Skiptir reikningar

Skilmálar þessir kveða á um réttindi og skyldur viðskiptavina Símans sem eru með skiptan reikning.

1.0

Almennt

1.1

Skilmálar þessir kveða á um réttindi og skyldur viðskiptavina Símans sem eru með skiptan reikning hjá Símanum, þ.e. GSM Yfirsýn eða GSM Þak.

1.2

Skilmálarnir geta tekið breytingum en slíkar breytingar kynntar með minnst 30 daga fyrirvara á vef Símans www.siminn.is.

2.0

Skiptur reikningur á milli fyrirtækis og starfsmanna þess

2.1

Skiptur reikningur er til staðar þegar starfsmaður og fyrirtæki greiða hvor um sig hluta notkunar á farsímanúmeri í notkun viðkomandi starfsmanns.

2.2

Skipting á greiðslu reiknings byggir á samkomulagi milli starfsmanns og fyrirtækis sem Síminn hefur enga aðkomu að. Fyrirtækið annast samskipti gagnvart Símanum og tilkynnir Símanum um fyrirkomulag skiptingar reiknings milli starfsmanns og fyrirtækis, óháð því hvort fyrirtækið eða starfsmaður er rétthafi viðkomandi númers.

2.3

Áður en reikningi er skipt milli starfsmanns og fyrirtækis í fyrsta skipti skal fyrirtæki afla samþykkis frá starfsmanni.

2.4

Síminn áskilur sér rétt til þess að tilkynna notanda númers að reikningi vegna símanotkunar verði skipt, telji Síminn ástæðu til og skal slík gert í fullu samráði við viðkomandi fyrirtæki.

2.5

Síminn sér ekki um að tilkynna starfsmanni um breytingar á áskrift, eða öðru fyrirkomulagi skiptingar sem fyrirtæki tilkynnir Símanum, heldur ber fyrirtækið ábyrgð á því að halda eigin starfsmanni upplýstum.

2.6

Fyrirtæki í viðskiptum við Símann ber í öllum tilvikum ábyrgð á því að upplýsa viðkomandi starfsmenn um breytingar á áskrift og/eða greiðslufyrirkomulagi númera með skiptan reikning áður en þær eru tilkynntar til Símans. Hafi starfsmaður ekki samþykkt breytingar sem fyrirtæki tilkynnir ber fyrirtækið fulla ábyrgð á greiðslu viðkomandi reiknings óháð fyrirkomulagi skiptingar. Fyrirtæki ber ábyrgð á því að færar sönnur fyrir samþykki starfsmanns óski Síminn eftir slíkum upplýsingum.

3.0

Upplýsingagjöf Símans til starfsmanns sem er meðgreiðandi að reikning

3.1

Starfsmaður hefur aðgang að eftirfarandi upplýsingum um viðkomandi áskrift sé hann aðili að skiptum reikningi:

  • Upplýsingar um núverandi skiptingu greiðslu milli starfsmanns og fyrirtækis og/eða upphæð þaks greitt af fyrirtæki á þjónustuvef Einstaklinga
  • Upplýsingar um sundurliðun notkunar sem gefur til kynna hvað er greitt af fyrirtæki og hvað er greitt af viðkomandi starfsmanni miðað við núverandi fyrirkomulag
  • Ofangreind atriði eiga við óháð því hvort að starfsmaður er rétthafi númers eða ekki.

3.2

Samþykki starfsmanns fyrir því að fyrirtæki greiði reikning vegna símanotkunar sem hann er rétthafi að, hvort sem er að hluta að öllu leyti, felur ekki í sér framsal númersins til fyrirtækis.

4.0

Réttindi rétthafa

4.1

Sé starfsmaður rétthafi númers hefur hann einn rétt á að skoða sundurliðun notkunar á viðkomandi númeri, auk þess sem hann á rétt á að halda númerinu, hætti hann störfum hjá fyrirtækinu.

4.2

Sé fyrirtæki rétthafi númers, hefur það ásamt starfsmanni rétt á að skoða sundurliðun notkunar á viðkomandi númeri. Hætti starfsmaður störfum hjá fyrirtækinu heldur fyrirtækið númerinu.

4.3

Rétthafi númers getur ákveðið á hvaða tímapunkti sem er að stöðva skiptan reikning og tekur þar með yfir ábyrgð á greiðslu reiknings að fullu. Slík tilkynning skal berast Símanum fyrir mánaðarmót og með með minnst mánaðar fyrirvara. Símanum er heimilt að tilkynna greiðanda um slíka beiðni.

5.0

Réttindi greiðanda

5.1
Sá aðili sem er eingöngu greiðandi, en ekki notandi eða rétthafi númers, hefur ekki heimild til þess að skoða sundurliðun notkunar á viðkomandi númeri nema með samþykki rétthafa.

5.2
Greiðandi getur ákveðið á hvaða tímapunkti sem er að stöðva skiptan reikning. Slík tilkynning skal berast Símanum fyrir mánaðarmót og með með minnst mánaðar fyrirvara. Símanum er heimilt að tilkynna rétthafa um slíkar tilkynningar.

6.0

GSM þak, yfirsýn og snið

6.1

GSM þak. Fyrirtæki skilgreinir fasta upphæð á mánuði sem það greiðir af farsímareikning starfsmanna.

6.2

Með GSM Yfirsýn geta fyrirtæki skilgreint hvaða farsímanotkun starfsmenn greiða og hvaða notkun fyrirtækið greiðir. Eins og áður getur fyrirtæki greitt fasta upphæð á mánuði af farsímareikning starfsmanna (GSM þak).

6.3

Snið er skilgreining á því hvaða notkun fyrirtæki greiðir og hvaða notkun starfsmaður greiðir. Notast skal við skilgreiningar Símans hverju sinni á því hvaða möguleikar eru til staðar fyrir fyrirtæki í viðskiptum við Símann við að skipta notkun á milli fyrirtækis og starfsmanna eftir tegund notkunar og tíma sólarhrings.

6.4

Að setja númer í snið hefur eingöngu áhrif á fyrirkomulag greiðslu fyrir notkun, en ekki mánaðargjöld.

6.5

Fyrirtæki í viðskiptum við Símann getur stofnað allt að fimm mismunandi snið. Hvert snið er sett upp og gefið heiti samkvæmt beiðni viðkomandi fyrirtækis. Fyrirtækið ákveður hvaða númer eru sett í hvaða snið, en hvert númer getur aðeins tilheyrt einu sniði.

6.6

Fyrirtæki getur flutt númer úr einu sniði í annað.

6.7

Fyrirtæki getur tekið númer úr sniði og skilgreinir þá í framhaldinu hvernig greiðslu fyrir notkun skal háttað.

6.8

Hægt er að breyta nafni sniðs, en ekki eiginleikum. Hafi snið verið vitlaust sett upp í upphafi er hægt að búa til nýtt snið og eyða því sem vitlaust var sett upp.

7.0

Greiðslur og vanskil

7.1

Hafi reikning verið skipt á milli starfsmanns og fyrirtækis, mun Síminn senda hvorum aðila um sig reikning fyrir þeirra hluta af notkun. Um greiðsluskilmála gilda Almennir skilmálar Símans um fjarskiptaþjónustu.

7.2

Ef starfsmaður lendir í vanskilum með sinn hluta reiknings, áskilur Síminn sér rétt til innheimtu hjá viðkomandi fyrirtæki.

7.3

Að öðru leyti gilda almennir skilmálar Símans um fjarskiptaþjónustu.

8.0

9.0

10.0

11.0

12.0

13.0

14.0

15.0

Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.

Nafn

Kennitala

Netfang

Símanúmer

Heimilisfang

Skilaboð

Texti undir formi
Texti2 undir formi
Texti falinn
Ertu hjá Símanum?
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
0
kr./ mán.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.