Viðgerð símtækis

Viðgerð tækis

  1. Um ábyrgð Símans. Skilmálar á símtækjum vísast til „Ábyrgðarskilmála vegna vörukaupa“. Hvort sem símtæki er í ábyrgð eða ekki getur viðskiptavinur óskað eftir því að Síminn hafi milligöngu um viðgerð á símtæki.
  2. Áður en viðskiptavinur setur símtæki í viðgerð er hann upplýstur, að því marki sem hægt er, um hvaða úrræði standa viðskiptavini til boða varðandi viðgerð og hvaða kostnaður gæti fallið í hlut viðskiptavinar vegna vinnu viðgerðaraðila. Slík upplýsingagjöf kann t.a.m. að fara fram með því að hafa verðskrá viðgerðaraðila aðgengilega fyrir viðskiptavin. Þá mun Síminn eða viðgerðaraðili jafnframt halda viðskiptavin upplýstum breytist forsendur, s.s. komi í ljós við skoðun að símtæki er ekki í ábyrgð og skal viðskiptavinur þá geta valið hvort viðgerð skuli engu að síður fara fram.
  3. Þurfi að koma símtæki til utanaðkomandi viðgerðaraðila leiðbeinir Síminn viðskiptavini þar að lútandi. Óski viðskiptavinur þess að Síminn komi símtæki í viðgerð óskar Síminn eftir samþykki viðskiptavinar fyrir öflun nauðsynlegra upplýsinga um símtækið, þ.m.t. nauðsynlegum persónuupplýsingum, í þeim tilgangi að afhenda viðgerðaraðila svo unnt sé að aflæsa símtækið og inna af hendi umbeðna viðgerðarþjónustu fyrir viðskiptavin. Heimili viðskiptavinur ekki slíka öflun og miðlun upplýsinga áskilur Síminn sér rétt til að synja um milligöngu viðgerðarþjónustu.
  4. Ekki er tekin ábyrgð á gögnum sem kunna glatast vegna viðgerðarvinnu viðgerðaraðila. Óski viðskiptavinur eftir afritun gagna skal greiða fyrir það sérstakt afritunargjald, í samræmi við verðskrá Símans hverju sinni.
  5. Komi í ljós að skoðun lokinni að símtækið er ekki gallað eða af öðrum ástæðum ekki í ábyrgð hjá Símanum (s.s. ef högg- eða rakaskemmdir eru til staðar skv. mati viðgerðaraðila), ber viðskiptavini að greiða skoðunargjald í samræmi við verðskrá viðgerðaraðila hverju sinni. Á það við hvort sem tækið telst viðgerðarhæft eða ekki og hvort sem viðskiptavinur kýs að láta gera við það eða ekki.
  6. Síminn ber ekki ábyrgð á uppfærslu á hugbúnaði símtækis. Sé þess óskað þarf að greiða fyrir slíka vinnu skv. verðskrá viðgerðaraðila.
  7. Leiti viðskiptavinur sjálfur til viðgerðaraðila hefur Síminn enga aðkomu að viðgerðarferlinu gagnvart viðskiptavininum, hvorki varðandi afhendingu né gjaldfærslu þjónustunnar, nema um annað sé samið.
  8. Þegar sími er tilbúinn úr viðgerð er viðskiptavinur látinn vita með skilaboðum.
  9. Nálgist viðskiptavinur ekki símtæki sitt innan þriggja (3) mánaða frá lokum viðgerðar getur Síminn ekki tryggt afhendingu þess til viðskiptavinar. Að þeim tíma liðnum áskilur Síminn sér einnig rétt til að selja símtækið fyrir áföllnum kostnaði.
1.0

Útgáfa

útg. 1.0 – 1. október 2019

2.0

3.0

4.0

5.0

6.0

7.0

8.0

9.0

10.0

11.0

12.0

13.0

14.0

15.0

Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.

Nafn

Kennitala

Netfang

Símanúmer

Heimilisfang

Skilaboð

Texti undir formi
Texti2 undir formi
Texti falinn
Ertu hjá Símanum?
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
0
kr./ mán.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.