Hvað er Klink þjónusta?

Er inneignin búin?
Ef inneignin er 50 krónur eða lægri, getur þú fengið 150 krónur lagðar inn á númerið þitt með því að senda SMS textann KLINK á símanúmerið 1441. Upphæðin er síðan dregin af númerinu þínu næst þegar þú fyllir á Frelsið. Athugaðu að einungis er hægt að fá eitt KLINK-lán á milli áfyllinga.

Er lánið ekki að skila sér?
Klinkþjónustan virkar þannig að ef þú sendir röng skilaboð, t.d. ¿klonk¿ í 1441 þá áttu að fá til baka boð um að þú hafir sent texta sem passar ekki við þjónustuna. Ef þú færð ekki SMS athugaðu þá hvort þú hafir örugglega sent SMS í síma 1441.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.