Upplýsingastefna

Upplýsingastefna þessi tekur mið af reglum Kauphallar - Nasdaq Iceland fyrir útgefendur fjármálagerninga dagsettum 17. desember 2013.

1.0

Markmið

Markmið upplýsingastefnu Símans hf. (hér eftir „Síminn“), er að veita hagsmunaaðilum, á jafnræðisgrundvelli, nákvæmar og áreiðanlegar upplýsingar sem máli skipta um starfsemi félagsins, sem skráð félag á skipulegum verðbréfamarkaði, í Kauphöll - Nasdaq Iceland.

Síminn vill tryggja að hagsmunaaðilar á hverjum tíma hafi aðgang að nýjustu upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að geta tekið afstöðu til Símans sem útgefanda þeirra fjármálagerninga Símans sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði.

2.0

Hagsmunaaðilar

Helstu hagsmunaaðilar sem upplýsingastefna Símans tekur til eru hluthafar, fjárfestar, greiningaraðilar, matsfyrirtæki, Kauphöll - Nasdaq Iceland, fjölmiðlar, lánveitendur og viðskiptavinir.

3.0

Framkvæmd upplýsingamiðlunar

Upplýsingamiðlun Símans fylgir þeim lögum og reglum sem gilda fyrir útgefendur fjármálagerninga á skipulegum verðbréfamarkaði.

Símanum ber að birta opinberlega upplýsingar eins og mælt er fyrir um í lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 og reglum sem settar eru með stoð í lögunum. Reglur Kauphallar – Nasdaq Iceland fyrir útgefendur fjármálagerninga mæla einnig fyrir um hvað félaginu ber að birta opinberlega.

3.1. Tilkynningar

Tilkynningar um uppgjör félagsins, niðurstöður matsfyrirtækja eða annað sem talið er geta haft umtalsvert áhrif á rekstur, afkomu eða efnahag félagsins er birt í fréttaveitu Kauphallar – Nasdaq Iceland. Samhliða birtingu í fréttaveitu eru upplýsingarnar birtar hér á fjárfestavef Símans.

Síminn stefnir að því að birta fréttir af starfsemi félagsins, sem fellur ekki undir upplýsingaskyldu þess, á vefsvæði sínu og eftir atvikum senda fréttatilkynningar þess efnis til fjölmiðla. Síminn fylgir þeirri stefnu að birta ekki viðkvæmar viðskiptaupplýsingar, svo sem um sölutölur, starfsmannamál, vöruþróun eða annað sem er til þess fallið að hafa áhrif á samkeppnisstöðu þess nema lög eða reglur kveði á um slíka upplýsingamiðlun.

3.2. Kynningar

Í kjölfar birtingar árshlutauppgjöra mun Síminn halda kynningarfundi fyrir hagsmunaaðila. Á kynningarfundum um ársuppgjör verða áætlanir félagsins jafnframt kynntar.

3.3. Þagnartímabil

Síminn mun að meginstefnu ekki veita upplýsingar um málefni sem hafa áhrif á rekstur, afkomu eða efnahag félagsins tveimur vikum fyrir lok hvers uppgjörstímabils og fram að birtingu uppgjörs.

3.4. Samskipti

Markmið Símans er að eiga góð samskipti við alla hagsmunaðila. Í þeim tilgangi leitast félagið við að veita þeim aðstoð við umfjöllun um félagið innan þess ramma sem lög og reglur heimila.

Síminn mun að meginstefnu ekki tjá sig um sveiflur í verði hluta og viðskiptamagni. Sama á við um orðróm og getgátur á markaði.

3.5. Talsmaður

Stjórnarformaður, forstjóri og fjárfestatengill Símans hafa heimild til þess að tjá sig um starfsemi félagsins gagnvart fjárfestum. Forstjóri getur veitt öðrum starfsmönnum eða ráðgjöfum tímabundna heimild til þess að tjá sig um afmarkaða þætti starfseminnar. Stjórnarformaður Símans er almennt talsmaður félagsins þegar um meiriháttar ákvarðanir stjórnar er að ræða.

Forstjóri Símans er Orri Hauksson.

Samþykkt af stjórn Símans hf. 28. janúar 2016

4.0

5.0

6.0

7.0

8.0

9.0

10.0

11.0

12.0

13.0

14.0

15.0

Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.

Nafn

Kennitala

Netfang

Símanúmer

Heimilisfang

Skilaboð

Texti undir formi
Texti2 undir formi
Texti falinn
Ertu hjá Símanum?
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
0
kr.
mán.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.