Talsímaþjónusta til 30. apríl

Skilmálar um talsímaþjónustu Símans um fastlínunet.

1.0

Gildissvið

1.1

Skilmálar þessir gilda um talsímaþjónustu Símans um fastlínunet og taka til hvers og eins áskrifanda þjónustunnar og eftir atvikum annarra notenda hennar, hér eftir sameiginlega nefndir „notendur“ nema annað sé tekið fram.

1.2

Skilmálar þessir taka gildi þegar að áskrifandi í talsímaþjónustu stofnar til áskriftar eða hefur greitt af henni

2.0

Um skilmálana

2.1

Almennir skilmálar Símans um fjarskiptaþjónustu gilda þar sem ákvæðum þessara skilmála sleppir. Stangist ákvæði þeirra og ákvæði þessara skilmála á, skulu ákvæði þessara skilmála ganga framar.

2.2

Skilmálar þessir gilda frá og með 1. júní 2012.

2.3

Síminn áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum vegna nýrra áskriftarleiða, án þess að tilkynna öllum áskrifendum um slíkt, enda hafi breytingarnar ekki áhrif á gildandi áskriftir.

3.0

Afköst þjónustu

3.1

Notandi þarf að hafa aðgang að heimtaug til að geta nýtt sér talsímaþjónustu Símans um fastlínunet.

3.2

Gæði þjónustunnar eru ávallt háð gæðum heimtaugar, fjarlægð notenda frá símstöð, búnaðar notenda og álags á línu.

3.3

Síminn getur tímabundið þurft að slökkva á þjónustu viðskiptavinar vegna uppfærslna, viðgerða og viðhalds, Síminn skal gæta þess að það raski þjónustu viðskiptavinar sem minnst.

3.4

Síminn ber ábyrgð á réttri virkni talsímaþjónustunnar. Síminn ber ekki ábyrgð á tæknilegum atriðum sem snúa eingöngu að búnaði notenda eða þriðja aðila.

4.0

Sérstakir skilmálar fyrir nettengda talsímaþjónustu

4.1

Síminn gerir kröfu um að netbeinir notenda styðji sjálfvirkt SIP auðkenni, þar sem að auðkennisupplýsingar eru ekki aðgengilegar notendum, nema um Netsímaþjónustu sé að ræða.

4.2

Nettengd talsímaþjónusta getur innihaldið aðra sérþjónustumöguleika en almenn talsímaþjónustu.

4.3

Gæði þjónustunnar eru ávallt háð gæðum símalínu þeirrar er liggur til notanda, gæðum heimtaugar, fjarlægð notenda frá símstöð, búnaðar notenda og álags á línu og hraða nettengingar hans að öðru leyti.

4.4

Athygli notenda er vakin á því að eðli og virkni flökkunúmera er önnur en eðli og virkni almennrar talsímaþjónustu. Almennt er lokað fyrir símtöl í erlend símanúmer úr flökkunúmerum en notendur geta óskað eftir opnun á því.

5.0

Innifalin notkun og kjör

5.1

Nema annað sé tekið fram eiga innifalin notkun og kjör einungis við um íslensk fjarskiptafélög.

5.2

Hringiflutningur, hvort sem er í fastlínu eða farsímakerfi, er alltaf gjaldfærður og aldrei hluti af innifalinni notkun eða kjörum.

5.3

Innifalin notkun og kjör eiga einungis við um hefðbundin símtöl en ekki, sem dæmi: símtöl í yfirgjaldsnúmer, fundasíma, internetnúmer, stutt númer o.s.frv.

5.4

Númerabirting er sett á við upphaf þjónustu og er rukkuð sérstaklega á símareikning. Hægt er að segja upp þjónustu vegna númerabirtinga hvenær sem er.

5.5

Síminn gjaldfærir upphafsgjöld af öllum símtölum, skv. gjaldskrá hverrar áskriftarleiðar, nema annað sé sérstaklega tekið fram.

5.6

Vinna sem getur stofnast til vegna uppsetningar á tengingu eða vegna endabúnaðar hjá notanda er ekki innifalin í áskriftarverði þjónustunnar nema slíkt sé sérstaklega tekið fram.

6.0

Áskriftir

6.1

Línan/heimtaugin sem liggur frá símstöð til heimilis notenda er ekki hluti áskriftar vegna talsímaþjónustu hjá Símanum.

6.2

Síminn áskilur sér rétt til að breyta áskrift áskrifanda ef áskrift er tekin úr sölu eða ef notkun er óhófleg. Ekki skal framkvæma breytinguna fyrr en búið er að tilkynna hana til viðskiptavinar.

6.3

Heimasímaáskrift - Vinur:

6.4

50% afsláttur af símtölum í 1 útlandanúmer, hvort sem er heimasíma eða GSM.

6.5

heimasímavinur, óháð kerfi.

6.6

Tímamæling : 60/60

6.7

Önnur verð eru samkvæmt gjaldskrá

6.8

Heimaáskrift - Heimasímar

6.9

50% afsláttur af símtölum í 1 útlandanúmer, hvort sem er heimasíma eða GSM.

6.10

0 kr. mínútan í alla heimasíma, óháð kerfi. Að hámarki 1200 mín. Greitt er upphafsgjald af hverju símtali.

6.11

Tímamæling : 60/60

6.12

Önnur verð eru samkvæmt gjaldskrá

6.13

Heimasímaáskrift - 3 GSM númer

6.14

50% afsláttur af símtölum í 1 útlandanúmer, hvort sem er heimasíma eða GSM.

6.15

0 kr. mínútan í alla heimasíma, óháð kerfi. Að hámarki 1200 mín. Greitt er upphafsgjald af hverju símtali.

6.16

0 kr. mínútan í þau 3 GSM númer, óháð kerfi, sem oftast er hringt í. Greitt er upphafsgjald af hverju símtali.

6.17

Tímamæling : 60/60

6.18

Önnur verð eru samkvæmt gjaldskrá

6.19

Heimasímaáskrift - Allir

6.20

50% afsláttur af símtölum í 1 útlandanúmer, hvort sem er heimasíma eða GSM.

6.21

0 kr. mínútan í alla heimasíma, óháð kerfi. Að hámarki 1200 mín. Greitt er upphafsgjald af hverju símtali.

6.22

0 kr. mínútan í GSM númer, óháð kerfi. Að hámarki 600 mín. Greitt er upphafsgjald af hverju símtali.

6.23

Tímamæling : 60/60

6.24

Önnur verð eru samkvæmt gjaldskrá

6.25

Heimasímaáskrift – Netsíminn

  • Engin upphafsgjöld í heimasíma eða GSM
  • 0 kr. mínútan í alla heimasíma og GSM óháð kerfi.
  • Tímamæling : 60/60
  • Önnur verð eru samkvæmt gjaldskrá
7.0

8.0

9.0

10.0

11.0

12.0

13.0

14.0

15.0

Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.

Nafn

Kennitala

Netfang

Símanúmer

Heimilisfang

Skilaboð

Texti undir formi
Texti2 undir formi
Texti falinn
Ertu hjá Símanum?
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
0
kr./ mán.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.