Spjallmenni Símans er einungis ætlað að svara almennum fyrirspurnum og veita viðskiptavinum almenna aðstoð eða leiðbeiningar. Hvers kyns misnotkun notenda á lausninni eða birting á ólöglegu eða ósæmilegu efni í spjallmenninu kann að varða við lög.
Notendum er bent á að gefa ekki upp persónuupplýsingar í samtali við Spjallmenni Símans eða aðrar upplýsingar sem kunna að teljast viðkvæmar, á borð við lykilorð eða kortanúmer.
Óski notandi eftir mannlegri aðkomu að spjallinu verða samskipti notanda við spjallmennið aðgengileg þeim starfsmanni sem tekur við samskiptunum innan Símans
Samtöl í gegnum Spjallmenni Símans eru vistuð í afmarkaðan tíma í þeim tilgangi að þróa og uppfæra virkni og gæði lausnarinnar. Fari fram vinnsla persónuupplýsinga í samtalinu telst Síminn vera ábyrgðaraðili vinnslunnar í skilningi laga og tryggir þar með m.a. öryggi upplýsinganna, sbr. umfjöllun í Persónuverndarstefnu Símans.
Síminn ber hvorki ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af upplýsingum eða svörum sem birt eru eða vísað er til í Spjallmenni Símans né tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á Spjallmenni Símans. Einnig undanskilur Síminn sig ábyrgð á tjóni sem rekja má til þess að Spjallmenni Símans sé óaðgengilegt eða ónothæft, hvort sem er um skemmri eða lengri tíma.