Allar skuldfærslur hafa verið sjálfvirkar í gegnum greiðslukort en nú munu viðskiptavinir fá kröfu í heimabanka hjá sínum viðskiptabanka. Krafan mun koma frá Farsímagreiðslur ehf. Síminn Pay mun því ekki bjóða áfram upp á skuldfærslur í gegnum greiðslukort og verður eingöngu hægt að greiða fyrir gjalddaga og lán með greiðslu á kröfu í heimabanka.
Áfram verður þó hægt að greiða upp lán og skoða stöðu á lánum í Síminn Pay appinu.