Netkerfi fyrirtækja

Hornsteinn skrifstofunnar er vel skipulagt net, hvort sem það er fastlínunet eða þráðlaust net. Með netkerfi frá Símanum eiga fyrirtæki möguleika á að einfalda reksturinn og auka framleiðni.

Síminn býður upp á heildarlausnir fyrir uppsetningu og rekstur netkerfa. Miðlæg vöktun er á netkerfum frá Símanum þar sem öll stýring á búnaði fer fram í gegnum netið. Hægt er að stýra stillingum og uppsetningu kerfisins mjög nákvæmlega, t.d. hvernig skráning tækja á netið fer fram og takmarkanir á bandbreiddarnotkun niður á rými í húsnæði, vefsíður, port eða forrit.

Hafðu samband í síma 800-4000 eða sendu póst á 8004000@siminn.is og láttu sérfræðinga okkar finna réttu lausnina fyrir þitt fyrirtæki.

Panta ráðgjöf

Öryggi

Í boði eru ýmsar útfærslur á netkerfum allt eftir þörfum fyrirtækisins. Fastlínunet og/eða þráðlaust netkerfi. Hraðvirkt, öruggt og einfalt starfsmannanet. Viðburðir, gestanet og aðrar útfærslur eins og fyrir t.d. fyrir verktaka eða sérstakan búnað. Hægt er að hafa fullkomna stýringu á öllum stillingum. Þú fylgist með aðgangs- og bandvíddarstýringum og getur lokað á truflanir á netinu.

Skýrslur

Auðvelt er að skoða notkunarskýrslur. Þú hefur aðgang að notkunarskýrslum með myndræni útfærslu af álagi og notkun. Skýrslur sýna sundurliðun á notkun niður á vefsíður og forrit

Markaðstól

Hægt er að framkvæma markaðsgreiningu eftir þörfum. Skýrslur um notkun eru aðgengilegar á stjórnborði. Álag á netkerfi sýnt á myndrænan hátt og á kortum. Sundurliðun á notkun niður á vefsíður og forrit. Öflug markaðsgreining

Vottanir

Rekstrar- og hýsingarumhverfi Símans er vottað samkvæmt ISO 27001 staðlinum.

Samstarfsaðili

Síminn er í samstarfi við fjölmarga erlenda og innlenda aðila vegna upplýsingatæknimála.