Hvað er "reikiþak"?
Vegna kostnaðar sem getur hlotist vegna netnotkunar erlendis setur Síminn hámark á slíka notkun, sem við köllum reikiþak. Þakið er þrepaskipt og þú ættir að fá SMS þegar 80% af því er náð, nema þú hafir afþakkað tilkynningar.
Hafðu í huga að upplýsingaru m gagnanotkun erlendis geta verið allt að klukkutíma gamlar þegar þær berast og því getur reikningur mögulega verið hærri en þakið ef mikil notkun á sér stað á skömmum tíma.
Lokað verður fyrir gagnanotkun þegar eftirfarandi þrepum er náð:
- Fyrsta þrep er 9.000 kr.
- Annað þrep er 20.000 kr.
- Þriðja þrep er 30.000 kr.
- Eftir það hækkar þakið í 15.000 kr. þrepum: 45.000 kr., 60.000 kr. og svo framvegis.
Þú getur hækkað þakið upp í næsta þrep með því að hafa samband við þjónustuver Símans eða senda SMS í númerið 1900 með textanum "REIKI". Ekki er hægt að opna fyrir ótakmarkaða reikinotkun, en þú getur hækkað hámarkið fyrir fyrsta þrepið með því að hafa samband við þjónustuver Símans eða í verslunum okkar.