Er VoIP heimasíminn á öðrum stað en beinirinn?

Flestir símar eru þráðlausir og eru með hleðslustöð sem getur verið hvar sem er í húsinu.

Við mælum því með því að færa einfaldlega hleðslustöðina frá gamla staðnum og tengja hana beint við beininn þinn.

       
  • Ef þú getur ekki fært símtækið að beini þarf að framlengja símtengilinn við heimasímann yfir í símtengil við beininn þinn.    
  •    
  • Það þarf í flestum tilfellum að fá símvirkja eða rafvirkja til að láta setja þessa uppsetningu hjá þér. Hægt er að finna lista af slíkum verktökum á heimasíðu Samtaka Rafverktaka.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2