Tölvuskiptiborð

Einföld og þægileg afgreiðsla símtala

Símkerfi frá Símanum hafa að bjóða fjölda möguleika til að gera afgreiðslu símtala sem þægilegasta og stuðla þannig að bættu þjónustustigi fyrirtækis þíns. Ekki skiptir máli hvort starfsmenn eru við borðsíma eða í farsíma.

  • Tölvuskiptiborð sem er einfalt og þægilegt í notkun
  • Viðmótið er á íslensku

Símtalið eltir

Hægt er að taka á móti símtölum í borðsíma, farsíma eða tölvusíma, eftir því hvað hentar hverju sinni. Þannig geturðu móttekið símtal í borðsíma en með einni skipun fært símtalið yfir í farsímann án þess að viðmælandinn verði þessi var.

Forgangsröðun símtala

Með nafnabirtingu sérðu nafn þess aðila sem er að hringja og getur því forgangsraðað svörun símtala ef álag er mikið.

Sýnileiki á skiptiborði

Á skiptiborði er hægt að fylgjast með hvort starfsmaður sé upptekinn og það má treysta því að símtal sem gefið er áfram skili sér, hvort sem það er sent í borðsíma eða farsíma. Svari starfsmaður ekki símtalinu er símtalið sjálfkrafa sent til baka á skiptiborðið.

Starfsmenn á ferðinni

Starfsmenn fyrirtækja sem eru mikið á ferðinni eða jafnvel ekki með fasta vinnustöð geta verið með farsímann tengdan inn í Símavist. Þannig eru starfsmenn ekki háðir því að vera við skrifstofuna til að geta verið hluti af símkerfi fyrirtækisins.

Svarvél

Hægt er að setja upp valmöguleika eftir deildum sem viðskiptavinir vilja hafa samband við. Svarvélin tekur einnig á móti símtölum utan opnunartíma.