Heimasímakerfið lokar

Síminn mun á þessu ári loka heimasímakerfinu sem hefur þjónað landsmönnum í yfir 35 ár. Kerfið er komið fram yfir líftíma sinn og rekstur þess orðinn tæknilega flókinn.

Nýtt heimasímakerfi mun taka við og verður heimasíminn tengdur yfir netið sem þýðir:

  • lægra mánaðargjald
  • 0 kr. í alla heimasíma
  • 0 kr. til Norðurlanda og N-Ameríku

Það er mikilvægt að við heyrum í þér sem fyrst svo heimasíminn þinn hætti ekki að virka.  

Hafðu samband við okkur á netspjallinu, í síma 5506000 eða komdu í næstu verslun við fyrsta tækifæri og við aðstoðum þig við að tengja heimasímann yfir netið.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2