símans á búnaðinum og felur undir engum kringumstæðum í sér framsal á eignarétti búnaðar.

3.5. Áskrifanda er óheimilt að taka búnaðinn í sundur eða valda nokkrum breytingum á hugbúnaði sem honum tilheyrir.

3.6. Búnaðurinn er einungis ætlaður áskrifanda. Honum er óheimilt að leyfa öðrum afnot af honum með því að leigja hann út, selja eða láta af hendi með öðrum hætti.

3.7. Á meðan búnaðurinn er í vörslu áskrifanda ber honum að hlíta skilmálum þriðja aðila sem hann kaupir þjónustu af í gegnum viðmót Símans, skilmálum þessum og standa í skilum með greiðslur samkvæmt verðskrá Símans hverju sinni.

3.8. Við uppsögn á þjónustunni ber áskrifanda að skila öllum búnaði. Uppsögn tekur ekki gildi fyrr en myndlykil hefur verið skilað inn.

4.0

Uppsögn þjónustu

4.1. Uppsögn þjónustu skal berast fyrir mánaðarmót og tekur gildi frá og með 1. degi þess mánaðar sem kemur eftir að uppsögn berst Símanum. Uppsögn á þjónustunni felur í sér samhliða uppsögn á öllum sjónvarpsáskriftum sem áskrifandi er með hjá Símanum í gegnum viðmótið.

4.2. Síminn ber enga ábyrgð á innheimtu eða uppsögn þjónustu þriðja aðila sem áskrifandi kaupir í gegnum þjónustuna, nema í þeim tilvikum sem Síminn annast innheimtu. Uppsögn á þjónustu skv. skilmálum þessum hefur ekki áhrif á sjónvarpsáskriftir sem áskrifandi kaupir af þriðja aðila. Áskrifandi ber ábyrgð á því að senda uppsögn á þjónustu þriðja aðila beint til viðkomandi fjölmiðlaveitu, ef hann óskar eftir því að segja upp þjónustu viðkomandi aðila.

5.0

Reikningar

5.1. Athugasemdir skulu gerðar við útgefna reikninga án tafar og eigi síðar en á eindaga, ella telst reikningur samþykktur. Berist athugasemdir of seint eða eftir eindaga, en atvik réttlæta með ótvíræðum hætti tafir á því að athugasemdir bárust, skal Síminn eins og frekast er unnt taka afstöðu til þeirra athugasemda.

5.2. Reikninga ber að greiða á gjalddaga. Reikningar skulu sendir áskrifendum með góðum fyrirvara, eða birtir á vefsvæði þeirra áskrifenda sem þess hafa óskað. Útskriftargjald greiðist fyrir hvern heimsendan reikning. Einstaklingar skráðir í netreikning greiða færslugjald.

5.3. Reikningstímabil miðast við almanaksmánuð og er útgáfudagur reikninga í lok mánaðar. Gjalddagi reikninga er 20. næsta mánaðar eftir útgáfudag og eindagi er 2. næsta mánaðar eftir gjalddaga. Sé reikningur ekki greiddur á eindaga skal áskrifandi greiða dráttarvexti, eins og þeir eru ákveðnir samkvæmt 1. mgr. 6. gr. Laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá og með gjalddaga til greiðsludags, auk þess sem gjald vegna innheimtuviðvörunar leggst á kröfu við útsendingu 2 dögum eftir eindaga.

5.4. Síminn sendir alla jafna ekki reikninga eða greiðsluseðla á pappír til áskrifenda. Óski áskrifandi eftir að fá greiðsluseðil á pappír  getur hann beðið sérstaklega um það. Fyrir hvern greiðsluseðil á pappír sem sendur er áskrifanda greiðist seðilgjald samkvæmt gjaldskrá. Þessi gjöld kunna að taka breytingum í takt við almenna verðlagsþróun.

5.5. Fyrir enduropnun á þjónustu og samkomulag um uppgreiðslu vanskila greiðast sérstök gjöld.

6.0

Annað

6.1. Óski áskrifandi eftir því að framselja þjónustusamning við Símann til þriðja aðila verður hann að óska eftir því skriflega við Símann. Framsal verður þó ekki heimilað af hálfu Símans nema áskrifandi hafi staðið skil á öllum ógreiddum gjöldum vegna þjónustunnar fram að þeim degi þegar framsalið er samþykkt.

6.2. Heimilt er að synja aðila fyrirfram um reikningsviðskipti ef viðskiptavinur er á vanskilaskrám Símans, á almennum vanskilaskrám, s.s. ef gert hefur verið árangurslaust fjárnám hjá viðkomandi, hann misst forræði á búi sínu eða af sambærilegum ástæðum. Sama gildir um hvers konar félög og samtök ef svo háttar til um fyrirsvarsmann viðkomandi félags eða samtaka.

6.3. Skilmálar þessir gilda nema annað sé tekið fram í gildandi verðskrám og reglum fyrir hverja þjónustu sem Síminn hf. býður upp á. Sérskilmálar vegna þeirra sjónvarpsáskriftar eða myndefnis

6.4. Brjóti viðskiptavinur gegn skilmálum þessum er Símanum heimilt að stöðva þjónustuna til hans án fyrirvara og krefjast tafarlausra skila á búnaði og, eftir atvikum, greiðslu skaðabóta.

6.5. Um þjónustuna og skilmála þessa gilda íslensk lög og skal ágreiningi vísað til héraðsdóms Reykjavíkur. Neytendur geta einnig leitað til Neytendastofu eða kærunefndar lausafjár og þjónustukaupa rísi ágreiningur um viðskiptahætti og markaðssetningu Símans í tengslum við veitingu þjónustunnar.  

6.6. Áskriftarskilmálar þessir gilda frá og með 1. apríl 2020. Með samþykki notkun á þjónustunni samþykkir áskrifandi skilmála þessa og þær breytingar sem gerðar verða á skilmálunum hverju sinni.

6.7. Síminn áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum eða verðlagningu vegna þjónustunnar í samræmi við gildandi fjarskiptalög. Munu slíkar breytingar tilkynntar áskrifanda með nægilegum fyrirvara og sannanlegum hætti.

7.0

8.0

9.0

10.0

11.0

12.0

13.0

14.0

15.0

Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.

Nafn

Kennitala

Netfang

Símanúmer

Heimilisfang

Skilaboð

Texti undir formi
Texti2 undir formi
Texti falinn
Ertu hjá Símanum?
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
0
kr./ mán.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.