Símaver

Góð yfirsýn yfir símsvörun

Í Símavist fær starfsfólkið þitt aðgang að símakerfinu í gegnum vefviðmót sem gerir kleift að framkvæma helstu aðgerðir og breytingar til að aðlaga kerfið að þörfum fyrirtækisins. Hægt er að fylgjast með svörun símtala á stöðuskjá og kalla fram tölfræði um símsvörun. Viðmótið er einfalt í notkun og sparar tíma og fyrirhöfn ef annars þyrfti að kalla til þjónustuaðila til að sinna slíkri umsýslu.

Dæmi um tölfræðiupplýsingar

Símsvörun

Skýrslur yfir símsvörun fyrirtækisins er hægt að fá sendar með reglulegu millibili eða nálgast eftir þörfum. Hægt er að bera saman þróun á svörun yfir ákveðið tímabil og sjá hvar er þörf á umbótum.

Fulltrúi

Starfsmaður í símsvörun getur fylgst með hvernig hann er sjálfur að standa sig og séð á myndrænan hátt hvar hann stendur vel og hvað má laga. Frábærar upplýsingar fyrir metnaðarfulla starfsmenn.

Stöðuskjár

Stöðuskjár veitir upplýsingar um algengustu mælanlegu gildi símsvörunnar út frá rauntímaupplýsingum og flaggar því sem þarf að skoða sérstaklega. Hægt er að sjá einn hóp eða fleiri á einum og sama skjánum.